HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands

HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1.

október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila.

Þær heilbrigðisstofnanir sem mynduðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands voru eftirfarandi stofnanir:

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Á upptökusvæðinu búa um 35.000 manns og starfsmannafjöldi er um 500 talsins. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.

„Ef aðstandanda líður vel, þá líður íbúanum líka vel.“ Doktorsverkefni Mariu Finster Úlfarsson, hjúkrunarfræðings hjá HS...
11/11/2025

„Ef aðstandanda líður vel, þá líður íbúanum líka vel.“ Doktorsverkefni Mariu Finster Úlfarsson, hjúkrunarfræðings hjá HSN á Sauðárkróki undirstrikar að virkt samtal við aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilum byggir upp traust og betri samskipti - og eflir gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum.

Lesið áhugavert viðtal við Mariu um niðurstöðurnar á hsn.is, sjá hlekk í ummælum.

Elín Arnardóttir, verkefnastjóri hjúkrunar HSN í Fjallabyggð ver doktorsritgerð sína 14. nóvember nk.
30/10/2025

Elín Arnardóttir, verkefnastjóri hjúkrunar HSN í Fjallabyggð ver doktorsritgerð sína 14. nóvember nk.

Elín Arnardóttir ver doktorsritgerð sína

Framkvæmdastjóri lækninga, Guðrún Dóra Clarke var fulltrúi HSN í tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem...
29/10/2025

Framkvæmdastjóri lækninga, Guðrún Dóra Clarke var fulltrúi HSN í tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem ferðaðist um Skandinavíu með það fyrir augum að laða íslenska lækna aftur heim.

Guðrún segir að sendinefndin hafi fengið góðar móttökur og að kynningar sem þessar á starfseminni séu mikilvægur liður í að laða fólk til starfa.

Lesið meira í frétt á hsn.is, sjá hlekk í ummælum.

HSN á Húsavík óskar eftir matreiðslumanni/matartækni í 100% ótímabundið starf. Við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsa...
28/10/2025

HSN á Húsavík óskar eftir matreiðslumanni/matartækni í 100% ótímabundið starf.

Við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur sitt að mörkum til að þjónusta samfélagið á sem bestan hátt. Vinnustaðurinn leggur áherslu á að vera vinalegur, styðja starfsfólk sitt og mæta því á fjölbreyttan hátt.

Kynntu þér starfið á Starfatorg.is þar sem einnig er sótt um rafrænt. Sjá hlekk í ummælum.

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október.Hjá HSN starfa sjö iðjuþjálfar á ýmsum deildum stofnunarinnar.Við óskum ö...
27/10/2025

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október.

Hjá HSN starfa sjö iðjuþjálfar á ýmsum deildum stofnunarinnar.
Við óskum öllum iðjuþjálfum til hamingju með daginn og þökkum fyrir þeirra mikilvægu störf.

Lesið meira í frétt á hsn.is, sjá hlekk í ummælum

Skert starfsemi vegna kvennaverkfalls 24. október nk.Konur og kvár eru mikill meirihluti af dýrmætum mannauði Heilbrigði...
23/10/2025

Skert starfsemi vegna kvennaverkfalls 24. október nk.

Konur og kvár eru mikill meirihluti af dýrmætum mannauði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Gera má því ráð fyrir lágmarksstarfsemi þennan þegar líða fer á daginn vegna boðaðs verkfalls kvenna og kvára. Nauðsynlegri grunnþjónustu verður sinnt og heilsu og öryggi skjólstæðinga verður ekki stefnt í hættu.

Lesið meira í frétt á hsn.is, sjá hlekk í ummælum.

HSN innleiðir nýjung í heilsueflandi þjónustuHSN innleiðir RetinaRisk augnskimun í heilsueflandi þjónustu sem sparar ver...
17/10/2025

HSN innleiðir nýjung í heilsueflandi þjónustu

HSN innleiðir RetinaRisk augnskimun í heilsueflandi þjónustu sem sparar verulega fjármuni fyrir einstaklinga og heilbrigðiskerfið ásamt því að vera mikið hagræði fyrir stóran hóp okkar skjólstæðinga.

„Við erum stolt af því að fylgja í kjölfarið á þessari nýbreytni og innleiða lausn sem hefur þegar sannað sig á Suðurnesjum. Með því að nýta gervigreind tryggjum við að íbúar á Norðurlandi fái sama aðgengi að gæðaþjónustu og aðrir landsmenn, án þess að þurfa að leggja á sig langar og erfiðar ferðir. Þetta er mikil búbót fyrir okkar fólk,“ segir Guðrún Dóra Clarke, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSN.

Lesið meira í frétt á hsn.is, sjá hlekk í ummælum.

Address

Skrifstofa HSN, Auðbrekka 4
Húsavík
640

Telephone

+3544324800

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category