27/12/2025
Vinnustofa fyrir ungt fólk (18–25 ára) sem vilja
efla sjálfstraust, róa taugakerfið, og finna innri styrk í daglegu lífi.
Í gegnum dáleiðslu, hugleiðslu og andlega leiðsögn hjálpum við þér meðal annars að:
✔️ Byggja upp eflandi hugarfar
✔ Byggja upp nýja og kraftmeiri sjálfsmynd
✔ Umbreyta ótta í öryggi
✔ Róa hugann og losa um stress með öflugum tækjum
Möguleiki á að upplifa raunverulega breytingu á hugsunum, tilfinningum og líðan — frá fyrstu viku.
4 vikna vinnustofa:
- Dagsetningar: 12., 19., 26. janúar og 2. febrúar
- Tími: 18:30
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Verð: 42.000 kr
- Leiðbeinendur: Bára Heilunarmiðill & Daníel Máni
➡ Takmörkuð sæti – Skráning hafin
Skráðu þig hér: https://forms.gle/1kuRKj8ryPU2Rgnh9
Umsagnir um aðrar vinnustofur hjá Báru:
Ég upplifði vinnustofuna vera mjög markvissa og skipulagða, ásamt því að vera með létt andrúmsloft í anda Báru. Hún er ótrúleg, eitt orð. Hefur góða nærveru, auðvelt að koma og finnast maður velkomin þar sem léttleiki er í fyrirrúmi.
-Þátttakandi á Andlegri vinnustofu
Mér fannst hvert kvöld mjög skemmtilegt og áhugavert. Það er alltaf létt og gott andrúmsloft í kringum Báru. Hún er mjög góður kennari og leiðbeindi okkur á einfaldan og auðskilinn hátt. Ég hef tileinkað mér það sem ég lærði á vinnustofunni og það hefur dýpkað tengingar mínar mjög mikið. Á þeim fáu dögum sem liðnir eru frá því að námskeiðið kláraðist hef ég öðlast djúpa innsýn í mikilvæg mál í lífi mínu með því að nota það sem ég lærði. Ég mæli hiklaust með vinnustofunni, það sem Bára kennir er líka fyrir karlmenn!
- Þorleifur Pétursson
“Vinnustofan fór langt fram úr mínum væntingum. Maður bókstaflega fann orkuna frá fyrstu mínútu og ég lærði svo margt um sjálfa mig. Bára er algjörlega einstök. Orka hennar og jákvæðni búa til einhverja blöndu sem maður getur ekki lýst - maður verður að upplifa hana!”
-Þátttakandi á Andlegri vinnustofu
“Vinnustofan var alveg frábær, gaf mér mikið og orkan sem Bára gefur frá sér er einstök eins og hláturinn hennar.”
-Mæja
“Það sem stóð uppúr er hversu einfalt það er að sækja svör innra með sér og hversu mikill ávinningur hlaust af dáleiðslunni. Bára er einstök fagmanneskja. Hún veit nákvæmlega hvernig á að leiða hóp, í hvaða takti og veit hversu megnug hún er til að geta gefið öllum í hópnum þá orku og heilun sem þeir þarfnast og eru tilbúnir að þiggja. Hún hefur einstakt lag á því að vera snögg að skipta á milli einstaklinga. Ég upplifi mikið öryggi í kringum hana og hef einnig gaman af henni því hún er ávallt létt, lífsglöð og jákvæð.”
-Steinunn Guðmundsdóttir
“Yndisleg samvera, upplifun, orka og slökun❤️ mæli hiklaust með að prófa og yrði hissa ef upplifunin væri önnur. Stóð uppúr hvað allt var afslappað en samt mikil orka. Myndi lýsa Báru sem EINSTAKRI! Gleði, hlýja og mikil næmni. Veit svo sannarlega hvað hún segir, gefur og gerir.”
-Rut Þorgeirsd.