Birta Heilsa

Birta Heilsa Heilsunudd, ráðgjöf og hópatímar

Ég heiti Kristín Berta Sigurðardóttir og er eigandi Birtu - Heilsu. Ég býð upp á hópatíma, heilsunudd, heilsuráðgjöf og heilsutengda fyrirlestra fyrir fyrirtæki.

Ég er útskrifaður heilsunuddari frá heilbrigðisskóla FÁ.

Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og vinn heildrænt með nuddþegum mínum að lausn þeirra mála.

Jóga og orkustöðvarnar - nýtt námskeið!Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur kennir:Ný og betri námskeið kynna Jóga ...
28/12/2025

Jóga og orkustöðvarnar - nýtt námskeið!

Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur kennir:

Ný og betri námskeið kynna Jóga og orkustöðvarnar
Nýtt 6 skipta námskeið hefst mánudaginn 12. janúar, 2026.
Kennt er á mánudögum kl. 16.30-17:45 í glæsilegri aðstöðu Birtu Heilsu, Borgartúni 28, 2. hæð
Verð 31.990.- Tilboðsverð 26.900 gildir til 7. janúar.
Alhliða æfingar og jóga sem sameinar hreyfingu, öndun og meðvitund um orkustöðvar líkamans - orkuflæði sem tengist líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri vellíðan.

Um kennarann:
Bjargey er með áralanga reynslu sem líkamsræktarkennari, B.ed og M.A. í íþróttavísindum, 500+ tíma jógakennaranám að baki. Pilates réttindi frá Kane School New York, auk menntunar í Ayurveda fræðum.

Ég hef sjálf farið á fjölmörg námskeið hjá Bjargeyju og hún er algjörlega einstök og ein af mínum uppáhalds kennurum. Mæli 100% með!❤️

Skráning: https://docs.google.com/forms/d/1y_HZ_TJ63ta1e3Xc5DXtcmlv207n0A5iTdJJ1QoYztA/edit

Jólafrí🎄🎅🤶Elsku vinir🫶Ég er farin í jólafrí og kem til vinnu 6. janúar.Það er að bætast í úrval námskeiða sem verða í bo...
19/12/2025

Jólafrí🎄🎅🤶

Elsku vinir🫶

Ég er farin í jólafrí og kem til vinnu 6. janúar.

Það er að bætast í úrval námskeiða sem verða í boði á nýja árinu í Borgartúninu, en snillingurinn Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur, mun bjóða upp á dásamlegt námskeið, Jóga, orkustöðvarnar og slökun sem hefst um miðjan janúar - auglýsi nánar á næstu dögum!💙

Skráningin á námskeiðið mitt, Teygjur, triggerpunktar og yoga nidra hefur farið fram úr mínum björtustu vonum og örfá sæti laus á það🥳💙

Mikið hlakka ég til nýs árs með ykkur! Takk fyrir samfylgdina og stuðninginn á árinu, mikið ofboðslega er ég þakklát fyrir ykkur og að fá að taka þátt í heilsuvegferðinni ykkar. Verður gaman að sjá hvaða kraftaverk gerast hjá okkur á nýju ári!💙🫶💙

Jólaknús🎄

Ykkar KB

11/12/2025

Hefur þú fengið brjóstakrabbamein?

Hefurðu lokið öllum meðferðum og ert að velta fyrir þér næstu skrefum í uppbyggingarferlinu?

Þá gæti þessi vinnustofa verið fyrir þig💖💖💖

Ef einhverjar spurningar vakna má senda mér tölvupóst: birtaheilsa@gmail.com

Ykkar, KB🫶

Síðasti yoga nidra tíminn fyrir jól - 15. des💙🙏🏻Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í dýnu. Dásamleg slökun og ful...
11/12/2025

Síðasti yoga nidra tíminn fyrir jól - 15. des💙🙏🏻

Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í dýnu. Dásamleg slökun og fullkomið að endurstilla taugakerfið sitt í desember☺️

Hlakka til að fá ykkur til mín💙

Skráning á Sinna💙

https://www.sinna.is/birtaheilsa

10/12/2025

Þetta er stundum bara ekkert grín😬😆💪

En sæll hvað þetta er geggjað alltaf hreint, að finna liðleikann og ekki síst styrkinn aukast. Elska þetta stöff og elska mest verkjalausa lífið mitt. Svo sakar ekki að vera með svona góðan æfingafélaga!💙🙏🏻🥳

Nýtt hjá Birtu Heilsu: Námskeið og vinnustofa í janúar 2026!💙Námskeið: Teygjur, triggerpunktar og yoga nidraViltu teygja...
07/12/2025

Nýtt hjá Birtu Heilsu: Námskeið og vinnustofa í janúar 2026!💙

Námskeið: Teygjur, triggerpunktar og yoga nidra

Viltu teygja meira, vinna með bandvefinn og minnka vöðvabólgu og stoðkerfisverki og ná betra jafnvægi á nýju ári?

Um er að ræða 6 vikna námskeið þar sem unnið er á dýptina með allan líkamann, bæði bandvefinn og taugakerfið.

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 14. janúar 2026.

Brjóstakrabbamein og hvað svo?

Birta heilsa býður upp á vinnustofu í janúar 2026 fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein og eru að byggja sig upp að lokinni meðferð.

Fjallað verður um bandvefinn, tauga- og sogæðakerfið auk þess sem þátttakendur læra teygjur, æfingar og djúpslökun.

Vinnustofan er 6 klukkustundir og fer fram helgina 17. – 18. janúar 2026 kl. 11:00 – 14:00.

Um kennarann:

Kristín Berta er eigandi Birtu Heilsu og útskrifaðist sem heilsunuddari árið 2023, frá heilbrigðisskólanum í Fjölbraut við Ármúla. Síðan hefur Kristín Berta lokið fjölmörgum námskeiðum og öðlast kennararéttindi í yoga nidra og Body Reroll.

Skráning og nánari upplýsingar: https://www.sinna.is/birtaheilsa

Hlakka til að halda áfram að miðla og gera gagn💙🫶🙏🏻

Ykkar, KB

Opið fyrir bókanir út apríl 2026💙🫶Kæru vinir.Ég hef opnað fyrir bókanir á nýja árinu. Verið innilega velkomin til mín í ...
05/12/2025

Opið fyrir bókanir út apríl 2026💙🫶

Kæru vinir.

Ég hef opnað fyrir bókanir á nýja árinu. Verið innilega velkomin til mín í Borgartúnið🙏🏻💙

https://www.sinna.is/birtaheilsa

Yoga nidra 8. des💙🫶Nýr aðventutími í boði og helmingur plássa farinn áður en ég náði að auglýsa hvað þá meir💙☺️Hika er s...
03/12/2025

Yoga nidra 8. des💙🫶

Nýr aðventutími í boði og helmingur plássa farinn áður en ég náði að auglýsa hvað þá meir💙☺️

Hika er sama og tapa, komdu og taktu þér pásu frá jólaatinu🙏🏻💙

Bókanir: https://book.sinna.is/birtaheilsa/scheduled/services/135172

Heilsudjamm💙🫶Ég tek á móti smærri hópum (12-14 manns) í yoga nidra, bandvefslosun og fleira.Frábært hópefli eða bara góð...
02/12/2025

Heilsudjamm💙🫶

Ég tek á móti smærri hópum (12-14 manns) í yoga nidra, bandvefslosun og fleira.

Frábært hópefli eða bara góð samvera fyrir smærri vinnustaðahópa, saumaklúbba, vinahópa o.þ.h.

Fyrir bókanir: https://www.sinna.is/birtaheilsa
💙🫶

Yoga nidra💙🙏🏻Þetta er held ég ein besta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér og vonandi mínu fólki.Yoga nidra snýst í stutt...
29/11/2025

Yoga nidra💙🙏🏻

Þetta er held ég ein besta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér og vonandi mínu fólki.

Yoga nidra snýst í stuttu máli um að fara úr að gera og hugsa hamnum í að vera og finna - að tengjast sér. Gefa líkamanum rými til þess að vinda ofan af sér og heila sig - sem er svolítið það sem vinnan mín snýst um. Að halda rými fyrir fólkið mitt og kroppinn þeirra svo hann fái tækifæri til að vinda ofan af því sem í honum situr. Þetta er svo magnað og mikilvægt.

Ég ELSKA vinnuna mína og þakka fyrir á hverjum degi fyrir að fá að gera það sem ég elska mest, að hlúa að fólki.

Er líka svo óendanlega þakklát fyrir að fá að skottast út um allar trissur með Mörtu minni og læra eitthvað nýtt og eiga gæðatíma saman. OG… allt dásamlega fólkið sem ég kynntist á Sólheimum, þvílíkar perlur. Ég veit ekki hvar elsku Helgi minn er búinn að vera allt mitt líf, en er glöð að hann rataði inn í það núna, langbestur💙🥹🫶🙏🏻

Ég hlakka til að sjá hvaða kraftaverk gerast í Borgartúninu á næsta ári🙏🏻💙 Mikið spennandi framundan, námskeið í bandvefslosun og yoga nidra og vinnustofa í janúar fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein og eru að byggja sig upp eftir meðferðir. Nánar um það síðar💙

Hlúið vel að ykkur elskurnar, alltaf og sérstaklega núna í desember þegar streita og kvíði bankar upp á hjá mörgum💙

Eigið dásamlega aðventu🎄🎅

Risaknús, KB.

27/11/2025

Ertu með verki og taugaleiðni eftir keisaraskurð, svuntuaðgerð eða aðrar aðgerðir?

Ég er með lausnina, get svoleiðis svarið það!🥳😍❤️

Fyrsti tíminn minn í yoga nidra á föstudaginn kemur😌Þetta er eitt það dásamlegasta sem til er svona djúpslökun og streit...
24/11/2025

Fyrsti tíminn minn í yoga nidra á föstudaginn kemur😌

Þetta er eitt það dásamlegasta sem til er svona djúpslökun og streitulosun verður þemað á föstudaginn💙🙏🏻

Hver þarf ekki á svona dekri að halda rétt áður en desember skellur á🫶

Þið megið deila eins og vindurinn fyrir mig, hika er sama og tapa, takmarkað dýnupláss og nokkur farin nú þegar🙏🏻 ☺️

Bóka pláss👇

https://book.sinna.is/birtaheilsa/scheduled/services/135172

Address

Skólagerði 36
Kópavogur
200

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Birta Heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Birta Heilsa:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram