19/12/2025
Árleg hangikjötsveisla vatnsleikfiminnar var í gær. 🍽️ 🎄
Síðustu 25 ár hefur Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur og vatnsleikfimiskennari, mætt með hangikjöt á sundlaugarbakkann að loknum leikfimistíma. Hangikjötið er heimareykt af Þórhildi og Elvari á Brekku en þar ríkir löng hefð að reykja sitt eigið kjöt.
Íþrótta- og tómstundarfulltrúi leit inn eftir æfingu hjá stelpnahópnum og náði myndum af þeim þar sem þær sátu og gæddu sér á hangikjötinu og létu sér hlakka til jólanna. 🧑🎄
Íris býður ávallt upp á tvö læri því einn veturinn kom Íris með læri sem var ætlað öllum sundgörpunum, bæði konum og körlum. „Lærið kláraðist af kvennahópnum og karlarnir fengu ekki neitt það árið. Síðan þá hefur hún alltaf tekið með sér tvö læri. Uppsetningin er afar einföld hjá okkur, segir Íris, eingöngu hangikjöt, jólaöl, kaffi og konfekt.“
Íris byrjaði með vatnsleikfimina þegar hún flutti heim frá Bandaríkjunum árið 1987 og hefur verið að bjóða Borgnesingum og nærsveitungum upp á þessa alhliða heilsurækt síðan þá. 🙏🫶