18/11/2025
Ný ferð komin í sölu “Heilsurækt huga, líkama og sálar" til Kanarí 2. - 9. mars 2026. ☀️
🛫 Hægt er að framlengja ferðina til 16. mars.
Fararstjóri og námskeiðshaldari er Unnur Pálmarsdóttir
Sjá hér 👉🏻 https://fusion.is/heilsuferdir/
👉🏻 Skráning hér 👉🏻 unnur@fusion.is og greiða þarf staðfestingargjald kr. 50.000
💛 Endurnærandi heilsu- og lífstílsnámskeið og upplifun þar sem Unnur mun bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar og fyrirlestra sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál.
👉🏻 Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga á ströndinni, dansfjör, Tabata æfingar, styrkur og fleira verða á boðstólnum auk fyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, sálar og huga.
🛫 Beint flug með Icelandair.
👉🏻 Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, minnka streitu, núllstilla hugann, slökkva á farsímum, fræðast um betri lífsgæði, stunda heilsurækt undir berum himni.
👉🏻 Ýmis stéttarfélög sem veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu/endurmenntun. Við hvetjum þig til að kynna þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það sé fyrir þessa ferð.
☀️ Við gistum á Bull Vital Suites & Spa - Adults Only & Boutique Hotel sem er glæsilegt 4ra stjörnu gisting rétt hjá Maspalomas Golf golfvellinum. Hótelið er staðsett á friðsælum stað nálagt Maspalomas sandöldunum. Í nágrenni við hótelið eru ótal góðir veitingastaðir og barir og hin fræga Enska strönd er í 1 km fjarlægð frá hótelinu. Á þessu hóteli eru einungis rúmgóðar svítur.
Velkomið að hafa samband við mig til að fá upplýsingar um ferðina. ⭐️🌏🛫Unnur Pálmars Health Unnur Pálmarsdóttir