Kristján Gunnar - sálfræðistofa

Kristján Gunnar - sálfræðistofa Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Kristján Gunnar - sálfræðistofa, Psychologist, Garðarsbraut 26, Húsavík.

Sálfræðiþjónusta fyrir börn, unglinga, ungmenni og fullorðna. Þá tek ég einnig að mér handleiðslu fagaðila.

Ég sérhæfi mig í meðferð kvíðavanda, þráhyggju og áráttu, þunglyndi, reiðivanda barna og afreksfólki í íþróttum.

Með hlýnandi veðri fara fleiri flugur á kreik. Þar á meðal býflugur og geitungar, mörgum til mikils ama. Þó flestir þoli...
13/06/2022

Með hlýnandi veðri fara fleiri flugur á kreik. Þar á meðal býflugur og geitungar, mörgum til mikils ama. Þó flestir þoli við í slíkum aðstæðum eru aðrir haldnir miklum ótta við þessi litlu skordýr og ganga langt til að vernda sig fyrir þeim. Í verstu tilfellum fara einstaklingar ekki út úr húsi á sólríkum dögum og loka öllum gluggum og rifum vel og vandlega svo flugurnar leiti ekki inn.

Fælnimeðferð af flestu dagi eru tiltölulega einföld í framkvæmd en þó ekki endilega auðveld. Hér er fróðlegt og skemmtilegt myndband af Dr. Ali Mattu að komast yfir býflugnafælni.

Ekki láta ótta við býflugur, geitunga eða önnur skordýr skemma fyrir ykkur sumarið.

3 steps to conquer your phobias: 1. Make an exposure plan; 2. Start low; 3. Get bored. I show you how to do this, and face my own bee phobia in the process, ...

Því miður er allt of algengt að inn á stofur sálfræðinga rati börn og unglingar með vandamál sem má að miklu, og jafnvel...
13/05/2022

Því miður er allt of algengt að inn á stofur sálfræðinga rati börn og unglingar með vandamál sem má að miklu, og jafnvel stundum að öllu, leyti rekja til skorts á svefni.
Nýlegar rannsóknir benda til þess að aðeins rúmlega 20% reykvískra barna í 10. bekk nái viðmiðum um ráðlagðan svefntíma (8-10 klst) og að 15 ára íslenskir unglingar sofi að meðaltali 6,5 klst á nóttu.

Í mörgum tilfellum er þessi skortur kominn til vegna ofneyslu á koffíndrykkjum og of mikilli viðveru fyrir framan skjái ýmiskonar og eiga börnin/unglingarnir því bæði erfitt með að festa svefn og gæði svefnsins rýrna. Afleiðingarnar geta verið slæmar. Sem dæmi má nefna:
- Hugræn geta skerðist um allt að 40-60% sem þýðir að ADHD lík einkenni koma fram eins og einbeitingaskortur, erfiðleikar við að leysa krefjandi verkefni og rökhugsun dvínar
- erfiðleikar með tilfinningastjórn
- frammistaða í íþróttum/námi/tónlist versnar
- geta líkamans til að byggja upp vöðva, brenna fitu og bæta þol versnar
- starfsemi ónæmiskerfisins versnar

Það er mikilvægt að fræða börn og unglinga um mikilvægi svefns og hvaða áhrif það hefur að drekka svokallaða "orkudrykki" í tíma og ótíma.

Orkudrykkir hafa á sér ákveðna glansmynd og í markaðssetningu er gefið í skyn að þeir auki snerpu, styrk og vitsmuni. Er eitthvað til í því? Hvað eru orkudrykkir og er allt í lagi fyrir unglinga að drekka þá? Í myndböndunum Draumurí dós er fjallað um áhrif orkudrykkja á hei...

Address

Garðarsbraut 26
Húsavík
640

Opening Hours

Monday 08:15 - 16:00
Tuesday 08:15 - 16:00
Wednesday 08:15 - 16:00
Thursday 08:15 - 16:00
Friday 08:15 - 14:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kristján Gunnar - sálfræðistofa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Kristján Gunnar - sálfræðistofa:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category