Sjálfsrækt

Sjálfsrækt Námskeiðn okkar byrja í næstu viku!

Sjálfsrækt fagnar 5 ára afmæli og við bjóðum þér að koma og gleðjast með okkur í Drift EA laugardaginn 24. janúar milli ...
23/01/2026

Sjálfsrækt fagnar 5 ára afmæli og við bjóðum þér að koma og gleðjast með okkur í Drift EA laugardaginn 24. janúar milli kl. 17 og 19.

Léttar veitingar í boði og notaleg stemning.
Allir eru hjartanlega velkomnir – núverandi, fyrrverandi og tilvonandi iðkendur, sem og vinir og velunnarar.

Hlökkum til að sjá ykkur og fagna þessum tímamótum saman 💚

23/01/2026

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun!

🌱 Mjög oft er sjálfsumhyggja að gera það sem er erfitt: Að mæta, jafnvel þegar það væri auðveldara að sleppa því. Vöxtur...
19/01/2026

🌱 Mjög oft er sjálfsumhyggja að gera það sem er erfitt: Að mæta, jafnvel þegar það væri auðveldara að sleppa því.

Vöxtur á sér stað þegar við skorum á okkur, hvort sem það er bara að mæta, leyfa sér að slaka eða skora á sig í hreyfingu. Hann gerist þegar við þorum fara út fyrir þægindarammann og treysta því að við getum oft meira en við höldum.

Sýndu þér sjálfsumhyggju með því að:

📅 mæta reglulega,
💪 styrkja líkamann,
🧠 og hlúa að taugakerfinu.

Það er Sjálfsrækt.

🌿 Sjálfsrækt er ekki staður þar sem þú kemur til að „gera meira“, heldur til að gera það sem þjónar líkamanum þínum. 🧭 H...
15/01/2026

🌿 Sjálfsrækt er ekki staður þar sem þú kemur til að „gera meira“, heldur til að gera það sem þjónar líkamanum þínum.

🧭 Hér lærirðu að hlusta á merkin og finna muninn á því að ýta á þig og styðja við þig.

Hreyfingin er meðvituð, styrkjandi og markviss og byggð upp af virðingu fyrir líkamanum. Þú ferð ekki út örmagna, heldur tengdari þér.

🌱 Það er Sjálfsrækt.

5 ára afmæli Sjálfsræktar 💚Við fögnum afmælinu okkar með frábærum tilboðum á kortum🤸‍♂️ 3 mánaða kort á 5 ára gömu verði...
13/01/2026

5 ára afmæli Sjálfsræktar 💚

Við fögnum afmælinu okkar með frábærum tilboðum á kortum🤸‍♂️

3 mánaða kort á 5 ára gömu verði - 32.500
5 skipta kort - 8.450

Komdu í Sjálfsrækt💚

Hefst í dag kl 13.10 💛
13/01/2026

Hefst í dag kl 13.10 💛

Jóga Nidra - Sjálfsrækt Yoga nidra er djúpslökun þar sem kennari leiðir iðkendur í hugleiðsluferðalag. Legið er á dýnum á gólfi, notast er við púða til stuðnings við líkamann og í boði er að nota teppi og augnhvílur. Hver tími er 60 mínútur. Námskeiðið hefst 13. janú...

✨ Góður svefn er grunnur að líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt skilið að sofa vel – settu það í forgang ✨
13/01/2026

✨ Góður svefn er grunnur að líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt skilið að sofa vel – settu það í forgang ✨

🙌 Námskeiðin okkar byrja í þessari viku!
12/01/2026

🙌 Námskeiðin okkar byrja í þessari viku!

👂 Líkaminn er alltaf að tjá sig en það er spurning hvort við séum að hlusta.Í Sjálfsrækt æfir þú þig í að:🚧 finna mörkin...
11/01/2026

👂 Líkaminn er alltaf að tjá sig en það er spurning hvort við séum að hlusta.

Í Sjálfsrækt æfir þú þig í að:

🚧 finna mörkin
🌀 taka eftir spennu
👂 hlusta eftir því sem þú þarft á að halda áður en líkaminn þarf að „öskra“
🤍 mæta þér á viðeigandi hátt fyrir þig

Þetta er færni sem nýtist langt út fyrir æfingasalinn.

Við kennum þér að vera í betra sambandi við eigin líkama, til lengri tíma. Skoðaðu tímatöfluna okkar og sjáðu hvað hentar þér.

✨ Það er Sjálfsrækt.

⚡ Við búum í heimi þar sem taugakerfið er oft í viðbragðsstöðu. Streita og álag safnast upp í líkamanum. 🧘‍♀️ Í Sjálfsræ...
09/01/2026

⚡ Við búum í heimi þar sem taugakerfið er oft í viðbragðsstöðu. Streita og álag safnast upp í líkamanum.

🧘‍♀️ Í Sjálfsrækt er Jóga Nidra hluti af ferðalaginu sem hjálpar líkama og huga að:

🌿 endurnærast
💨 leysa upp spennu
⚖️ koma á auknu jafnvægi á líkama og sál

Við þurfum öll að gefa okkur rými til þess að hvíla og hlaða batteríin. Jóga Nidra gerir það á markvissan hátt. Gefðu taugakerfinu þínu það sem það þarfnast.

👉 Námskeið í Jóga Nidra hefst í næstu viku. Kennt á þriðjudögum kl. 17:30

Í Sjálfsrækt nálgumst við hreyfingu af virðingu fyrir líkamanum. Hreyfing sem er:✨ meðvituð, 🎯 markviss 🧠 byggð á djúpri...
07/01/2026

Í Sjálfsrækt nálgumst við hreyfingu af virðingu fyrir líkamanum.
Hreyfing sem er:

✨ meðvituð,
🎯 markviss
🧠 byggð á djúpri þekkingu á líkama, taugakerfi og hreyfistjórnun

Við vinnum með styrk og liðleika samtímis 💪🤸

Ekki til að tæma þig, heldur til að byggja þig upp á góðan og sjálfbæran hátt. Hreyfingin á að styðja þig í daglegu lífi, auka getu líkamans og skapa jafnvægi, ekki skilja þig eftir örmagna.

Aðferðirnar sem við notum byggja á áralangri reynslu og fræðilegri nálgun þar sem gæði hreyfingar skipta meira máli en magn.

Hér er lögð áhersla á
🔗 tengingu
📐 nákvæmni
🧘 stöðugleika
⚙️ virkni

Þetta eru grunnþættir sem skapa raunverulegan styrk og aukna hreyfigetu til lengri tíma. Kíktu á vefsíðuna okkar og nældu þér í kort (www.sjalfsraekt.is)

🌿 Hreyfing sem nærir og styrkir. Það er Sjálfsrækt.

Address

Brekkugata 3
Akureyri
600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjálfsrækt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sjálfsrækt:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Sjálfsrækt

Sjálfsrækt býður uppá námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf um andlegt og líkamlegt heilbrigði og vellíðan. Unnið er út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar.

Lykilorð Sjálfsræktar eru hugur, líkami og heilbrigði sem vísar í þá heildrænu nálgun sem fyrirtækið stendur fyrir.

Konurnar á bak við Sjálfsrækt eru Guðrún Arngrímsdóttir og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir en þær hafa fjölþætta menntun og reynslu á þessu sviði.

Guðrún starfar sem einkaþjálfari og grunnskólakennari en hún er einnig með MA diplómu í Heilbrigði og heilsuuppeldi.