Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingur sem veitir sálrænan stuðning og ráðgjöf Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

Velkomin(n) á síðuna mína! Ég heiti Katrín Ösp og starfa sem hjúkrunarfræðingur á Akureyri. Ég veiti, meðal annars, sálrænan stuðning og ráðgjöf í kjölfar áfalla, samúðarþreytu, sorgarúrvinnslu og langvarandi veikinda.
Ég útskrifaðist með B.Sc í Hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2012, auk þess sem ég hef lokið margvíslegum námskeiðum og áföngum frá þeim skóla m.a. Krabbamein og líknandi meðferð árið 2014, Family Nursing Externship Workshop árið 2018, Áföll og ofbeldi árið 2020 og Human Sexuality árið 2020. Undanfarin ár hef ég starfað hjá Krabbameinsfélaginu og þjónað einstaklingum og fjölskyldum sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma. Nú starfa ég hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni þar sem ég mun veita ráðgjöf og stuðning auk þess sem ég mun halda utan um hin ýmsu námskeið á vegum stofunnar. Allar upplýsingar um Heilsu og sálfræðiþjónustuna er að finna hér: https://heilsaogsal.is/

23/04/2025
21/03/2024
Langar þig að vita hvort þú sért með einkenni samúðarþreytu, samúðarsáttar, kulnunar eða annarsstigs áfalla í tengslum v...
12/11/2022

Langar þig að vita hvort þú sért með einkenni samúðarþreytu, samúðarsáttar, kulnunar eða annarsstigs áfalla í tengslum við starfið þitt? Þá er hér próf sem þú getur tekið (reyndar á ensku, en ég mæli með þessari heimasíðu), aðeins 30 spurningar og þú færð svarið strax :)

Elements, Theory, and Measurement

Tímar lausir í ágúst :)
27/07/2022

Tímar lausir í ágúst :)

Bókaðu tíma í hvað sem er hjá uppáhalds fyrirtækjunum þínum, hvenær sem er og hvar sem er inni á noona.is eða Noona appinu.

Það losnuðu tímar í næstu viku :)
24/04/2022

Það losnuðu tímar í næstu viku :)

Bókaðu tíma í hvað sem er hjá uppáhalds fyrirtækjunum þínum, hvenær sem er og hvar sem er inni á noona.is eða Noona appinu.

Ég og Hildur Inga sögðum aðeins frá starfinu okkar hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni í Föstudagsþættinum á N4 :) Það er ...
22/01/2022

Ég og Hildur Inga sögðum aðeins frá starfinu okkar hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni í Föstudagsþættinum á N4 :)
Það er velkomið að senda fyrirspurnir á katrin@heilsaogsal.is og svo er einnig hægt að bóka tíma inn á
https://www.noona.is/is/wwwheilsaogsalis :)

www.heilsaogsal.is

https://www.youtube.com/watch?v=-uxkq24b-Qk

Katrín Ösp Jónsdóttir Verkefnastjóri, hjúkrunarfræðingur og Hildur Inga Magnadóttir, foreldra- og uppeldisráðgjafi og markþjálfi - ætla að ræða námskeið f...

HLAÐVARP KRABBAMEINSFÉLAGSINSÞær Katrín Ösp Jónsdóttir og Regína Ólafsdóttir störfuðu saman að ýmsum verkefnum hjá Krabb...
07/07/2021

HLAÐVARP KRABBAMEINSFÉLAGSINS

Þær Katrín Ösp Jónsdóttir og Regína Ólafsdóttir störfuðu saman að ýmsum verkefnum hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Hér ræða þær á einlægan hátt um samstarfið og þau fjölbreyttu verkefni sem þær tókust á við sem ráðgjafar hjá félaginu. Þær ræða einnig um fræðslu sem þær þróuðu fyrir börn sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra og hvernig þær studdu við foreldra sem stóðu frammi fyrir því að sjúkdómurinn væri ólæknanlegur.

Katrín Ösp Jónsdóttir og Regína Óladóttir ræða um fræðslu sem þær þróuðu fyrir börn sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra og hvernig þær studdu við foreldra sem stóðu frammi fyrir því að sjúkdómurinn væri ólæknanlegur.

19/05/2021

Ein af uppáhalds núvitundaræfingunum mínum.
Fimman
Hjálpleg æfing til að kyrra hugann svo sem vegna kvíða og sorgar.
1. Ég anda. Leggðu höndina á bringu þér, dragðu andann djúpt inn um nefið, haltu niðri andanum, teldu upp í fimm. Andaðu frá út um munninn. Endurtaktu fimm sinnum.
2. Ég heyri. Beindu athyglinni að heyrninni og taktu eftir því sem þú heyrir. Segðu við sjálfa(n) þig ,,ég heyri í …t.d. umferðinni, ég heyri í vindinum….” gerðu þetta fimm sinnum.
3. Ég sé. Beindu athyglinni að sjóninni og taktu eftir því sem þú sérð. Nefndu fimm hluti sem þú sérð ,, ég sé lampa, ég sé sjónvarp”
4. Ég finn. Beindu athyglinni að því sem þú finnur. Nefndu fimm hluti sem þú finnur d. Ég finn fyrir höfuðverk, ég finn fyrir sófanum við líkama minn, ég finn mottuna undir fótum mér”.
5. Ég spenni og ég slaka. Beindu athyglinni að vöðvunum. Nefndu í huganum vöðva og segðu við sjálfa(n) þig ,,Ég spenni kálfavöðva, ég slaka á kálfavöðva, ég spenni magavöðva, ég slaka á magavöðvum, ég spenni axlavöðva., ég slaka á öxlum” Endurtaktu hverja æfingu fimm sinnum.

Ef einstaklingur er í kvíðakasti þá getur verið gott að byrja á sjóninni þ.e. Ég sé.... og fara svo í öndunina.

Address

Glerárgata 34, 2 Hæð Akureyri
Akureyri
600

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram