18/08/2016
// English below//
Það hryggir listamenn og handverksfólk Grýtunnar að tilkynna að við erum tilneydd til þess að hætta við Menningarnætur Manifesto sem átti að fara fram í Grýtunni nú í kringum Menningarnótt.
Hringt var í okkur frá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu og okkur var tilkynnt að okkur bæri skylda til að skella í lás fyrir áhugasömum listunnendum og blása viðburðinn af.
Eftir að hafa verið starfrækt síðastliðin fjögur ár, hýst tugi listmanna og handverkafólks, verið með opnar vinnustofur og hina ýmsu menningarviðburði þá getur Grýtan ekki lengur þjónað þessum tilgangi.
Við erum að vinna að því að finna nýjan stað til þess að geta haldið allavegana smá kveðjuhóf áður en skellt verður í lás. Við munum tilkynna það um leið og eitthvað liggur fyrir, en eins og áður verður listin höfð í fyrirrúmi!
Okkur þykir leitt að þurfa að aflýsa þessu svo skyndileg og biðjumst velvirðingar á því. Þetta er eitthvað sem verður ekki við ráðið.
En endilega hafið augu og eyru opin, Grýtan verður í miðbæ Reykjavíkur nú á Menningarnótt á einn eða annan hátt, við látum þetta ekki á okkur fá!
Manifesto.
-----
Grýtan studios are sorry and sad to announce that we have had to cancel the Menningarnótt Manifesto 4 day festival at Grýtan.
Following a very recent call, The Security and Fire department asked us to close our doors to the people, ART lovers and the onlookers definitively.
After 4 years of open doors, Art fair and Menningarnótt participation, Grýtan is not able to serve it's purpose anymore.
We are trying to come up with an alternative and will let you know as soon as possible.
The program will be close to the past one : sharing, discovering and experienced with you an Art event for Menningarnótt Saturday the 20th.
Therefore, we would like to apologise for the late cancellation. These were circumstances which were beyond our control and linked to bureaucracy elements.
But stay in touch, Grýtan will be somehow, somewhere around downtown this Saturday , with the same statement.
Manifesto.