Sjálfsrækt

Sjálfsrækt Fjölbreyttir hreyfi- og slökunartímar í boði til að auka velliðan og heilbrigði.

✨ Sjálfsrækt ✨
Staldraðu við – styrktu sjálfan þig 🌱
Hér finnurðu innblástur, hugmyndir og hvatningu til að efla sjálfsumhyggju, vellíðan og persónulegan þroska.

✨ Stakir tímar hjá Sjálfsrækt ✨Viltu gefa þér tíma fyrir þig  án skuldbindinga?Í Sjálfsrækt geturðu mætt í stakan tíma þ...
19/11/2025

✨ Stakir tímar hjá Sjálfsrækt ✨

Viltu gefa þér tíma fyrir þig án skuldbindinga?
Í Sjálfsrækt geturðu mætt í stakan tíma þegar þér hentar og fengið rými til að hlaða batteríin, slaka á og styrkja þig.

🌿 Engin langtímaskráning, þú ræður hraðanum.
🌿 Frábært tækifæri til að prófa áður en þú skráir þig á námskeið eða færð þér kort.
🌿 Aðgengilegt og persónulegt umhverfi sem styður þína vellíðan.

📅 Kíktu við í einn tíma, það gæti orðið fyrsta skrefið í átt að meiri ró, jafnvægi og sjálfsstyrk.

18/11/2025

„Hreyfing þarf ekki að fylgja áætlun til að vera ánægjuleg og sjálfbær. Hún getur verið hreyfingarinnar vegna og af fjölbreyttum toga,“ skrifar Guðrún Arngrímsdóttir meðal annars í heilsupistli vikunnar.

Pistill í fyrstu ummælum.

🌿 Gefðu þér tíma – stattu með þér 🌿Í annasömu lífi gleymist oft að hlusta á eigin líkama, hug og hjarta.Námskeiðin okkar...
14/11/2025

🌿 Gefðu þér tíma – stattu með þér 🌿

Í annasömu lífi gleymist oft að hlusta á eigin líkama, hug og hjarta.
Námskeiðin okkar í Sjálfsrækt gefa þér rými til að hlusta inn á við, næra orkuna og finna sterkari tengingu við þig.

✨ Lærðu að hlusta betur á líkamann, styðja hann og styrkja með rólegum og öflugum æfingum
✨ Eflstu í mildi, jafnvægi og vellíðan - hvort heldur sem er í hreyfitímum eða algjörri slökun
✨ Njóttu leiðsagnar fagfólks með áralanga reynslu í heilsu og sjálfsrækt

Hvort sem þú vilt endurnýja orkuna, læra að slaka djúpt eða styrkja líkamann, þá eru námskeiðin okkar góð leið til þess að standa fallega með þér. Kynntu þér námskeið Sjálfsræktar.

✨ Reyndu að hvetja þig áfram með væntumþykju frekar en með hörku. Nálgunin skiptir máli fyrir líðan og seiglu ✨
13/11/2025

✨ Reyndu að hvetja þig áfram með væntumþykju frekar en með hörku. Nálgunin skiptir máli fyrir líðan og seiglu ✨

Núvitund á mannamáli💚
10/11/2025

Núvitund á mannamáli💚

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

🌿 Það hefur aldrei verið mikilvægara að huga að vellíðan, styrkleikum og jafnvægi í lífi og starfi en einmitt núna.💡 Fyr...
10/11/2025

🌿 Það hefur aldrei verið mikilvægara að huga að vellíðan, styrkleikum og jafnvægi í lífi og starfi en einmitt núna.

💡 Fyrirlestrar Sjálfsræktar byggja á rannsóknum í jákvæðri sálfræði og heilsueflingu og henta jafnt fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum sem vilja styrkja starfsfólk sitt andlega, félagslega og faglega.

🎯 Hver fyrirlestur sameinar fræðslu, umræðu og hagnýtar aðferðir sem þátttakendur geta nýtt strax í daglegu lífi og starfi.

✨ Fyrirlestrarnir eru sérsniðnir að þörfum hópsins hverju sinni og henta bæði sem stakir viðburðir eða hluti af lengra fræðsluferli.

✨ Reyndu að taka eftir tilfinningunum þínum í dag án þess að dæma þær. Þær eru einfaldlega skilaboð – ekki eitthvað sem ...
05/11/2025

✨ Reyndu að taka eftir tilfinningunum þínum í dag án þess að dæma þær. Þær eru einfaldlega skilaboð – ekki eitthvað sem þarf að laga eða breyta ✨

🌞 Jóga vellíðan – 6 vikna næring fyrir líkama og sál🗓 12. nóvember - 19. desember📍 Ljúfar morgunstundirMildar jógaæfinga...
03/11/2025

🌞 Jóga vellíðan – 6 vikna næring fyrir líkama og sál
🗓 12. nóvember - 19. desember
📍 Ljúfar morgunstundir

Mildar jógaæfingar, slökun og hugleiðsla sem hjálpa þér að hlusta á líkamann og taka á móti deginum með ró.
Frábært fyrir alla sem eru að byggja sig upp – andlega eða líkamlega – og vilja meiri jafnvægi í lífið.

✔️ Sefar taugakerfið
✔️ Minnkar verki og eykur hreyfigetu
✔️ Styður við bataferli eftir streitu, kulnun eða veikindi

Gefðu þér ró og dýpri tengingu við þig 💛

🎃 Sjálfsrækt og Hrekkjavaka 👻Hrekkjavakan snýst oft um grímur, gervi og dulargervi. Við klæðumst búningum og breytum okk...
31/10/2025

🎃 Sjálfsrækt og Hrekkjavaka 👻
Hrekkjavakan snýst oft um grímur, gervi og dulargervi. Við klæðumst búningum og breytum okkur í eitthvað annað. En hvernig væri að nýta tækifærið til að horfa líka inn á við?

Sjálfsrækt snýst ekki um að fela sig heldur að leyfa raunverulegu sjálfinu að birtast. Það getur verið krefjandi að taka af sér „grímurnar“ sem við göngum með daglega vegna væntingar annarra, sjálfsgagnrýni eða ótta við að standa upp úr.

👉 Á þessari hrekkjavöku máttu spyrja þig:

Hvaða „grímu“ get ég tekið niður? Hvernig get ég látið glitta í meira af mér?
Á Hrekkjavöku máttu vera draugur, norn eða vampíra. En í Sjálfsrækt er markmiðið að vera eins og þú ert 🎭
Kannski er mesta hugrekkið ekki að mæta í hryllingsbúningi… heldur að mæta grímulaus í eigin lífi. ✨

✨ Veldu eitt sem gleður þig í dag – eitthvað sem þú gerir einungis til að sýna þér vinsemd. Það skiptir máli ✨
24/10/2025

✨ Veldu eitt sem gleður þig í dag – eitthvað sem þú gerir einungis til að sýna þér vinsemd. Það skiptir máli ✨

“Hvað ef styrktarþjálfun er ekki barátta heldur samtal við líkamann?Hvað ef hver æfing er ekki bara leið til að „laga“ þ...
23/10/2025

“Hvað ef styrktarþjálfun er ekki barátta heldur samtal við líkamann?

Hvað ef hver æfing er ekki bara leið til að „laga“ þig heldur tækifæri til að hlusta, styrkja og tengjast þér frá þeim stað sem þú ert á núna?

Við höfum lengi fengið þau skilaboð að við þurfum að vera öðruvísi en við erum, gera meira, vera sterkari, hraðari og úthaldsmeiri.

Hvað ef raunverulegur styrkur liggur í því að mæta sér með mildi og hlustun?”

Frétt í fyrstu ummælum

Guðrún Arngrímsdóttir

Address

Brekkugata 3
Akureyri
600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjálfsrækt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sjálfsrækt:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Sjálfsrækt

Sjálfsrækt býður uppá námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf um andlegt og líkamlegt heilbrigði og vellíðan. Unnið er út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar.

Lykilorð Sjálfsræktar eru hugur, líkami og heilbrigði sem vísar í þá heildrænu nálgun sem fyrirtækið stendur fyrir.

Konurnar á bak við Sjálfsrækt eru Guðrún Arngrímsdóttir og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir en þær hafa fjölþætta menntun og reynslu á þessu sviði.

Guðrún starfar sem einkaþjálfari og grunnskólakennari en hún er einnig með MA diplómu í Heilbrigði og heilsuuppeldi.