15/11/2025
Kominn aftur heim eftir vinnuferð í Stübben-verksmiðjuna í Þýskalandi — og vá, það er margt spennandi í gangi. Þar er valinn maður í hverju rúmi og metnaður starfsfólksins fyrir handverkinu og reiðtygjunum sem verið er að búa til mikill.
Alltaf verið að fínpússa, uppfæra, betrumbæta og setja inn nýjungar orðnar til og útfærðar af innblæstri frá atvinnufólki í geiranum sem og hinum almenna reiðmanni. Markmið okkar er nú sem áður að vera í fremstu röð framleiðenda úrvals reiðtygja, með þægindi, endingu og velferð knapa og hests í huga.
Það helsta:
✨ Nýr og uppfærður Focus-hnakkur – hannaður með næmari línur, meiri nákvæmni og ótrúlega fínstilltri þægindaupplifun. Endanleg útgáfa tilbúinn til skoðunar og pöntunar í byrjun næsta árs.
✨ Nýir og heillandi litir í leðri – ferskir tónar sem koma inn núna, aðrir sem hverfa af markaðnum.
✨ Endurbætt undirdýna undir hnakkinn, situr sérlega vel, fylgir lögun hnakksins
✨ Og ekki má gleyma REV-hnakkanum – tæknilega framúrstefnulegur, með sínu óviðjafnanlega virki og því ólýsanlega ,,þyngdarleysi" sem hefur heillað knapa um allan heim.
Lítur s.s. vel út fyrir árið framundan