Meðgöngu- og ungbarnavernd á HSN Húsavík

Meðgöngu- og ungbarnavernd á HSN Húsavík Aníta Rut og Hulda Þórey sinna meðgöngu- og ungbarnavernd á Húsavík og nágrenni. Einnig bjóðum við upp á krabbameinsskoðanir og getnaðarvarnarráðgjöf.

Við leggjum áherslu á samfellu í þjónustu og hlýlega nálgun. Allar helstu skoðanir fara fram á Heilsugæslustöðinni hjá okkur á Húsavík, þar með talin er snemmskoðun og sónar til að ákvarða meðgöngulengd, ýmist framkvæmd af ljósmóður eða fæðingarlækni.

Þær skoðanir sem framkvæmdar eru á SAK (Sjúkrahúsinu á Akureyri) eru við 12 vikur þegar óskað er eftir samþættu líkindamati og 20 vikna ómskoðun. Mæðrum er velkomið að bóka tíma hjá okkur ljósmæðrunum eins snemma og þær óska eftir, enda eru oft spurningar og vangaveltur varðandi komandi mánuði, strax og meðgangan er staðfest. Þá er hægt að fara yfir næstu skref, skipuleggja mæðraverndina og leggja áherslu á þjónustu sem fellur að þörfum hvers og eins. Öll meðgönguvernd er konum að kostnaðarlausu, fyrir utan 12 vikna samþætt líkindamat (blóðprufa og ómskoðun) og snemmómun hjá fæðingarlækni á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Fæðingarundirbúningur:
Regluleg námskeið, slökun og óformlegir stuðningsfundir eru í boði og hvetjum við mæður og foreldra til að nýta sér þetta. Námskeiðin eru auglýst hér á síðunni. Fæðingin:
Konur sem eru í meðgönguvernd á Húsavík fæða flestar á Akureyri (SAK) og við ljósmæðurnar vinnum náið með teyminu þar til að ferlið verði sem þægilegast fyrir fjölskylduna, fyrir, í og eftir fæðinguna. Ef við getum, fylgjum við ljósmæður konunum til Akureyrar þegar þær eru í fæðingu og einnig sinnum við þeim í heimaþjónustu hér á Húsavík þegar þær útskrifast af spítalanum. Ungbarnavernd:
Í beinu framhaldi af meðgönguvernd og fæðingarhjálpinni er svo ungbarnaverndin í boði og er henni sinnt á heilsugæslustöðinni samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis. Fyrsta skoðun er 5 daga skoðun, síðan 6 og 9 vikna. Bólusetningar hefjast við 3ja mánaða aldur.

Address

Auðbrekka 4
Húsavík
640

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00

Telephone

+3544324800

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Meðgöngu- og ungbarnavernd á HSN Húsavík posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Meðgöngu- og ungbarnavernd á HSN Húsavík:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram