16/11/2025
Stübben Streamline hnakkaundirdýna – sérhönnuð fyrir Benni’s Harmony
Þessi gæðadýna ver leðrið undir hnakknum á áhrifaríkrian hátt og kemur í veg fyrir að sviti, salt og óhreinindi setjist þar. Með reglulegri notkun helst hnakkurinn hreinni, fallegri og endist mun lengur.
Undirdýnan er snilldarlega hönnuð:
• Gengur upp í hnakknefið og festist örugglega með smellum á báðum hliðum
• Aftan til tryggir franskur rennilás fullkominn stöðugleika og gjarðarmóttök fara einnig í gegnum sérstakar lykkjur og tryggja að dýnan sitji stöðug niður með síðum hestsins
• Með fylgir sérstök festing – innifalin í verði
Kantur dýnunnar og framhlutinn eru sérstyrkt til að halda lögun sinni, endast og veita hámarks vernd. Hún fellur fallega að hnakknum, er snyrtileg, sterkbyggð og gerir nákvæmlega það sem þú þarft – hlífir hnakkinum án þess að trufla notkun.
Að lokum er dýnan afar auðveld í umhirðu – hún smellist létt af og fer beint í þvottavél.
Verð 18.000 kr. m.vsk. Fyrsta sending á leiðinni
Fullkomin fyrir alla sem vilja halda Benni’s Harmony hnakkinum sínum í toppstandi.
ÞÆGINDI - ÖRYGGI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
www.inharmony.is
harmony@inharmony.is
Hnakkakynningar fyrir einstaklinga og hópa - hafið samband