Hjálparsveit skáta Garðabæ

Hjálparsveit skáta Garðabæ Félagar HSG eru tilbúnir að takast við krefjandi verkefni í leit og björgun allt árið um kring Hjálparsveit skáta Garðabæ (HSG) var stofnuð 20.

Nóvember árið 1969. Sveitin er aðili að Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Í HSG starfa um 100 fullgildir félagar sem eru tilbúnir að takast á við þau krefjandi verkefni sem þeim er falið í leit og björgun, allan sólarhringinn, allt árið um kring.Frjáls framlög má leggja inn á reikning Hjálparsveitar skáta í Garðabæ: 0546-26-900, kt. 431274-0199.

Takk fyrir stuðninginn
09/11/2025

Takk fyrir stuðninginn

🚨 Neyðarkall til þín 🚨Sala á Neyðarkalli Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer af stað á morgun, 5. nóvember.Í ár er Neyð...
04/11/2025

🚨 Neyðarkall til þín 🚨

Sala á Neyðarkalli Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer af stað á morgun, 5. nóvember.

Í ár er Neyðarkallinn straumvatnsbjörgunarmaður til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, félaga okkar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem lést í hörmulegu slysi við straumvatnsbjörgunaræfingar í nóvember á síðasta ári. Við minnumst hans með virðingu og þakklæti.

Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun standa vaktina daganna 5.-9. nóvember .

Þinn stuðningur skiptir máli

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ fór fram síðastliðinn þriðjudag, þann 7. október. Þar fóru fram hefðbundin aða...
11/10/2025

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ fór fram síðastliðinn þriðjudag, þann 7. október.
Þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf en þar á meðal var kosin ný stjórn sveitarinnar. Íris Dögg Sigurðardóttir, sem hefur starfað sem formaður sveitarinnar síðastliðin átta ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnrasetu og var því Guðmundur Freyr Sveinsson kosinn formaður sveitarinnar. Við þökkum Írisi kærlega fyrir óeigingjarnt starf sitt síðastliðin ár og á sama tíma bjóðum við Guðmund velkominn til starfa.

Address

Bæjarbraut 7
Garðabær
210

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hjálparsveit skáta Garðabæ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram