Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri 🚑 SAk er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Hefur þú áhuga á starfi hjá SAk?

Fylgdu endilega Facebook síðunni okkar "Störf á Sjúkrahúsinu á Akureyri: https://www.facebook.com/StorfaSAk



Fyrirvari um birtingu efnis á síðunni:

Það er velkomið að setja inn athugasemdir og umsagnir á síðu Sjúkrahússins á Akureyri svo fremi sem efnið tengist starfsemi sjúkrahússins og er málefnanlega fram sett. Séu einstaklingar nafngreindir eða efni umsagnar auðrekjanlegt til einstaklinga annarra en höfundar er það fjarlægt. Hér eru ekki veitt svör við persónulegum heilsufarsvandamálum og síðan er ekki vettvangur til að koma á framfæri kvörtunum vegna tiltekinna starfsmanna eða einstakra atvika. Í slíkum tilvikum bendum við gestum á að nota formlegar leiðir sem finna má á vefsíðu SAk http://www.sak.is/is/sjuklingar-adstandendur/rettindi-thin-sem-sjuklings

Ummæli eða athugasemdir sem fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa, ásakanir um refsiverða háttsemi eða hvatningu til að fremja afbrot verða fjarlægð. Hver sá sem skrifar ummæli eða athugasemd á síðu sjúkrahússins gerir það á eigin ábyrgð. Myndir á síðunni úr starfi Sjúkrahússins á Akureyri er ekki heimilt að birta í fjölmiðlum eða með öðrum sambærilegum hætti nema með leyfi SAk.

Jólakveðja frá starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri
23/12/2025

Jólakveðja frá starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri

Langar þig að starfa í hvetjandi og lærdómsríku umhverfi? Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) leitar nú að öflugu sumarstarfsfó...
23/12/2025

Langar þig að starfa í hvetjandi og lærdómsríku umhverfi? Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) leitar nú að öflugu sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2026.

Við bjóðum fjölbreytt störf innan sjúkrahússins þar sem þú færð tækifæri til að kynnast starfseminni á einstakan hátt og þróa þig áfram í hvetjandi starfsmannahópi. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og tryggjum góða aðlögun.

Gríptu tækifærið og taktu þátt í samfélagi sem leggur áherslu á samvinnu, fagmennsku og umhyggju!

Hér má sjá öll auglýst sumarstöf á SAk: https://island.is/starfatorg?q=Sj%C3%BAkrah%C3%BAsi%C3%B0+%C3%A1+akureyri+sumarst%C3%B6rf&page=2

ATH!! Sjúkrahúsið á Akureyri vill ítreka að mjög mikið álag er á bráðamóttökuna þessa dagana og ákaflega mikilvægt er að...
18/12/2025

ATH!! Sjúkrahúsið á Akureyri vill ítreka að mjög mikið álag er á bráðamóttökuna þessa dagana og ákaflega mikilvægt er að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Í vafatilfellum skal hringja í upplýsingasímann 1700.

„Það er mjög mikið álag hjá okkur núna og mjög mikilvægt að minna á að minna veikir og fólk með langvarandi einkenni leiti til heilsugæslunnar, svo að starfsfólk hér hafi tök á að sinna bráðveikum og slösuðum. Biðin getur verið mjög löng núna. Þá er mikilvægt að undirstrika að hér er grímuskylda og einvörðungu einn aðstandandi með sjúklingi, sé þörf á því.“ segir Kristín Ósk Hólm Ragnarsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku SAk.

Jón Pálmi Óskarsson, yfirlæknir á bráðamóttöku SAk, bendir á að ákaflega mikilvægt sé að greina á milli þess hvort æskilegt sé að leita á bráðamóttöku eða heilsugæslu. „Þau sem leita á bráðamóttöku verða metin af reyndum hjúkrunarfræðingi eins fljótt og mögulegt er. Þeim sem hjúkrunarfræðingur metur ekki í þörf fyrir bráðameðferð verður beint á heilsugæsluna.“ segir Jón Pálmi enn fremur.

Hér má finna almennar leiðbeiningar um hvert skal leita, á heilsugæslu eða á bráðamóttöku:
https://view.officeapps.live.com/op/view.aspx?src=https%3A%2F%2Fassets.ctfassets.net%2F8k0h54kbe6bj%2F3FkFAVZQtUct3cA9b72oS6%2F8c8232c4ce59942aec9076513c2fb55a%2FBr%25C3%2583_%25C3%2583_am%25C3%2583_ttaka_vs_heilsug%25C3%2583_sla_-_lei%25C3%2583_beiningar.docx&wdOrigin=BROWSELINK

Á Heilsuveru eru ítarlegar upplýsingar um ýmsa sjúkdóma og gagnlegar ráðleggingar varðandi veikindi barna og fullorðinna. Nánari upplýsingar í tengslum við inflúensu má nálgast hér: https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/influensa/

Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð 1,9 millj. kr. úr uppbyggingarsjóði SSNE til verkefnis sem kallast „Velkomi...
17/12/2025

Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð 1,9 millj. kr. úr uppbyggingarsjóði SSNE til verkefnis sem kallast „Velkomin til Akureyrar“. Það snýst um að stuðla að samstarfi fyrirtækja og stofnana um hvernig megi best taka á móti starfsfólki sem er af erlendu bergi brotið. Samstarfsaðilar verkefnisins eru, ásamt Akureyrarbæ, SÍMEY, Sjúkrahúsið á Akureyri, Kjarnafæði Norðlenska og Bílaleiga Akureyrar.

Meðal þess sem verkefnið felur í sér að greina stöðuna, ná utan um þær aðferðir sem reynst hafa vel, kortleggja tækifæri til sameiginlegs lærdóms, móta verklag og vinnubrögð og miðla til annarra fyrirtækja og stofnana.

Til lengri tíma miðar verkefnið að því að fyrirtæki og stofnanir á Akureyri og í Eyjafirði verði þekkt fyrir að taka vel á móti erlendu starfsfólki. Vel heppnuð móttaka styrkir þátttöku nýrra íbúa í starfi og samfélagi og eykur líkur á að hæft starfsfólk setjist hér að til lengri tíma.

„Við fögnum þessum styrk og samstarfinu sem hann gerir verkefnið mögulegt. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks af erlendum uppruna sem gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja örugga og vandaða heilbrigðisþjónustu. Markviss og hlýleg móttaka skiptir miklu máli, ekki aðeins á fyrstu dögum í starfi heldur til lengri tíma litið. Með verkefninu „Velkomin til Akureyrar“ gefst tækifæri til að læra af reynslu annarra, samræma verklag og styrkja enn frekar aðlögun nýrra starfsmanna – til hagsbóta fyrir starfsfólk, sjúklinga og samfélagið í heild.“ segir Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs.

Mynd: Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs

SAk fær 5,5 milljónir til fjarvöktunar lungnasjúklingaAlma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 50 mil...
16/12/2025

SAk fær 5,5 milljónir til fjarvöktunar lungnasjúklinga

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 50 milljónum króna til s*x verkefna sem styðja við markmið byggðaáætlunar stjórnvalda um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu. Verkefnin fá styrk til þróunar og innleiðingar fjölbreyttra lausna sem auka aðgengi landsmanna að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu.

Heilbrigðisráðuneytið leggur fram 30 milljónir króna af heildarfjárhæðinni en 20 milljónir koma úr byggðaáætlun. Hæstu styrkirnir renna til verkefnis um fjarvöktun bráðveikra nýbura á landsbyggðinni og til innleiðingar á langtímaeftirliti með langveikum sjúklingum með nýtingu gervigreindar.
Sjúkrahúsið á Akureyri hlaut 5,5 milljóna króna styrk til að koma upp búnaði og verklagi til fjarvöktunar sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma. Markmiðið er að efla sjúklinga í eigin meðferð, tryggja samfellu í þjónustu og bregðast fyrr við versnunum. Um er að ræða 12 mánaða tilraunaverkefni sem mun nýtast við áframhaldandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsinu.

Þórdís Rósa Sigurðardóttir, deildarstjóri á göngudeild lyflækninga, segir afar mikilvægt að hefja slíka vegferð að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu. „Við erum ákaflega ánægð með að fá þennan styrk, enda skiptir þetta verkefni miklu máli fyrir okkar skjólstæðinga. Með fjarvöktun getum við fylgst betur með heilsufari sjúklinga, brugðist fyrr við breytingum og þannig aukið bæði öryggi sjúklinga og samfellu í þjónustunni. Heilsuhvatning til hollra lífshátta er ákveðinn þáttur sem fjarvöktun getur haft í för með sér og slíkt getur haft víðtæk áhrif,“ segir Þórdís Rósa. Þórdís leggur áherslu á að í nútíma heilbrigðiskerfi sé mikilvægt að horfa á þær lausnir sem geti bæði bætt þjónustu, aukið öryggi, lífsgæði og sjálfstæði einstaklinga með langvinna sjúkdóma. Með því að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu geta heilbrigðisstofnanir aukið líkur á því að minnka nærþjónustu og nota tæknilausnir í staðinn. Fjarheilbrigðiskerfið sem um ræðir hér kemur frá norsku heilbrigðistæknifyrirtæki sem heitir Dignio. Um er að ræða heildstætt fjarheilbrigðiskerfi þar sem heilbrigðisstarfsfólk getur sinnt fjareftirliti með sjúklingum með ýmsa langvinna sjúkdóma,” segir Þórdís.

Hér má lesa nánar um úthlutunina: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/11/25/Styrkjum-uthlutad-til-nyrra-verkefna-a-svidi-fjarheilbrigdisthjonustu/

Á meðfylgjandi mynd eru: Jóhanna María Oddsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gjörgæsludeild, Þórdís Rósa Sigurðardóttir, deildarstjóri, göngudeild lyflækninga og Hafdís Sif Hafþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, lyflækningadeild. Þær starfa einnig á lungnamóttöku SAk.

ATH! Grímuskylda á lyflækninga- og skurðlækningadeild og á bráðamóttökuVegna fjölda inflúensutilfella á SAk hefur verið ...
13/12/2025

ATH! Grímuskylda á lyflækninga- og skurðlækningadeild og á bráðamóttöku

Vegna fjölda inflúensutilfella á SAk hefur verið ákveðið að setja á grímuskyldu á lyflækninga- og skurðlækningadeild og á bráðamóttöku. Sú skylda á við alla, starfsfólk sem og gesti.

SAk sendir út ákall til að manna endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu á Kristnesi  Mikið álag hefur verið á Sjúkra...
11/12/2025

SAk sendir út ákall til að manna endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu á Kristnesi

Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri til lengri tíma og mönnun heilbrigðisstarfsfólks verið mikil áskorun. Á haustdögum var sú ákvörðun tekin að loka 7 daga deild á endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu þar sem ekki hafði tekist að ná ásættanlegri mönnun. Stjórnendum og starfsfólki endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu SAk er umhugað um þjónustuna sem þar er veitt og hafa mikinn metnað til þess að tryggja sem besta þjónustu fyrir þann breiða hóp sem þarfnast sérhæfðrar þverfaglegrar endurhæfingarþjónustu.

Það hefur því verið ákveðið að reyna til hlítar að auka mönnun svo halda megi opnum rýmum til 7 daga endurhæfingar og senda ákall til samfélagsins, auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum, hjúkrunarfræðinemum og sjúkraliðum í dagvinnu og vaktavinnu, auk þess að auglýsa eftir starfsfólki í tímavinnu. Við hvetjum fólk til þess að deila auglýsingunum svo við náum til sem flestra.

Áfram verður unnið með þau úrræði og lausnir sem lagðar voru til á bráðalegudeildum á haustmánuðum þ.e. að klára að manna þverfaglegt endurhæfingarteymi , hefja þverfaglega endurhæfingu fyrr, áframhald á verkefninu um virkan spítala, sem og að efla enn frekar samstarf við Grensás, Heilsuvernd og aðrar heilbrigðisstofnanir.

Verði niðurstaða þessa ákalls sú að ekki náist ásættanleg mönnun er óhjákvæmilegt að rýna þurfi að nýju í starfsemina og forgangsraða.

Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins bendir á mikilvægi þess að settur sé fullur kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila á Akureyri í ljósi mikils skorts á hjúkrunarrýmum og áhrifa þess á starfsemi sjúkrahússins. Einnig er mikilvægt að tryggja öfluga þjónustu í heimahúsi og úrræði til þess að viðhalda færni og búsetu, bæði á vegum heilbrigðis-, félagsmálakerfisins og sveitarfélaga með það að leiðarljósi að efla þjónustukeðjuna í heild sinni.

Ragnar Hólm Ragnarsson, myndlistarmaður hefur gefið Sjúkrahúsinu á Akureyri olíumálverk og vatnslitamynd.Líkt og hans er...
10/12/2025

Ragnar Hólm Ragnarsson, myndlistarmaður hefur gefið Sjúkrahúsinu á Akureyri olíumálverk og vatnslitamynd.

Líkt og hans er von og vísa eru vatnslitamyndirnar hugljúfar landslagsmyndir, en olíumálverkið kraftmikil litasprengja. Ragnar Hólm hefur í rúman áratug sinnt myndlist af mikilli ástríðu og haldið yfir 20 einkasýningar.

„Sólveig Hulda, deildarstjóra lyflækningadeildar, kom að máli við mig á förnum vegi og spurði hvort að ég ætti málverk til að lífga aðeins upp á ný líknarrými á SAk. Mér þótti það bara heiður ef myndir eftir mig gætu orðið til þess að fá fólk í erfiðri stöðu til að gleyma þrautum sínum og ef til vill hjálpa því að dreyma um betri daga.“ Segir Ragnar

„Við höfum útbúið líknarstofu fyrir sjúklinga og vildum að rýmið myndi halda vel utan um fólk. Listin getur oft hughreyst og huggað með einstökum hætti og ég var alveg viss um að verk eftir Ragnar Hólm gætu sómt sér vel. Þess vegna ákvað ég að spyrja hann og er himinsæl með að hann skyldi taka jákvætt í þessa bón og gefa okkur þessar fallegu myndir“ Segir Sólveig Hulda, deildarstjóri lyflækningadeildar.

Lítil gjöf til minningar um foreldra mína

„Sjálfur er ég orðinn munaðarlaus á gamalsaldri og má segja að þessi litla gjöf sé til minningar um foreldra mína sem kvöddu þessa jarðvist fyrir fáeinum árum. Þetta er annars vegar olíumálverk sem átti að verða abstrakt en breyttist óvænt í blómvönd sem ég síðan útfærði í mildum litum. Hins vegar er þarna vatnslitamynd sem ég málaði sumarið 2024 við mynni Svarfaðardals. Ég vona að þessi verk eigi eftir að sóma sér vel í eigu Sjúkrahússins á Akureyri.“

Mynd: Hafdís Sif Hafþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar, Ragnar Hólm Ragnarsson, myndlistamaður og Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk.

Kiwanisklúbbarnir Herðubreið í Mývatnssveit, Kaldbakur á Akureyri, Skjöldur á Siglufirði, Drangey á Sauðárkróki, Askja á...
09/12/2025

Kiwanisklúbbarnir Herðubreið í Mývatnssveit, Kaldbakur á Akureyri, Skjöldur á Siglufirði, Drangey á Sauðárkróki, Askja á Vopnafirði, Skjálfandi á Húsavík og Grímur í Grímsey, tóku höndum saman og gáfu fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri þráðlausan hjartsláttarmonitor að gjöf.

Saman mynda þessir Kiwanisklúbbar Óðinssvæði, sem flest ár gefa eitthvað sameiginlegt til styrktar börnum á svæðinu. Sjúkrahúsið vill þakka klúbbunum innilega fyrir þeirra fallegu gjöf sem kemur til með að nýtast ákaflega vel.

Engar snúrur sem hindra hreyfingu

„Þráðlaus hjartsláttarmonitor gefur verðandi mæðrum meiri möguleika á að hreyfa sig um í fæðingunni því það eru engar snúrur sem hindra hreyfingu þeirra. Það er auðveldara fyrir þær að breyta um stellingu, en það getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingarinnar. Einnig eru þráðlausu nemarnir vatnsheldir og því er hægt að fylgjast náið með hjartslætti barnsins þegar og ef konan óskar eftir því að vera í baði, ” segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, deildarstjóri fæðingadeildar SAk.

Sjúkraflutningaskólinn fær nýjar kennsludúkkurNýverið fékk Sjúkraflutningaskólinn þrjár nýjar sérhæfðar kennsludúkkur, s...
09/12/2025

Sjúkraflutningaskólinn fær nýjar kennsludúkkur

Nýverið fékk Sjúkraflutningaskólinn þrjár nýjar sérhæfðar kennsludúkkur, sem nýtast mjög vel í starfi skólans. „Stærsti kosturinn er að þær henta bæði vel fyrir færnikennslu og hermikennslu. Þær eru meðfærilegar og því hægt að setja upp raunhæfar æfingar, nánast hvar sem er.“ segir Sigurjón Valmundsson, verkefnastjóri Sjúkraflutningaskólans, og bætir við „Það er til dæmis hægt að koma „sjúklingnum“ fyrir í mismunandi aðstæðum, hvort sem er inni í íbúð, bíl eða hvar sem er. Þar er hægt að hefja meðferð, undirbúa og hefja flutning inn í sjúkrabíl og sinna áfram, rétt eins og gerist í raun og veru. Þannig er hægt að skapa raunhæfar aðstæður til æfinga, sem er ákaflega verðmætt,“ segir Sigurjón.

Á myndinni eru: Ingimar Eydal, skólastjóri sjúkraflutningaskólans, kennsludúkkurnar þrjár og Sigurjón Valmundsson, verkefnastjóri sjúkraflutningaskólans.

Address

Eyrarlandsvegur
Akureyri
600

Telephone

+3544630100

Website

https://www.facebook.com/StorfaSAk

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjúkrahúsið á Akureyri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category