Hjartalag

Hjartalag Hjartalag hannar tækifæris- og gjafavörur ýmist með eða án ljóða eftir Huldu Ólafsdóttur.

Sem dæmi um vörur eru: vefnaður, kerti, kort, gluggaskraut, kertaberar, bækur og fl. Hjartalag er hönnunarfyrirtæki með stórt hjarta þar sem lagt er upp úr persónulegri þjónustu, hlýlegum gjafavörum, gullkornum og ljóðum. Hjartalag hannar eigin vörulínu sem hentar í allskonar gjafir; fyrir afmæli, áfanga, brúðkaup, samúð, skírnar, jóla og margt fleira. Allar eiga það sameiginlegt að þeim er ætlað að ylja fólki um hjartarætur. Gullkornin og ljóðin eru samin af Huldu Ólafsdóttur sem jafnframt er eigandi og stofnandi Hjartalags. Hjartalag tekur að sér að hanna markaðsefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

31/12/2025

Ertu tilbúin/n í breytingar?
Þær eru á leiðinni, undirbúðu þig fyrir að ný orka stígi inn á sviðið til þín og taktu henni opnum örmum, leyfðu henni að flæða inn í líf þitt og blandast án mótstöðu, þá verða umbreytingarnar þér mun auðveldari. Áður en þú veist af ertu farin/n að taka aðra stefnu sem gefur þér nýja sýn og spennandi tækifæri.

Þakklæti🙏Horfðu inn á við, djúpt inn í innsta kjarnann þinn og leyfðu þér að upplifa djúpt þakklæti til þín. Finndu hver...
29/12/2025

Þakklæti🙏
Horfðu inn á við, djúpt inn í innsta kjarnann þinn og leyfðu þér að upplifa djúpt þakklæti til þín. Finndu hvernig orka heilunar streymir í hjartastöðina þegar þú gefur þér þessa heilögu gjöf. Sittu í henni, taktu á móti henni með þakklæti og umvefðu alla tilveru þína. Finndu hvernig þessi orka þakklætis hefur stækkað hjarta þitt og möguleika til að deila með öðrum. - Hulda Ólafsdóttir

Gleðilega hátíð🙏✨🌸
26/12/2025

Gleðilega hátíð🙏✨🌸

Réttu út hönd þínaMikilvæg skref í lífinu er að styðja við aðra, halda í hönd þess sem ekki kemst áfram eða hefur hrasað...
25/12/2025

Réttu út hönd þína
Mikilvæg skref í lífinu er að styðja við aðra, halda í hönd þess sem ekki kemst áfram eða hefur hrasað á leiðinni. Þó þér finnist jafnvel að þú hafir ekki tíma, staldraðu við og spyrðu þig hvort þú getir aðstoðað. Ef ekki spurðu þig þá hvort þú getir vísað viðkomandi annað þar sem hjálpina er að fá.
Við erum eitt og sem eitt finnum við leiðina áfram og upp.

24/12/2025

🎄Bestu óskir um gleðilega jólahátíð kæru Hjartalags vinir ✨🙏 með kærri þökk fyrir árið sem er að líða❤️

EinfaldleikinnHugsanlega hefur þú verið að upplifa óreiðu í lífi þínu, eins og hlutir hafi ekki verið að ganga upp, jafn...
23/12/2025

Einfaldleikinn
Hugsanlega hefur þú verið að upplifa óreiðu í lífi þínu, eins og hlutir hafi ekki verið að ganga upp, jafnvel árekstrar og hindranir sem hafa verið að valda þér pirringi. Það gæti verið ábending fyrir þig að einfalda lífið, fækka
verkefnum, velja það sem gerir þér gott og sneiða hjá öðru. Einfaldleikinn er oftast bestur. - Hulda Ólafsdóttir

22/12/2025
Hvert okkar skref snýst um val. 💎⚖️Jafnvel þó þér finnist að þú hafir litla stjórn, þá stendur þú alltaf frjáls til að v...
21/12/2025

Hvert okkar skref snýst um val. 💎⚖️
Jafnvel þó þér finnist að þú hafir litla stjórn, þá stendur þú alltaf frjáls til að velja. Þá er gott að vita að jákvæðni leiðir þig og neikvæðni hindrar.
Traust í hjarta þínu er leyndarmálið að visku og þroska. Veldu skref með trú og vöxt í huga og þrátt fyrir mótlæti muntu dafna.
- Hulda Ólafsdóttir

Kraftaverk✨✨Allt í kringum okkur eru kraftaverk að gerast. Við og lífið sjálft erum kraftaverk en við mannfólkið tökum þ...
20/12/2025

Kraftaverk✨✨
Allt í kringum okkur eru kraftaverk að gerast. Við og lífið sjálft erum kraftaverk en við mannfólkið tökum því oft sem gefnu. Þegar þú treystir og trúir á kraftaverkin ferðu að sjá þau, taka eftir og vera þakklát fyrir allt það smáa sem er umhverfis og innra með þér. Vertu ófeimin/n að biðja um kraftaverk, þau gerast í alvörunni. - Hulda Ólafsdóttir

20/12/2025
FyrirgefningEf til vill hefurðu lifað að einhverju leiti í eftirsjá, sóað tíma í hugsanir um glötuð tækifæri eða hluti s...
18/12/2025

Fyrirgefning
Ef til vill hefurðu lifað að einhverju leiti í eftirsjá, sóað tíma í hugsanir um glötuð tækifæri eða hluti sem þú gerðir gegn betri vitund. Allt mannlegt og hluti leiðarinnar í lærdómsferli lífsins. Með því að sleppa tökum af fortíðinni, læra af henni og fyrirgefa þér, öðrum eða aðstæðunum, stígurðu mikilvægt skref fram á við sem mun færa þér aukið frelsi og léttleika. Slepptu tökum af því liðna sem þjónar engum tilgangi lengur. - Hulda Ólafsdóttir

Address

þórunnarstræti 97
Akureyri
600

Telephone

896 5099

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hjartalag posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hjartalag:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram