Steina

Steina MSc Physiotherapy/ Yoga teacher / love to run Þjálfari, jógakennari og nemi í sjúkraþjálfun á 5 ári. Býð upp á fjölbreytta þjónustu:
Fjarþjálfun.

Hef meðal annars starfað sem yogakennari, þjálfari og yfirþjálfari í Mjölni, hópkennari í Heilsuborg, jógakennari í jógastúdíó Ánanaustum, verið með fyrirtækjayoga, hreyfismiðju fyrir krakka, styrktarþjálfun fyrir íþróttafólk og námskeið fyrir konur með streitu og vöðvabólgueinkenni. Nýt þess sjálf að stunda alhliða hreyfingu og hef einstaklega gaman af því að prófa nýa hluti. Markmiðið er að verða heilsu hraust og með líkama sem kemur mér í ævintýri eins lengi og ég get. Ég á tvær dætur og það er mér mjög mikilvægt að vera fyrirmynd fyrir þær hvað varðar hreyfingu og lífstíl. Hef mikinn metnað fyrir því að hjálpa fólki að öðlast betri lífsstíl með hreyfingu, enda veit ég það af eigin skinni að hreyfing getur bætt lífsgæði og dregið úr heilsubrestum. Hef einnig fjölbreytta reynslu en þar má nefna, stoðkerfisvandamál, streitueinkenni, vefjagigt, andlega vanlíðan, þungaðar konur, nýbakaðar mæður, börn, aldraðir og íþróttafólk. Kvenna kraftur, mjaðmaliðkunn eða sérhannað fyrir þig
Einkaþjálfun og hópþjálfun Á Hilton Reykjavík Spa og í Mjölnir MMA

Vertu í sambandi og við finnum bestu lausnina fyrir þig.

Þessi týpa var og er hressust á fjöllum. 🏃‍♀️⛰️🏃‍♀️⛰️
25/01/2025

Þessi týpa var og er hressust á fjöllum.
🏃‍♀️⛰️🏃‍♀️⛰️

Fjöllin hafa alltaf kallað ⛰️🏃‍♀️Þegar ég var táningur dreymdi mig um Alpana. En fjöllin voru fjarlægur draumur. Ég var ...
30/09/2024

Fjöllin hafa alltaf kallað ⛰️🏃‍♀️
Þegar ég var táningur dreymdi mig um Alpana. En fjöllin voru fjarlægur draumur. Ég var með slæmann astma og átti mjög erfitt með að þramma upp brekkur, hvað þá fjöll.

Aldrei hefði ég þorað að láta mér dreyma um að hlaupa um fjöllin. Hvað þá Slóvensku Alpana.

Littla gleðin að geta þetta ❤️

Bakgarður 102 km/ 15 hringir Hvernig súmmerar maður svona dag upp? Veðrið, fólkið, hausinn …þetta var einhver rosalegast...
19/09/2023

Bakgarður 102 km/ 15 hringir

Hvernig súmmerar maður svona dag upp?
Veðrið, fólkið, hausinn …þetta var einhver rosalegasta upplifun sem ég hef farið í gegnum.

Planið mitt var að koma mér fyrir aftarlega í startinu til að ég færi örugglega rólega. Amk fyrstu hringina. Gekk mjög vel og var jafnvel full rólegt til að byrja með.
Í hring 3 fór ég að finna undarlega verki í mjöðmum. Aldrei fundið svona verki áður og mjög stressandi að finna þá svona snemma. Prófaði að gefa aðeins í og þá skánuðu verkirnir. Fattaði þá að í beljandi rigningunni og rokinu var ég í buxum hönnuðum til að halda kulda 🤦‍♀️ ég var blaut í gegn og ískölld. Ákvað því að hraða í gegnum þennan hring og skipta um buxur.
Að skipta um buxur rennandi blautur, með þreytta fætur, í þröngu tjaldi og í tímaþröng er ekkert grín! Það var næstum erfiðara en að hlaupa hringina 😂. En klárlega þess virði og lífið batnaði, amk í smá stund.
Næstu hringir liðu í einhverri leiðslu. Hlaupa, setjast, borða, flautað aftur í start og aftur að hlaupa. Leið alltaf vel í skóginum en við Elliðavatn varð lífið erfitt. Rok og rigning í fangið og með því alltaf verkir í fótum. Alltaf efaðist ég þarna um framhald. En alltaf stóð maður upp og fylgdi fjöldanum að rásmarki.
Mér gekk líka ágætlega að teika fólk sem ég vissi að hefði reynslu eða ætlaði sér langt. Þá g*t ég slökt aðeins á heilanum og bara hlaupið áfram. Fannst samt fyrrihluti hringsins alltaf erfiður og misti stundum af, en gaf í og náði fólki í seinni hlutanum. Þegar rokið fór að lægja varð parturinn við Elliðavatn meira að segja ágætur. Á þeim parti eru 3 brýr sem urðu einhverskonar heilaleikfymi. “Komin yfir fyrstu, bara 2 eftir. Sco ertu komin heim”. -já tjaldstóllinn var “heim” í hausnum á mér. Þar sat ég örfáar mín á milli hringja. Fylgdist með pró liðinu í kringum mig hvernig þau vissu alltaf nákvæmlega hvað þau ætluðu að nýta pásuna í og undirbjuggu næstu. -fannst ég algjör amatör í mínu brasi.
Í 6 eða 7 hring (eða fyrr, ég var nett rugluð þarna) komu vinnufélagar mínir að hvetja. Náði lítið að heilsa, en ég hágrét að finna stuðninginn. Þvílíkt sem ég fann kraft frá þeim.
Í hringnum á eftir það (eða fyrir?) rakst ég à Rúnu þjálfara sem gaf líka ofurkraft. Næstu hringir voru þægilegir. -og það meira að segja hætti næstum að rigna örstutt 😆
8-undi hringur kláraðist og Sara kom með Líf. Það var svo gott að sjá þær. Og vá! Barnið mitt var einhver besti liðstjóri sem fyrir fynnst. Þvílík hjálp! Þótt ég kynni ekkert að nýta hana haha. En hún var með allt á tæru!
Hringur 9 (eða 10 🤯) að byrja og Þórir var mættur. Svo gott að stela faðm og kossi.

Hringur 11! Bað Líf að hafa tilbúinn ullarbol og jakka þar sem ég hafði aldrei skipt og orðin mjög kölld. Fór töluvert hraðar af stað og vildi hafa góðan tíma í pásu. Rétt komin 2km inn í hringinn og ég fann eitthvað losnaði á littlu tá. Skerandi sársauki og g*t ekki stigið í fótinn. Hélt þetta væri búið þarna. Kom mér haltrandi út á götu þar sem ég reif mig úr skó og sokk. Þá hafði nöglin dottið af og var að skerast í blöðru. Náði að ýta nöglinni til og þrýsta á blöðruna og losa um þrýsting. Ætlaði ekki að láta littlu tá skemma hlaupið fyrir mér!! En þarna fóru margar mikilvægar mín. Það er líka ekkert grín að beygja sig niður í kolniðamyrkri og beljandi rigningu eftir að hafa hlaupið tæplega 80km. Fæturnir voru ekki til í þessa liðleika þjálfun og fingurnir of kaldir til að reyma skóna. En þetta hafðist! Fyrstu skrefin voru sár en svo vandist það og ég gaf vel í. Var samt skíthrædd við tánna og að þetta væri búið. Þarna hringdi ég í mömmu sem var með Lukku. “Áfram mamma” frá Lukku og þá var ekkert í boði nema að þurrka tárin og harka af sér. Náði meira að segja í mark á betri tíma en í mörgum öðrum hringjum. Bað Líf að finna hælsærisplástra og sokka fyrir næsta hring. Í næsta hring hótuðu tærnar á hinum fætinum 😫, greinilega komið mikið af blöðrum í allri bleytunni. Fékk Þóri til að græja með mér fæturna á mér í næstu pásu. Ótrúlegt hvað þurrir sokkar geta gert fyrir mann …líka þótt þeir verði blautir e. 5mín.

Svo voru allt í einu bara 3 hringir eftir …2 hringir eftir. Þá leið mér vel og var að spá í 16 hring! En hausinn var á 15 hringjum og í síðasta fann ég að þetta var komið gott. Hafði líka alveg gleymt að skipta um bol/ jakka allan tíman og var líklega orðin hættulega köld.
En að koma í mark. 100 km! Ég trúði þessu eiginlega ekki. Síðasta km var ég hlaupandi á sæmilegum hraða. Man ég hugsað hvernig í ósköpunum líkami minn væri bara að gera þetta! Allar tilfinningarnar, réð ekki við tárin og vissi ekkert hvernig ég ætti að vera. Líf, Þórir og Sara voru í markinu sem gerir þetta allt enn sætara. Hversu heppin getur ein kona verið ❤️
Svo er það allt samferðafólkið í þjáningunni, vá hvað ég er ykkur öllum þakklát. Við gátum þetta! Við gerðum þetta! 💪

Þetta var “hlaupið” í sumar. Þótt ég hafi varla sagt það upphátt fyrr en í bláendann. 100km eru ekki hlaupnir án undirbúnings og eg gæti ekki hafaverið heppnari. Byrjaði í ultrahóp Náttúruhlaupa í byrjun árs þar sem ég naut þess að drekka í mig fræðslu frá Rúnu og Elísabetu. Hélt svo áfram hjá Rúnu eftir Laugavegshlaupið þar sem ég hafði laumað að henni þessu brjálaða markmiði. Undirbúningur gekk ágætlega, þurfti samt oft að hugsa í lausnum til að koma hlaupunum fyrir. En held það hafi bara styrkt hausinn. Toppurinn í planinu var 5 tinda hlaup í Mosó, þar gerðist eitthvað uppgrate í hausnum og eftir það vissi ég að ég væri tilbúin.💯 Var líka ómetanlegt að vera með þjálfara sem hafði alltaf trú á mér þótt þetta væri brjálað plan.

Astmaþrek Fyrir einstaklinga með astma (eða td. slík einkenni eftir Covid).  8 vikna námskeið, kennt 1x í viku og hentar...
03/10/2022

Astmaþrek

Fyrir einstaklinga með astma (eða td. slík einkenni eftir Covid).
8 vikna námskeið, kennt 1x í viku og hentar því vel með annarri hreyfingu.

Markmiðið er fyrst og fremst að þáttákendur öðlist færni til að njóta hreyfingar og áhugamála án astma einkenna.

Skráning:
https://vivus.is/collections/frontpage/products/astmathrek

8 vikna námskeið sem byrjar á mánudaginn 3.október. Tímasetning: Mánudögum kl.16. Staðsetning: Vivus þjálfun, Langholtsvegur 111. Steinunn Þórðardóttir sjúkraþjálfari og þjálfari leiðir tímana og hefur reynslu af þjálfun einstaklinga með astma. Styrktar- og þrekþjálfun fy...

Öndunarfæravöðvar -Aka, vöðvar sem sinna öndun. Sjá fyrst of fremst um að breikka og draga saman brjóstkassa til að stuð...
02/10/2022

Öndunarfæravöðvar -Aka, vöðvar sem sinna öndun.

Sjá fyrst of fremst um að breikka og draga saman brjóstkassa til að stuðla að góðum loftskiptum í lungum.

Afhverju ætti man að vilja styrkja þessa vöðva?
Vel þjálfaður vöðvi hefur minna fyrir hverri hreyfingu sem hann þarf að vinna. Vinnan verður skilvirkari. Þetta gerist bæði með taugaþjálfun (heilinn verður betri í að prógramma hreyfingar) og hypotrophy, eða vöðvinn stækkar.

Að þjálfa þessa vöðva getur hjálpað fólki með astma að líða betur og hreyfa sig án óþæginda og draga úr astmakösum.

Að þjálfa þessa vöðva getur líka hjàlpað úthaldsíþróttafólki að afkasta meira.

Ef þú vilt sjá hvaða vöðva um ræðir og tillögu að æfingu, flettu þá myndunum.

Þekkir þú einhvern sem gæti nýtt sér þessar upplýsingar?

✨Sérhönnuð fjarþjálfun fyrir konur✨4 vikur  að bættri heilsu, hreyfifærni og losa um streytu💪🙏Enginn búnaður og engin re...
02/09/2022

✨Sérhönnuð fjarþjálfun fyrir konur✨
4 vikur að bættri heilsu, hreyfifærni og losa um streytu💪🙏
Enginn búnaður og engin reynsla nauðsynleg.

👉 Þetta er fyrir ykkur sem vantar að koma ykkur af stað og viljið gera það á ykkar tíma í ykkar rými en þó með aðhaldi frá þjálfara. Áherslan er á að læra á sinn líkama og njóta þess að hreyfa sig óháð útliti. Enda kemur hreysti í öllum stærðum og gerðum. Styrkum vel grunnstoðir líkamans og byggjum á skynsamlegan hátt upp hreysti fyrir lífið.

💯 Margar tekið námskeiðið aftur og aftur. Enda eru allar æfingar hugsaðar þannig að þú getir dregið úr eða aukið erfiðleika stig.

Lífstíðar aðgangur að lokuðum Facebook hóp með samfélagi kvenna eins og þér.

👉 Einn mánuður (4 vikur) á 4.900
👉3 mánuðir á 11.700 ef staðgreitt 💯.

Frekari upplýsingar og skráning í skilaboðum hér eða á stethord@gmail.com
Það er aldrei of seint að byrja.
Komdu og vertu með 👯‍♀️

Þótt að Covid sé svo gott sem búið þá held ég að fjarþjálfun sé komin til að vera. Að minnsta kosti að einhverju marki. ...
05/08/2022

Þótt að Covid sé svo gott sem búið þá held ég að fjarþjálfun sé komin til að vera. Að minnsta kosti að einhverju marki.


Ekki misskilja mig, ég elska að bæði æfa og þjálfa í hóp. Ég var líka mjög skeptísk á þetta format af þjálfun í byrjun. Gæti ég raunverulega skilað góðri og faglegri þjálfun til einstaklinga í gegnum app?


Það sem ég hef lært á þessum rúmlega tveim árum er að fjarþjálfun er einstaklega valdeflandi fyrir einstaklinga. Einstaklingar læra enn hraðar (og jafnvel betur) að treysta eigin líkama og sjálfu sér til leiðsagnar. Læra þannig hraðar að verða eigin meistarar og skilja hreyfingu út frá eigin líkama, sem í raun er alltaf markmið með allri þjálfun. Ég hélt ég þyrfti “hands on” leiðsögn til að ná þessum markmiðum. En ég gæti ekki hafa haft meira rangt fyrir mér.


Að auki er fjarþjálfun frábær í nútíma samfélagi, þar sem tími er oft af skornum skammti.


Auðvitað aldrei fyrir alla, sem betur fer erum við allskonar og þurfum því að finna hvað hentar okkur sjálfum ❤️🧡💛💚💙💜

Address

Reykjavik
Reykjavik
101

Telephone

+3546934173

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Steina posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Steina:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram