Heilsu- og sálfræðiþjónustan

Heilsu- og sálfræðiþjónustan Fagfólk Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar veitir vandaða heilbrigðisþjónustu fyrir breiðan hóp fólks. Símtatími kl. 9-12:00 alla virka daga. kvíða og þunglyndis.

Fyrirspurnir -> https://www.heilsaogsal.is/hafa-samband
Bókanir -> https://www.heilsaogsal.is/noona Heilsu- og sálfræðiþjónustan veitir almenna sálfræðiþjónustu eins og greiningar og meðferð tilfinningavanda s.s. Við sérhæfum okkur í meðferð og stuðningi fyrir þá sem hafa upplifað áföll og takast á við áfallastreituröskun, langvarandi streitu, kulnun og afleiðingar álags. Auk sálfræðiþjónustunnar erum við með heilsuteymi og vinnum að heilsueflingu með þeim sem takast á við langvinn veikindi og þurfa samsetta meðferð. Við veitum einnig fjölskyldumeðferð, foreldraráðgjöf, og markþjálfun. Opið er fyrir símtöl á milli kl. 9-12 alla virka daga, utan þess sendið tölvupóst á mottaka@heilsaogsal.is.

31/12/2025

Gleðilegt nýtt ár! ✨

Þökkum skjólstæðingum og samstarfsfólki samfylgdina á árinu sem er að líða. ❤

Væntingar um að jólin eigi að vera á ákveðinn máta (kannski jafnvel fullkomin), geta líka ýtt undir vonbrigði og sársauk...
22/12/2025

Væntingar um að jólin eigi að vera á ákveðinn máta (kannski jafnvel fullkomin), geta líka ýtt undir vonbrigði og sársauka. Kröfur um fullkomnun og streitan sem þeim fylgir hefur slæm áhrif á okkur öll, líka börnin okkar.

En hvað þá,- getum við gert eitthvað öðruvísi?
Inga Dagný nefnir hér nokkur atriði sem hún trúir að skipti miklu máli í því að draga úr streitu og ofurálagi um jólin. 🎁

Það þarf ekki að gera “allt” fyrir jólin en það sem við gerum þarf að vera okkur mikilvægt og endurspegla það hver við viljum vera. Það er okkar val og okkar ábyrgð að velja það sem skiptir raunverulegu máli fyrir okkur sjálf.

19/12/2025

Við óskum ykkur öllum hjartaróar um hátíðirnar 🕯❤️

Við þökkum skjólstæðingum okkar og samstarfsfólki samfylgdina á árinu sem er að líða ✨

Lokað verður í móttöku stofunnar á milli jóla og nýárs.
Opnun aftur 2. janúar.

🎄❤️ Kærleikshvatning fyrir þig inn í jólahátíðina
17/12/2025

🎄❤️ Kærleikshvatning fyrir þig inn í jólahátíðina

Nýr pistill frá Elsa Heimisdóttir ráðgjafa í mannauðsmálum hjá Heilsu- og sál ✍️✨
13/12/2025

Nýr pistill frá Elsa Heimisdóttir ráðgjafa í mannauðsmálum hjá Heilsu- og sál ✍️✨

Í minni samfélögum eru mörk milli vinnu og einkalífs oft óskýrari en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk og stjórnendur þekkjast í gegnum fjölskyldutengs

Eins dásamleg og jólin eru þá getur aðdragandinn verið stressandi fyrir marga. En hvernig getum við notið jólanna með ró...
12/12/2025

Eins dásamleg og jólin eru þá getur aðdragandinn verið stressandi fyrir marga. En hvernig getum við notið jólanna með ró?

Þá er gott að vinna með góðu fagfólki sem getur gefið mér ráð sem ég ætla að deila með ykkur 🎄

Eins dásamleg og jólin eru þá getur aðdragandinn verið stressandi fyrir marga. En hvernig getum við notið jólanna með ró? Þá er gott að vinna með góðu fagfólki sem getur gefið mér ráð sem ég ætla að deila með ykkur.

📣 Nýjasta viðbótin í teymið okkar hjá H&S!Elsa Heimisdóttir er menntaður mannauðstjórnandi og sinnir nú í auknum mæli rá...
05/12/2025

📣 Nýjasta viðbótin í teymið okkar hjá H&S!

Elsa Heimisdóttir er menntaður mannauðstjórnandi og sinnir nú í auknum mæli ráðgjöf hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Hún hefur starfað sem mannauðsstjóri og setið í framkvæmdastjórnum hjá ólíkum fyrirtækjum frá árinu 2000. Elsa hefur auk þess unnið að fjölbreyttum vinnustaðatengdum verkefnum fyrir Heilsu- og sálfræðiþjónustuna frá stofnun hennar. Elsa býður nú upp á handleiðslu til stjórnenda, hópefli innan fyrirtækja, EKKO mat og úttektir á vinnustaðamenningu innan fyrirtækja með öðrum fagaðilum stofunnar. 🩵😁

Áhugasamir aðilar og fyrirtæki geta haft samband við 📩 mottaka@heilsaogsal.is til að fá viðtalstíma í ráðgjöf hjá Elsu.

Í október tókum við þátt í verkefni Kópavogsbæjar þar sem þau voru með heilsuviku fyrir starfsfólk til að stuðla að andl...
25/11/2025

Í október tókum við þátt í verkefni Kópavogsbæjar þar sem þau voru með heilsuviku fyrir starfsfólk til að stuðla að andlegri og líkamlegri heilsu hvers starfsmanns. Boðið var upp á fræðslutorg þar hægt var að nálgast fræðsluerindi. Heilsu- og sálfræðiþjónustan átti þrjú erindi þar inni í formi rafrænna fyrirlestra.

Það var afar ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni, vel gert Kópavogsbær! 👏

Heilsuvika starfsfólks Kópavogsbæjar fór fram vikurnar 21. - 30. oktober.

Kópavogsbær vill stuðla að góðri heilsu, vitund og hreysti starfsfólk sbr. áherslur í okkar mannauðsstefnu. Eitt af leiðarljósunum er að hjá Kópavogsbæ sé “Gott að vera" og heilsuvikurnar eru einmitt eitt verkfæri til þess þar sem lögð er áhersla á forvarnir sem hlúa að andlegri og líkamlegri líðan hvers og eins starfsmanns.

Í heilsuvikunum bauðst fræðsla á Fræðslutorginu um starfsánægju, tilfinningagreind, streitu og liðkandi æfingar – allt sem styrkir okkur í daglegu starfi. Því vorum við mjög glöð að sjá þessa miklu þátttöku og ber það vitni um mikilvægi átaksins. Segir Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri.

Fræðsluerindin voru fjölbreytt og með það að markmiði að hlúa að starfsfólkinu.

✅ Aukið starfsánægju og byggt upp sterkari liðsheild
✅ Þjálfað tilfinningagreind og valdeflingu til að ná betri árangri í vinnu
✅ Tekið á streitu og fundið leiðir til að halda jafnvægi
✅ Bætt líkamlega heilsu með einföldum æfingum sem henta öllum

Þau sem horfðu á fræðsluefnið fóru sjálfkrafa í pott og hér má sjá hluta af okkar öfluga og fræðslufúsa starfsfólki sem dregið var úr pottinum ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, Sigríði Þrúði Stefánsdóttur, mannauðsstjóra og Auði Þórhallsdóttur mannauðsráðgjafa en hún er skipuleggjandi Heilsuvikunnar.

Verðlaunin voru einstklega glæsileg og til þess fallin að stuðla að aukinni hreyfinu og bættri heilsu. Við viljum því koma á framfæri einstökum þökkum til; Katlafitness, GoMove hópþjálfun og netþjálfun, Sporthúsið, Boot Camp fyrir passa í þeirra stöðvar og MS fyrir Hleðsluna.

Í þessari viku hefst hópastarf fyrir foreldra í Einstök börn-Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. ...
24/11/2025

Í þessari viku hefst hópastarf fyrir foreldra í Einstök börn-Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni 💜✨

Um er að ræða mæðrahóp og feðrahóp sem fagaðilar hjá okkur halda utan um. Frekari upplýsingar má nálgast hjá félagi Einstakra barna.

Hér er slóð til að skrá sig 👇Athugið að til að vera með þarf að vera félagsmaður í Einstökum börnum.

H&S fór í dag í Skagafjörð með fyrirlestur fyrir starfshóp 🩵
12/11/2025

H&S fór í dag í Skagafjörð með fyrirlestur fyrir starfshóp 🩵

Stórfréttir dagsins hjá H&S 👀💙Við undirrituðum samstarfssamning í dag við Einstök börn-Stuðningsfélag barna með sjaldgæf...
06/11/2025

Stórfréttir dagsins hjá H&S 👀💙
Við undirrituðum samstarfssamning í dag við Einstök börn-Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. ✨

Í lok nóvember fer af stað stuðningshópastarf fyrir foreldra barna með sjaldgæfa sjúkdóma hjá okkur. Hóparnir eru fyrir félagsaðila í Einstökum börnum, skráning verður auglýst inn á heimasíðunni þeirra -> https://www.einstokborn.is

Við hlökkum til samstarfsins!🥳

Hildur Inga Magnadóttir, foreldra og uppeldisfræðingur, með flottan pistil hjá Vikublaðið 📝🩵„Hættu þessu bulli, þú veist...
03/10/2025

Hildur Inga Magnadóttir, foreldra og uppeldisfræðingur, með flottan pistil hjá Vikublaðið 📝🩵

„Hættu þessu bulli, þú veist að þetta er rétt hjá mér. Þetta er svona og hættu nú!

Hvernig myndi þér líða ef vinnufélagi eða maki talaði við þig á þennan hátt? Hvaða tilfinningum myndir þú finna fyrir? Kannski reiði, depurð, særindum, brostnum vonum, ef til vill skömm. En hvernig heldur þú að barninu þínu liði ef þú talar við það á þennan hátt?.“

Hættu þessu bulli, þú veist að þetta er rétt hjá mér. Þetta er svona og hættu nú!Hvernig myndi þér líða ef vinnufélagi eða maki talaði við þig á þennan hát

Address

Glerárgata 34, 2. Hæð
Akureyri
600

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilsu- og sálfræðiþjónustan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram