Markþjálfun- Katla

Markþjálfun- Katla Er kominn tími til að taka skref út fyrir þægindarammann? Ná lengra í lífinu og stuðla að

Hver er ég?
Ég heiti Katla Hildardóttir, Akureyringur í húð og hár, mamma, hjúkrunarfræðingur, ráðgjafi í starfsendurhæfingu, vinkona, kattareigandi og svo mætti lengi telja.
Ég lauk grunnn og framhaldsnámi í markþjálfun frá Profectus 2020-2021.
Ég er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur frá HA og hef starfað á geðsviði síðan 2009. En í janúar 2020 breytti ég til í starfi og starfa í dag sem ráðgjafi í Starfsendurhæfingu Norðurland og meðferðaraðili hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands samhliða því að sinna markþjálfun.
Það er því óhætt að segja að ég hafi mikla reynslu af því að vinna með fólki og aðstoða einstaklinga á viðkvæmum og erfiðum tímum í þeirra lífi.

Ég get hjálpað þér að læra að lesa í það sem skiptir þig máli og veitir þér ánægju og gleði.
Ég aðstoða þig við að komast lengra og fá meira útúr lífinu, ná markmiðum þínum og uppfylla drauma þína.
Ég hlakka til að sjá þig í markþjálfun :)

Undirrituð búin að uppfylla skilyrði fyrsta vottunarstig af þremur. Nú er bara áfram gakk og halda áfram að gera það sem...
27/04/2022

Undirrituð búin að uppfylla skilyrði fyrsta vottunarstig af þremur. Nú er bara áfram gakk og halda áfram að gera það sem ég elska, aðstoða aðra að verða besta útgáfan af sjálfum sér og uppfylla drauma sína.

Gleðilega hátíð kæru vinir. Ég er farin á fullt að bóka markþjálfunarsamtöl á nýju ári. Af hverju ekki að setja sjálfan ...
28/12/2021

Gleðilega hátíð kæru vinir. Ég er farin á fullt að bóka markþjálfunarsamtöl á nýju ári. Af hverju ekki að setja sjálfan sig í fyrsta sæti og gera árið 2022 enn betra?
Sjáumst í markþjálfun

15/12/2021

❤️❤️❤️

29/11/2021

Af hverju ekki að gefa markþjálfun í jólagjöf? Besta gjöf sem þú getur gefið manneskju og ég tala ekki um besta gjöf sem þú getur gefið sjálfum þér, fjárfestingu í heilsunni og andlegum vexti. Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar :)

3. geðorðið "Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir". Undirrituð heldur áfram að klifra markþjálfunarstigann og hefu...
15/11/2021

3. geðorðið "Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir". Undirrituð heldur áfram að klifra markþjálfunarstigann og hefur nýverið lokið framhaldsnámi í markþjálfun ásamt réttindum í NBI hugsniðsgreiningum. Spennandi tímar framundan og fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Einnig færir litla markþjálfunarstofan sig um set og verður framvegis með aðstöðu á Læknastofum Akureyrar. Ég hlakka til að taka á móti ykkur í markþjálfun, með enn fleiri verkfæri í kistunni og á nýjum stað.
Áfram verður bókað í gegnum skilaboð hér á facebook eða í síma 869-9503.
Hlakka til að sjá ykkur í markþjálfun.

04/10/2021

Umsögn markþega;
"Katla mætir manni af hlýju, er góður hlustandi og gefur manni gott rými. Hún er einlæg og hefur trausta nærveru. Hún er vel undirbúin og fagleg. Hún hjálpar manni að halda athygli og ná fram því sem maður raunverulega vill fá út úr tímanum og ég fer alltaf heim með verkefni sem ég raunverulega vill vinna eftir viðtalstímana. "

05/09/2021

Sælir kæru vinir.
Undirrituð óskar eftir einstakling sem hefur áhuga á 30 mín markþjálfun frítt en í staðin megi taka viðtalið upp og senda það til prófdómara til einkunnar (fullur trúnaður að sjálfsögðu)

29/07/2021

Nú styttist í að undirrituð mæti aftur til vinnu eftir sumarfrí og hlakka ég til að taka á móti ykkur aftur í markþjálfun, auðvelt að panta tíma hér í gegnum messenger eða síma 8699503.
Kv Katla

Þessi mynd þarf ekki nein orð.
24/06/2021

Þessi mynd þarf ekki nein orð.

07/04/2021

Af hverju ættir þú að koma í markþjálfun?
-Þú færð svörin við spurningum þínum
-Þú finnur jafnvægi, í einkalífi og starfi
-Þú eykur afköst og virkni
-Þú nærð markmiðum þínum
og allt sem þú vilt skoða nánar eða vinna með

Það er mikilvægt að ná stjórn á hugsunum sínum og skilja hversvegna þessar hugsanir eru þarna, hvaðan þær koma og af hverju þær stjórnast svona í þér.
Það er einnig mikilvægt að skoða og skilja af hverju við gerum það sem við gerum, af hverju gengur okkur illa að ná markmiðum okkar eða finna jafnvægi milli einkalífs og atvinnu. Af hverju ættiru ekki að fjárfesta í sjálfum þér, fá ný verkfæri til að auka afköst og vellíðan?

Hægt að bóka tíma með því að senda skilaboð hér á síðunni eða hringja í s:869-9503
Sjáumst í markþjálfun 😊

Fannst þessi lesning hitta beint í mark. Loforðin sem við gefum okkur sjálfum eru dýrmætustu loforðin sem við gefum en e...
14/03/2021

Fannst þessi lesning hitta beint í mark. Loforðin sem við gefum okkur sjálfum eru dýrmætustu loforðin sem við gefum en einhverra hluta vegna finnst mörgum sjálfsagt að svíkja þessi loforð. En af hverju og hvaða áhrif hefur það?
Það grefur undan sjálfsvirðingu okkar sem hefur einnig áhrif á sjálfstraustið.
Þetta er eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í vinnu með mínu fólki.
Sjáumst í markþjálfun ❤

10/02/2021

Orka og orkustjórn er mér mjög hugleikin. Því ef orkan okkar er mikil afköstum við meira og okkur líður vel! Það getur verið gagnlegt að spyrja sig nokkra spurninga þessu tengt. - Af hverju virðast sumir geta haldið endalaust áfram meðan aðrir halda varla augunum opnum fram að hádegi? - Hvernig geta sumir haldið athygli endalaust meðan aðrir ná varla
að halda uppi einföldum samræðum? - Af hverju búa sumir yfir takmarkalausu jafnaðargeði meðan aðrir verða pirraðir við minnsta tilefni?
Þetta tengist allt orkubúskap okkar á einn eða annan hátt. Hvað getum við gert til að fylla okkur orku svo við ráðum við áskoranir dagsins? Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum sem markþjálfun getur hjálpað þér við. Það er staðreynd að þeir sem hafa mikla orku hafa yfirleitt meiri vilja til verkefnanna en þeir sem hafa litla orku. Með réttri orkustjórn kemstu lengra, afkastar meiru og nýtur þeirra verkefna betur sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú verður bjartsýnni, orkumeiri, ferskari og jákvæðari. Hvernig hljómar það sem útkoman á réttri eða bættri orkustjórn? Sjáumst í markþjálfun 😊

Address

Læknastofur Akureyrar
Akureyri
600

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3548699503

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Markþjálfun- Katla posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Markþjálfun- Katla:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category