Virk efri ár - Akureyri

Virk efri ár - Akureyri Heilsuefling á Akureyri fyrir eldri (60+) íbúa.

20/12/2025

Ráðleggingar embættis landlæknis um mataræði fyrir fullorðna og börn tveggja ára og eldri

18/12/2025

Inni á island.is eru upplýsingar um hvað eina sem tengist þriðja æviskeiðinu, svo sem heilsueflingu, réttindamálum og þjónustu.

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, eru bæði í stjórn Gott að eldast, og sögðu frá ýmsum verkefnum sem er unnið að þar í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Í Gott að eldast er gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi og fjölga þeim sem taka virkan þátt í samfélaginu. Á tímamótum nýs æviskeiðs er mikilvægt að búa sig vel undir það sem koma skal. Sum kvíða því að láta af störfum á meðan önnur fagna. Gott er að byrja snemma að sjá þetta tímabil fyrir sér og huga að því hvernig best verður að verja tímanum.

Við hvetjum ykkur til þess að hlusta á viðtalið við Þórunni og Ólaf og skoða síðuna "Að eldast" inni á island.is.

Búið er að opna upplýsingasímann 411 9191 fyrir málefni sem tengjast farsælli öldrun. Hann er opinn fyrir alla landsmenn.

Viðtalið hefst þegar 1 klukkustund og 10 mín eru liðnar af þættinum. Sjá hlekk á þáttinn í athugasemd og inn á síðuna á island.is.

Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í Virkum efri árum á árinu!  Við hlökkum til að sjá ykkur aftur í janúar. ❤️
17/12/2025

Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í Virkum efri árum á árinu!

Við hlökkum til að sjá ykkur aftur í janúar. ❤️

16/12/2025

Það verður mikið um að vera í Lystigarðinum á Akureyri síðdegis í dag og fram á kvöld, boðið á fjölskylduviðburðinn JólaStuð. Fjölbreytt dagskrá – jólabasar, jólasveinar, ókeypis veitingar, lúðrasveit og svo mætir sjálfur Páll Óskar á svæðið.

Frétt í fyrstu ummælum.

Ath. að þó að önnur dagskrá Virkra efri ára sé komin í jólafrí verður RINGÓ á sínum stað í Síðuskóla á morgun (mið. 17.1...
16/12/2025

Ath. að þó að önnur dagskrá Virkra efri ára sé komin í jólafrí verður RINGÓ á sínum stað í Síðuskóla á morgun (mið. 17.12) kl. 11.30!

15/12/2025

Okkur hjá Skógarböðunum langar að bjóða eldriborgurum að koma til okkar núna fyrir jólin og láta jólastressið líða úr sér. Eldri borgarar geta komið til okkar frá mánudeginum 15. til og með fimmtudagsins 18. desember, sér að kostnaðarlausu. Við hlökkum mikið til að hitta sem flesta í jólaskapi og óskum öllum gleðilegra jóla

Það er föstudagur á morgun (12.12) - og því síðasti dagurinn í Virkum efri árum á þessu misseri.Hvernig væri því að skel...
11/12/2025

Það er föstudagur á morgun (12.12) - og því síðasti dagurinn í Virkum efri árum á þessu misseri.

Hvernig væri því að skella sér í BADMINTON með Kristni Jónssyni í Íþróttahöllinni (aðalsal) kl. 11.00?

Á sama tíma (11.00) í aðalsal Íþróttahallarinnar er auðvitað POKAVARP. [Ath. að það er alltaf vel hægt að stytta völlinn, fyrir þá sem það vilja.]

Opinn tími í BLAK er á sama tíma (kl. 11.00) í Íþróttahöllinni.

Klukkan 12.00 hefst svo BOCCIA á sama stað.

Á morgun er fimmtudagur (11. desember):BORÐTENNIS í Íþróttahöllinni kl. 10.00. ATH.: ELVAR þjálfari mætir aftur á svæðið...
10/12/2025

Á morgun er fimmtudagur (11. desember):

BORÐTENNIS í Íþróttahöllinni kl. 10.00. ATH.: ELVAR þjálfari mætir aftur á svæðið í þennan síðasta tíma fyrir jólafrí.

STYRKTARÆFINGAR með Þorleifi í Baldvinsstofu í Hamri kl. 11.00.

BOCCIA í Íþróttahöllinni kl. 12.00.

Svo ljúkum við dagskránni á ljúfan hátt í KA-heimilinu kl. 14.00 á JÓGA með Arnbjörgu.

Á morgun (mið. 10. des.) er RINGÓ í Síðuskóla kl. 11.30.Svo er GÖNGUFERÐ, leidd af Sigurði H. Ringsted, með áherslu á FU...
09/12/2025

Á morgun (mið. 10. des.) er RINGÓ í Síðuskóla kl. 11.30.

Svo er GÖNGUFERÐ, leidd af Sigurði H. Ringsted, með áherslu á FUGLASKOÐUN sem hefst kl. 14.00 frá Sundlaug Akureyrar.

Í fyrramálið (þri. 9. des.) byrjum við kl. 9.00 á FRISBÍGOLFI í Boganum.Svo eru STYRKTARÆFINGAR með Önnu Hermannsdóttur ...
08/12/2025

Í fyrramálið (þri. 9. des.) byrjum við kl. 9.00 á FRISBÍGOLFI í Boganum.

Svo eru STYRKTARÆFINGAR með Önnu Hermannsdóttur kl. 11.00 á sínum stað í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu).

H.A.F.-JÓGA (slökun) með Arnbjörgu Kristínu hefst kl. 12.05 í Glerárlaug. (Ath. að greiða þarf fyrir aðgang að lauginni.)

Við endum svo dagskrána á mjög svo ljúfu STÓLAJÓGA með Arnbjörgu í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu) kl. 15.00.

Ath. að þetta er síðasti þriðjudagurinn í Virkum efri árum fyrir jólafrí, þannig að við hvetjum fólk endilega að mæta, hreyfa sig og hafa gaman saman! ❤️

Address

Íþróttahöllin
Akureyri
600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Virk efri ár - Akureyri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Virk efri ár - Akureyri:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram