29/12/2022
📣‼️ATH. BREYTINGAR HJÁ FÓTAAÐGERÐASTOFU AKUREYRAR! ‼️
Hér fyrir neðan koma nokkrir mikilvægir punktar varðandi næstu vikur hjá Fótaaðgerðastofu Akureyrar
Nú eru miklar breytingar framundan, ég (Hildur), tók þá ákvörðun nú á dögunum að flytja stofuna mína. Viðveran í Sunnuhlíð hefur verið dásamleg, en eins og flestum er kunnugt þá standa þar yfir miklar breytingar, sem hafa í för með sér að aðgengi er orðið mjög skert, mikil hávaðamengun, mikið ryk og fleira sem ekki er boðlegt fyrir viðskiptavini mína og vinnuumhverfi mitt, auk þess höfum við ekki langtímaleigusamning.
Mér bauðst herbergi í Frostagötu 1, en þar starfa flottir fagaðilar, m.a. heilsunuddarar, sjúkranuddari og kírópraktorar. Húsnæðið ber nafnið Niðavellir. Þessa dagana er ég að standasetja herbergið þar. Ég hlakka mikið til að byrja að starfa þar! Aðgengi að húsinu er mjög gott fyrir alla, bílastæði beint fyrir utan, og stofan er á jarðhæð.
Eva Dögg mun koma til með að vinna í Sunnuhlíð í janúar (skýrist betur síðar), og frekari upplýsingar, td. nýtt símanúmer hjá Evu kemur síðar. 🥰
Eins og mörgum er kunnugt opnaði ég stofuna undir nafninu Fótaaðgerðastofa Akureyar, með símanúmerið 830-1234 í janúar 2019 og ég mun halda því óbreyttu (á meðan hlutirnir hjá Evu skýrast betur verður hægt að hafa samband við mig hér eða símleiðis og ég kem skilaboðum áleiðis til hennar)
Gjafabréf sem seld hafa verið til dagsins í dag verður hægt að nota bæði hjá mér og hjá Evu.
Með öllum þessum upplýsingum langar mig að þakka ykkur kæru viðskiptavinir fyrir þolinmæðina varðandi flutninga hjá mér, ég er loksins komin í langtímaleigu og ég hlakka til að taka á móti ykkur í Niðavöllum, Frostagötu 1. ❤️
Ég mun að koma til með að senda sms eða hringja í viðskiptavini mína og láta vita af breytingum ☺️
Á sama tíma langar mig að þakka fyrir viðskiptin á árinu, og hlakka til að hitta gamla sem og nýja viðskiptavini á nýju ári! 💥❤️🥰
Hildur Rún
Löggiltur fótaaðgerðafræðingur og sjúkraliði. 👣👣