03/09/2024
Hæ🫶
Þetta caption er kannski minna fyrir þá sem þekkja mig og meira fyrir ókunnuga sem villast hingað inn😁
Þrjár staðreyndir um mig: Ég er uppalin á Norðurlandinu og er afskaplega heimakær; sálinni minni líður best í útiveru með stelpunum mínum; og mér finnst Tomman vera top 3 pítsastaður í heiminum.
Ég útskrifaðist nýverið með mastersgráðu í kírópraktík frá AECC University College (nú Health Sciences University) og langaði að hafa vettvang til að birta fræðslu um heilsutengd málefni.
Vegferð mín út í kírópraktornám er ótrúlega svipuð flestum sem ég þekki í þessari starfsgrein. Ég elskaði íþróttir og stundaði fótbolta í mörg ár. Meiðsli settu strik í reikningin sem síðan kveikti áhuga minn á starfsemi stoðkerfisins. Góð reynsla af meðhöndlun hjá kíró á yngri árum og tækifæri til að flytja út fyrir landsteinana fékk mig loks til að sækja um námið í Bretlandi.
Við unnusta mín fluttum tvö út, og að fimm árum liðnum komum við fjögur heim. Ég varð tveimur dætrum og einni mastersgráðu ríkari, og nú loks starfa ég við það sem ég brenn fyrir - að hjálpa fólki!
Sendu mér DM ef þú ert með spurningar eða vilt bóka, eða farðu í gegnum linkinn í bio😌
Fræðslupóstar á komandi dögum🫶