14/11/2025
❤️🙏🏻takk Ragga Nagli
Naglinn hefur alltaf keypt Neyðarkallinn.
Í ár var engin undantekning, enda 3500 krónur gjöf en ekki gjald til að styðja hið mikilvæga og óeigingjarna starf Landsbjargar.
Enda vitum við aldrei hvenær við þurfum á þeim að halda.
Í anddyri matvöruverslunar hitti Naglinn indælan og glaðan sölumann Neyðarkallsins og sjoppaði af honum hið snarasta.
Þegar pakkningin var tekin af kom í ljós að í ár er þessi dúllukall brúnn á hörund, og bros færðist yfir andlitið og fyrsta hugun var hversu tímabært og mikilvægt að hann endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Því Íslendingar eru ekki bara arískir og hvítir á hörund með ljósar krullur og blá augu.
Við erum ekki búin til í petrídisk í seinni heimsstyrjöldinni.
Íslendingar eru allskonar á litinn með margvíslegan uppruna.
Naglinn mun kaupa Neyðarkallinn hvort sem hann er svartur, brúnn, gulur, samkynhneigður, trans, karl, kona, berrassaður eða í sundbol.
Að lesa að þarna úti sé virkilega mannskepnur sem ganga meðal vor og krulla efri vörina yfir húðlit Neyðarkallsins er sorglegra en tárum taki.
Þetta fólk er að mati Naglans siðferðislega gjaldþrota með sjóndeildarhring þrengri en nálarauga.
Slíkar skoðanir um húðlit og uppruna áttu einungis heima í teboði hjá Göbbels og Mengele.
Ekki í fjölmenningarsamfélögum samtímans þar sem við fögnum fjölbreytileika mannflórunnar.
Skammist ykkar!!