24/04/2024
Við bjóðum upp á námskeið fyrir fagfólk og aðstandendur þar sem áhersla er lögð á að auka skilning á þroskahömlun og geðrænum áskorunum á borð við þunglyndi, kvíða og áfallastreitu, ásamt því að auka innsýn inn í áskoranir sem einstaklingar standa frammi fyrir og fara yfir árangursríkar stuðningsaðferðir.
Námskeið verður haldið 14. maí klukkan 10:00-13:00 á 4. hæð á Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.