16/09/2024
Þá er veturinn hjá HL-stöðinni kominn af stað! Fyrsti dagurinn í dag.
Það kom tilkynning í dag, hún hljóðaði svo: Vegna óviðráðanlegra ástæðna munu hóparnir AB, C og DF aðeins æfa á miðvikudögum um óákveðinn tíma.
Biðjumst við velvirðingar á því að ef einhverjir sem mæta ekki í þessari viku komi á mánudaginn næsta og vita ekki af þessu, þá fara þeir fýluferð. En þannig verður það bara að vera.
Hvet alla til þess að vera duglegir að hreyfa sig.
Fara út að ganga á meðan færð leyfir
Ganga í boganum
Gera léttar æfingar heima
Nýta sér útvarpsleikfimina
Bara svona til þess að nefna nokkur dæmi. Auglýsum svo með fyrirvara þegar mánudagstímarnir geta farið af stað aftur.
Þolprófin byrja í næstu viku, einnig stig I og II
Starfsfólk HL