25/11/2025
Í október tókum við þátt í verkefni Kópavogsbæjar þar sem þau voru með heilsuviku fyrir starfsfólk til að stuðla að andlegri og líkamlegri heilsu hvers starfsmanns. Boðið var upp á fræðslutorg þar hægt var að nálgast fræðsluerindi. Heilsu- og sálfræðiþjónustan átti þrjú erindi þar inni í formi rafrænna fyrirlestra.
Það var afar ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni, vel gert Kópavogsbær! 👏
Heilsuvika starfsfólks Kópavogsbæjar fór fram vikurnar 21. - 30. oktober.
Kópavogsbær vill stuðla að góðri heilsu, vitund og hreysti starfsfólk sbr. áherslur í okkar mannauðsstefnu. Eitt af leiðarljósunum er að hjá Kópavogsbæ sé “Gott að vera" og heilsuvikurnar eru einmitt eitt verkfæri til þess þar sem lögð er áhersla á forvarnir sem hlúa að andlegri og líkamlegri líðan hvers og eins starfsmanns.
Í heilsuvikunum bauðst fræðsla á Fræðslutorginu um starfsánægju, tilfinningagreind, streitu og liðkandi æfingar – allt sem styrkir okkur í daglegu starfi. Því vorum við mjög glöð að sjá þessa miklu þátttöku og ber það vitni um mikilvægi átaksins. Segir Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri.
Fræðsluerindin voru fjölbreytt og með það að markmiði að hlúa að starfsfólkinu.
✅ Aukið starfsánægju og byggt upp sterkari liðsheild
✅ Þjálfað tilfinningagreind og valdeflingu til að ná betri árangri í vinnu
✅ Tekið á streitu og fundið leiðir til að halda jafnvægi
✅ Bætt líkamlega heilsu með einföldum æfingum sem henta öllum
Þau sem horfðu á fræðsluefnið fóru sjálfkrafa í pott og hér má sjá hluta af okkar öfluga og fræðslufúsa starfsfólki sem dregið var úr pottinum ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, Sigríði Þrúði Stefánsdóttur, mannauðsstjóra og Auði Þórhallsdóttur mannauðsráðgjafa en hún er skipuleggjandi Heilsuvikunnar.
Verðlaunin voru einstklega glæsileg og til þess fallin að stuðla að aukinni hreyfinu og bættri heilsu. Við viljum því koma á framfæri einstökum þökkum til; Katlafitness, GoMove hópþjálfun og netþjálfun, Sporthúsið, Boot Camp fyrir passa í þeirra stöðvar og MS fyrir Hleðsluna.