09/01/2024
Þurfum við eitthvað að pæla í önduninni? Sér ekki líkaminn bara um það sjálfur? Jú hann gerir það svo sannarlega og á sama tíma fer hann oft sjálfur í grunna, stutta og hraða öndun þegar við upplifum algengar tilfinningar á borð við kvíða, ótta, reiði o.fl. Það er einmitt þá sem við getum tekið í taumana og andað á meðvitaðan hátt, rólega, djúpt og ofan í maga. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig við getum æft þetta. Öndunin tekur ekki tilfinningarnar í burtu heldur hjálpar hún okkur að komast í gegnum þær, sem akkeri í miðjum stormi. ⚓️