14/11/2025
Sagan um sálina sem sagði JÁ! 🙏🏼
Einu sinni var sál sem fékk boð.
Boðið var ekki frá hvaða stað sem er, heldur frá lífinu sjálfu.
Henni var sagt:
„Ef þú kemur á jörðina, munt þú fá líkama. Þú munt fá tíma, rými, hjarta og huga. Þú munt ganga í gegnum óteljandi upplifanir. Það verður ekki langur tími, í hinu stóra samhenginu sé… en það sem þú munt finna, það verður óendanlegt.“
Og lífið hélt áfram:
„Þú munt upplifa allar þær tilfinningar sem til eru. Ekki aðeins eina af hverri tegund, heldur í mismunandi dýptum, litum og áttum.
Þú munt gráta og hlæja.
Þú munt sakna og elska.
Þú munt finna fyrir ótta, en líka fyrir hugrekki.
Þú munt sjá myrkrið, en þú getur lært að kveikja ljósið sjálf.“
Sálin fylltist af krafti og forvitni.
Með mjúku, ákveðnu hljóði sagði hún:
„JÁ! Ég vil fara, ég vil læra, ég vil finna lífið.“
En áður en hún fór, fékk hún eitt skilyrði.
Eina áminningu.
Lífið sagði við hana:
„Það er aðeins ein regla.“
„Það eina sem þú þarft að muna, er að temja hugann sem þér er gefinn. Því ef hugurinn fer að ráða öllu… ef hann snýr þér frá hjartanu þínu, frá þínum eigin sannleika… þá getur hann tekið völdin og þannig leitt þig á villigötur.“
Sálin samþykkti.
Hún sagði já, hún fór og hér er hún núna.
Í líkama, í tíma, í tilfinningum, í lífinu.
Stundum man hún. Stundum gleymir hún.
Stundum hrópar hugurinn og reynir að taka stjórn.
En alltaf býr minningin einhvers staðar djúpt í hjartanu:
„Ég valdi þetta.“
„Ég sagði já.“
„Og ég get sagt já aftur.“
💛
Og ef hún gleymir, ef hugurinn verður hávær, eða myrkrið verður of svart, þá má hún alltaf snúa inn á við og spyrja:
„Hvað segir ljósið mitt núna?“
Kærleikur
~Rósa Björk~