23/12/2025
Í dag fengum við einstaklega skemmtilega heimsókn frá fjölskyldu og vinum Sigurðar Darra Björnssonar.
Sigurður Darri var félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar en hann lést af slysförum við Esjuna þann 29. janúar 2020.
Hlaupahópur sem samanstendur af fjölskyldu og vinum Sigurðar Darra hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í minningu hans og til styrktar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Þau söfnuðu 1.367.000 krónum fyrir björgunarsveitina.
Við erum full þakklætis fyrir þennan myndarlega styrk. Við færum hlaupahópnum kærar þakkir fyrir að styðja við sveitina og fyrir að halda minningu Sigurðar Darra á lofti.
Gleðilega hátíð