Sóltún Sólvangi

Sóltún Sólvangi Sólvangur er rótgróið hjúkrunarheimili í hjarta Hafnarfjarðar. Þessari síðu er ætlað að veita fólki innsýn í daglegt líf íbúa og starfsfólks á Sólvangi.

Sólvangur var vígður 25. október 1953 sem elli- og hjúkrunarheimili. Fæðingardeild tók til starfa 1954 og starfaði til 1976. Síðan þá hefur Sólvangur verið rekið sem hjúkrunarheimili en margt breyst í áranna rás.

22/12/2025
Starfsfólkið okkar er í jólastuði þessa dagana!❤️🎄🎅
20/12/2025

Starfsfólkið okkar er í jólastuði þessa dagana!❤️🎄🎅

Kristínu Guðnadóttur, sem dvelur á Sóltúni Heilsusetri á Sólvangi, hafði í 75 ár dreymt um að sjá aftur þjóðdansinn Vefa...
19/12/2025

Kristínu Guðnadóttur, sem dvelur á Sóltúni Heilsusetri á Sólvangi, hafði í 75 ár dreymt um að sjá aftur þjóðdansinn Vefarann sem hún lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum á Reykjadal sem ung kona. Danshópurinn Sporið kom í vikunni og lét þennan langþráða draum rætast. Alveg ótrúlega falleg heimsókn á aðventunni sem við þökkum kærlega fyrir❤️🎁

Hér er hægt að sjá frétt RÚV sem mætti á svæðið af þessu tilefni 💛
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-12-12-i-dag-raettist-75-ara-gamall-draumur-98-ara-konu-461442

16/12/2025

Viltu leiða frábært teymi í hlýlegu og faglegu umhverfi? Hjúkrunarheimili Sóltúns Sólvangi í Hafnarfirði óskar eftir öflugum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi í starf deildarstjóra til að leiða starfsemi einnar deildar heimilisins. Sólvangur er hjúkrunarheimili í hjarta Haf...

Það var mikið um að vera í þessari aðventuviku á Sóltúni Sólvangi🎄Síðasta laugardag kom Karlakórinn Þrestir og söng fyri...
12/12/2025

Það var mikið um að vera í þessari aðventuviku á Sóltúni Sólvangi🎄Síðasta laugardag kom Karlakórinn Þrestir og söng fyrir íbúa í Kóngsgerði. Á mánudaginn komu Óli Sæm og Benni í heimsókn með harmonikku, jólasögur og jólasöng🎅 Sólvangsbandið kíkti við á þriðjudaginn í jólastuði og Gaflarakórinn söng jólalög í Kóngsgerði á miðvikudaginn. Jólahlaðborð starfsmanna var síðan haldið í hádeginu á fimmtudaginn þar sem Kristján kokkur og aðstoðarfólk hans dekraði við starfsfólkið okkar sem á allt gott skilið❤️ Skemmtileg vika að baki!

Í seinustu viku var gert vel við Sóltúnsbörnin þegar Langleggur og Skjóða kíktu á jólaböll starfsfólks bæði á Sóltúni Só...
08/12/2025

Í seinustu viku var gert vel við Sóltúnsbörnin þegar Langleggur og Skjóða kíktu á jólaböll starfsfólks bæði á Sóltúni Sólvangi og Sóltúni Reykjavík. Bræður þeirra, jólasveinarnir Gáttaþefur og Skyrgámur, kíktu líka í heimsókn og fengu krakkarnir auðvitað glaðning úr poka jólasveinanna 🎅🎅. Það var mikil gleði og jólastuð á þessum vel heppnuðu jólasamkomum!🎄❤️

Dagur sjúkraliða er í dag 26. nóvember💛 Sjúkraliðar eru ótrúlega mikilvægur hluti af mannauði Sóltúns og heilbrigðis- og...
26/11/2025

Dagur sjúkraliða er í dag 26. nóvember💛 Sjúkraliðar eru ótrúlega mikilvægur hluti af mannauði Sóltúns og heilbrigðis- og félagsþjónustu út um allan heim. Við óskum öllum sjúkraliðum til hamingju með daginn!🥳

Á dögunum var haldið þakklætisboð á Sólvangi fyrir starfsfólk sem er hætt störfum vegna aldurs💛Samanlagður starfsaldur þ...
24/11/2025

Á dögunum var haldið þakklætisboð á Sólvangi fyrir starfsfólk sem er hætt störfum vegna aldurs💛Samanlagður starfsaldur þessara mögnuðu kvenna var tæp 213 ár! Allar voru leystar út með aðventugjöf og fékk Ásta Sveinbjörnsdóttir sérstaka þakkætisgjöf fyrir lengsta starfsaldurinn en hún hafði unnið á Sólvangi í hvorki meira né minna en 45 ár! 💐
Þetta var mjög ánægjuleg samverustund þar sem skipst var á skemmtilegum sögum yfir kaffi og með því☕️
Við þökkum þeim innilega fyrir þeirra vinnuframlag, það er alveg ómetanlegt að eiga svona mannauð❤️

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem haf...
24/10/2025

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem hafa þurft að glíma við brjóstakrabbamein. Starfsfólk og íbúar klæddust bleiku, það var skreytt hátt og lágt með bleiku og Sóltún bauð upp á gómsætar tertur🩷

Kaffi Sól var opið á Sóltúni hjúkrunarheimili þar sem snillingarnir í eldhúsinu töfruðu fram einhverjar glæsilegustu brauðtertur sem sést hafa á heimilinu😋

Starfsfólk notaði bleika hanska við sín störf þessa viku, en hluti af ágóða af sölu þeirra rennur til Krabbameinsfélagsins. Þeir voru reyndar líka notaðir sem blöðrur víðs vegar😊

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfs...
11/09/2025

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfsfólk klæddist gulu. Umhverfið var skreytt með gulum skreytingum og svo var auðvitað gul terta með kaffinu💛

Næsta vika er síðan helguð fræðslu og samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum;

Er allt í gulu?
Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/ vini/ vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.

Hjálparsími Rauða krossins: 1717
Upplýsingamiðstöð Heilsuveru: 1700
Píeta síminn: 552 2218
Neyðarsíminn: 112

Address

Sólvangsvegur 2
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sóltún Sólvangi posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sóltún Sólvangi:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category