Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar Opinber síða Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. "Ávallt viðbúin!"

Fyrir þá sem vilja styrkja Björgunarsveit Hafnarfjarðar þá er hægt að leggja inn á reikninginn okkar í Íslandsbanka sem er 0544-26-2620 Kennitala sveitarinnar er 410200-3170. Þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Í dag fengum við einstaklega skemmtilega heimsókn frá fjölskyldu og vinum Sigurðar Darra Björnssonar.Sigurður Darri var ...
23/12/2025

Í dag fengum við einstaklega skemmtilega heimsókn frá fjölskyldu og vinum Sigurðar Darra Björnssonar.

Sigurður Darri var félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar en hann lést af slysförum við Esjuna þann 29. janúar 2020.

Hlaupahópur sem samanstendur af fjölskyldu og vinum Sigurðar Darra hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í minningu hans og til styrktar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Þau söfnuðu 1.367.000 krónum fyrir björgunarsveitina.

Við erum full þakklætis fyrir þennan myndarlega styrk. Við færum hlaupahópnum kærar þakkir fyrir að styðja við sveitina og fyrir að halda minningu Sigurðar Darra á lofti.

Gleðilega hátíð

Árið 2025 - í tölum og myndum.Nú lítum við um öxl og rýnum í nokkrar lykiltölur úr starfi sveitarinnar á árinu sem er að...
15/12/2025

Árið 2025 - í tölum og myndum.

Nú lítum við um öxl og rýnum í nokkrar lykiltölur úr starfi sveitarinnar á árinu sem er að líða.

Á árinu fundum við sem aldrei fyrr hversu heppin við erum með stuðning nærsamfélagsins. Hafnarfjarðarbær, íbúar Hafnarfjarðar og fyrirtæki bæjarins stóðu þétt við bakið á okkur og svöruðu kallinu þegar ákvörðun var tekin um að fjárfesta í nýjum björgunarbáti.

Nú stendur jólatrjáasalan yfir og það styttist óðum í okkar stærstu og mikilvægustu fjáröflun - flugeldasöluna. Þátttaka almennings í þessum fjáröflunum gerir okkur kleift að standa vaktina allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar öllum gleðilegs nýs árs og þökkum við fyrir öflugan stuðning á árinu sem er að líða.

Jólatrjáasalan okkar hefst í dag! Við tökum vel á móti ykkur í Hvalshúsinu á horni Flatahrauns og Reykjavíkurvegar.
10/12/2025

Jólatrjáasalan okkar hefst í dag! Við tökum vel á móti ykkur í Hvalshúsinu á horni Flatahrauns og Reykjavíkurvegar.

Jólaórói Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2025 er mættur. Óróinn í ár er til minningar um Sporhundinn Urtu sem kvaddi okku...
09/12/2025

Jólaórói Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2025 er mættur. Óróinn í ár er til minningar um Sporhundinn Urtu sem kvaddi okkur á árinu sem er að líða. Sá sjöundi í einstakri röð safngripa með smekklegri vísun í sögu og starf sveitarinnar. Óróinn er íslensk hönnun og framleiðsla.

Óróinn er fáanlegur í jólatrjáasölu okkar í Hvalshúsinu og í vefverslun okkar:

Jólaórói Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2025. Sá sjöundi í einstakri röð safngripa með smekklegri vísun í sögu og starf sveitarinnar. Íslensk hönnun og framleiðsla. Óróinn er einnig fáanlegur í jólatrjáasölu okkar í Hvalshúsinu. ATH takmarkað magn.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar er hluti af þéttu neti sjálfboðaliða um land allt sem helga líf sitt því að hjálpa fólki.Í ...
05/12/2025

Björgunarsveit Hafnarfjarðar er hluti af þéttu neti sjálfboðaliða um land allt sem helga líf sitt því að hjálpa fólki.

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Til hamingju með daginn!

Uthafsskip ehf styðja við starf Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra neyðarkallinum.Kæru þakkir fyrir stuðn...
05/12/2025

Uthafsskip ehf styðja við starf Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra neyðarkallinum.

Kæru þakkir fyrir stuðninginn!

Á laugardaginn fóru félagar úr sjóflokki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar út að sigla ásamt Hjálparsveit skáta í Kópavogi ...
03/12/2025

Á laugardaginn fóru félagar úr sjóflokki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar út að sigla ásamt Hjálparsveit skáta í Kópavogi og með í för voru gestir frá systursamtökum okkar í Noregi, Redningsselskapet. Voru þau hér í heimsókn til að kynna sér Björgunarskóla Landsbjargar.

Farið var út á Fiskakletti 7506 (BSH), Stefni 7747 og Sædísi SKB947 (HSSK) og siglt frá Hafnarfirði yfir í Skerjafjörð þar sem við æfðum og leystum ýmis verkefni í sameiningu.

Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að hitta og æfa með björgunarmönnum frá öðrum löndum. Þannig lærum við hver af öðru og verðum betri í því sem við gerum.

Málmsteypan Hella styður söfnun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir nýjum björgunarbát með kaupum á stóra neyðarkallinu...
02/12/2025

Málmsteypan Hella styður söfnun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir nýjum björgunarbát með kaupum á stóra neyðarkallinum.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Rio Tinto á Íslandi hefur, annað árið í röð, ákveðið að styrkja söfnun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir nýjum björgu...
02/12/2025

Rio Tinto á Íslandi hefur, annað árið í röð, ákveðið að styrkja söfnun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir nýjum björgunarbát með myndarlegu framlagi.

Styrkurinn mun flýta kaupum á nýja bátnum og þannig gera okkur kleift að efla viðbragðsgetu okkar við leitar- og björgunarverkefnum á sjó. Þúsund þakkir fyrir stuðninginn!

Tryggðu þér jólatré með tilgang!Hin árlega jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefst 10. desember í Hvalshúsinu...
01/12/2025

Tryggðu þér jólatré með tilgang!

Hin árlega jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefst 10. desember í Hvalshúsinu. Opnunartímar sölunnar verða virka daga frá 13:00 til 21:30 og um helgar frá 10:00 til 21:30.

Verið hjartanlega velkomin!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar - Tryggðu þér jólatré með tilgang

Address

Hvaleyrarbraut 32
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Björgunarsveit Hafnarfjarðar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Björgunarsveit Hafnarfjarðar:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram