Klíníkin Ármúla 7-9

Klíníkin Ármúla 7-9 Læknamiðstöð með áherslu á sérfræðiþjónustu innan skurðlækninga. Klíníkin er sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð og er staðsett í Ármúla 9, 108 Reykjavík.

Við Klíníkina starfa þrautreyndir sérfræðilæknar og hjúkrunarfræðingar sem öll leggja sig fram við að veita persónulega þjónustu og hafa skjólstæðinga sína ávallt í öndvegi. Markmið Klíníkurinnar er að greina vanda, ráðleggja um leiðir til lausna og framkvæma nauðsynlegar aðgerðir. Samstarf reyndra lækna og hjúkrunarfræðinga með mikla starfsreynslu hérlendis og erlendis tryggir gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Aðbúnaður er til fyrirmyndar í Klíníkinni hvort sem um er að ræða læknamóttöku eða á skurðstofum og er mikil áhersla lögð á að tækjabúnaður uppfylli ströngustu kröfur á alþjóðlegan mælikvarða. Hugmyndafræði Klíníkurinnar byggist á teymisvinnu og því að sinna sérþörfum sjúklinga og veita heildarþjónustu frá greiningu, skurðaðgerð og þar til annari meðferð lýkur. Aðgangur er að sjúkraþjálfun og endurhæfingu ef þörf krefur.

27/11/2025

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem framkvæmdar eru bæði dagaðgerðir og aðgerðir sem krefjast innlagnar.

Klíníkin stækkar! Langar þig að koma og vinna hjá okkur?
26/10/2025

Klíníkin stækkar!
Langar þig að koma og vinna hjá okkur?

Klíníkin er sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð og er staðsett í Ármúla 9, 108 Reykjavík. Við Klíníkina starfa þrautreyndir sérfræðilæknar og hjúkrunarfræðingar sem öll leggja sig fram við að veita persónulega þjónustu og hafa skjólstæðinga sína ávallt í öndvegi....

Athugið breytta staðsetningu!
14/09/2025

Athugið breytta staðsetningu!

Fræðslukvöld framundan 🙌🏻
01/09/2025

Fræðslukvöld framundan 🙌🏻

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem framkvæmdar eru bæði dagaðgerðir og aðgerðir sem krefjast innlagnar.

05/07/2024

Kæru viðskiptavinir!

Frá 8. júlí til og með 2. ágúst verður sumaropnun hjá okkur á Klíníkinni.

Síminn verður opinn á milli kl. 09:00 - 15:00 alla virka daga og sömuleiðis hjúkrunarmóttaka fyrir endurkomur eftir aðgerðir.

Gleðilegt sumar!

Vegna aukinna umsvifa hjá okkar ört vaxandi fyrirtæki, þá auglýsum við eftir hjúkrunarfræðingum í nokkrar lausar stöður💙
02/05/2024

Vegna aukinna umsvifa hjá okkar ört vaxandi fyrirtæki, þá auglýsum við eftir hjúkrunarfræðingum í nokkrar lausar stöður💙

Vegna aukinna umsvifa hjá okkar ört vaxandi fyrirtæki, þá auglýsum við eftir hjúkrunarfræðingum í nokkrar lausar stöður. Bæði er um að ræða stöður hjá Klíníkinni og Meltingarklíníkinni Ármúla. Starfshlutfall er 60-100% og unnið er í dagvinnu virka daga. Leitað er eftir ...

Minnum ykkur á mikilvægi ristilskimunar!
09/04/2024

Minnum ykkur á mikilvægi ristilskimunar!

Grein eftir Ásgeir Theodórs meltingarlæknir á Klíníkinni / Meltingarklíníkinni.

Evrópudagur skurðhjúkrunarfræðinga er í dag //Þemað í ár er: Stoltir skurðhjúkrunarfræðingar - framtíðin okkar. Á Klíník...
15/02/2024

Evrópudagur skurðhjúkrunarfræðinga er í dag //

Þemað í ár er: Stoltir skurðhjúkrunarfræðingar - framtíðin okkar.

Á Klíníkinni starfar frábær hópur skurðhjúkrunarfræðinga og viljum við vekja athygli á þessu mikilvæga starfi sem vel flestum er hulið, enda er starfið að mestu unnið innan veggja skurðstofa.

Meginhlutverk skurðhjúkrunarfræðinga er að tryggja öryggi sjúklinga og eru skurðhjúkrunarfræðingar einnig leiðandi í þróun og umbótum til að fyrirbyggja aukaverkanir skurðaðgerða.

Takk fyrir ykkar frábæra og mikilvæga starf skurðhjúkrunarfræðingar og til hamingju með daginn!

Kæru viðskiptavinir!Opnunartími um hátíðarnar verður sem hér segir: 22. desember: 8:00 - 15:0023.-26. desember: Lokað 27...
22/12/2023

Kæru viðskiptavinir!

Opnunartími um hátíðarnar verður sem hér segir:

22. desember: 8:00 - 15:00

23.-26. desember: Lokað

27.-28. desember: 9:00 - 16:00

29. desember til 1. janúar: Lokað

Ef þú varst nýverið í aðgerð hjá okkur og þarft á ráðgjöf að halda á meðan á lokun stendur, þá bendum við þér á að hafa beint samband við lækninn þinn.

Við bendum einnig á að hægt er að bóka, afbóka og breyta bókuðum tímum inn á heilsuvera.is.

Hátíðarkveðjur frá starfsfólki Klíníkurinnar!🎅

500 liðskiptaaðgerðir framkvæmdar!Þann 16. október var stór áfangi í sögu Klíníkurinnar er liðskiptaaðgerð númer 500 inn...
21/10/2023

500 liðskiptaaðgerðir framkvæmdar!

Þann 16. október var stór áfangi í sögu Klíníkurinnar er liðskiptaaðgerð númer 500 innan ársins 2023 var framkvæmd. Fyrsta liðskiptaaðgerðin hjá Klíníkinni var framkvæmd þann 7. febrúar 2017, alls hafa 1560 liðskiptaaðgerðir verið framkvæmdar á þessum tímamótum. Framundan eru afkastamestu vikur Klíníkurinnar innan liðskipta, en áformaðar eru um 700 aðgerðir á árinu.
Við fögnuðum þessum áfanga í vikulok, á myndinni eru þeir starfsmenn sem hafa borið hitann og þungan af sjálfum aðgerðunum, miklu fleiri koma þó að umönnun þeirra er á slíkri aðgerð þurfa að halda.

Bæklunarklíníkin er sérhæfð læknisþjónusta til greiningar og meðferðar á stoðkerfisvanda. Við framkvæmum m.a. liðskipti á mjöðmum og hnjám, liðspeglanir og aðgerðir á höndum og fótum.

Við auglýsum eftir hjúkrunarfræðingi í hlutastarf í okkar frábæra teymi í Meltingarklíníkinni við Klíníkina Ármúla!
26/07/2023

Við auglýsum eftir hjúkrunarfræðingi í hlutastarf í okkar frábæra teymi í Meltingarklíníkinni við Klíníkina Ármúla!

Við auglýsum eftir hjúkrunarfræðing í hlutastarf í okkar frábæra teymi í Meltingarklíníkinni Ármúla. Starfshlutfall er um 60% og unnið er í dagvinnu virka daga. Leitað er eftir einstaklingi sem er ábyrgur, sjálfstæður, sveigjanlegur, þjónustulundaður og vinnur vel í teymi. E...

Address

Ármúli 7-9
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 07:30 - 17:00
Tuesday 07:30 - 17:00
Wednesday 07:30 - 17:00
Thursday 07:30 - 17:00
Friday 07:30 - 16:00

Telephone

+3545197000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Klíníkin Ármúla 7-9 posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram