19/12/2025
🦋💫❤️🫂❤️💫🦋
Eva Karen Axelsdóttir
Heilun, miðlun & ráðgjöf
evakaren86@gmail.com
gsm: 847-7757 Við erum öll einstök og höfum jafnan rétt á því að líða vel.
Hafnarfjörður
Be the first to know and let us send you an email when Guðs vitund posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Send a message to Guðs vitund:
Ég hef brennandi áhuga á öllu sem tengist andlegri heilsu og sjálfseflingu einstaklinga. Ég hef einnig mikinn áhuga á að vinna með börnum en sjálf á ég fjögur börn og tvö plúsbörn. Ég hef mikla reynslu af lífsstílsráðgjöf og starfaði m.a sem lífsstílsleiðbeinandi í fullu starfi á árunum 2014-2017. Á þeim tíma leituðu einstaklingar í meira mæli eftir frekari aðstoð við andlega líðan sem varð til þess að í byrjun árs 2017 lagði ég fyrir mig Reiki heilun og eiginleikar mínir á andlega sviðinu jókust samhliða því.
Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið mjög hjálpsöm manneskja svo að fá tækifæri til að aðstoða fólk í daglegu lífi eru forréttindi. Ég bý yfir þeim eiginleikum að geta tengt mig við tilfinningar annarra og með því að hlusta fæ ég innsæi í hvað gæti gagnast viðkomandi best í þeirra lífsgöngu. Á persónulegan hátt tengist ég hverjum einstakling fyrir sig við úrlausn áskorana sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Mitt aðalmarkmið er að opna huga og hjarta fólks og leiða áfram á rétta braut með að finna sinn tilgang í þessu kapphlaupi sem við köllum lífið.
Við erum öll einstök og höfum jafnan rétt á því að líða vel!