19/11/2025
Síðustu tímar í Slökun í vatni fyrir jól verða 22. og 29. nóvember.
Við gefum okkur þá örlitla pásu til að njóta slökunar og samveru í þyngdarleysi vatnsins.
Þegar líkaminn flýtur og þyngdaraflinu er sleppt, fá þeir hlutar sem bera okkur uppi alla daga loksins að hvíla. Miðtaugakerfið róast, vöðvarnir mýkjast og hryggjarsúlan fær einstaka hvíld þegar hún svífur um í hlýrri laug, án nokkurrar áreynslu.
Streituvaldandi hormón eins og adrenalín og kortisól víkja, og í stað þeirra tekur við endorfín, vellíðun, mýkt og friður.
Slökun í vatni fer fram í sundlaug Akurskóla og kostar tíminn 1.500 kr.
Frekari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Aqua Jóga.