18/12/2025
Kæru jógar,
Nú hefur Amarayoga farið í jólafrí fram að mánudeginum 5. janúar 2026.
Ég þakka fyrir þátttöku í tímunum þetta haustið og hlakka til að sjá ykkur öll aftur endurnærð eftir fríið 🥰
Ég læt fylgja hérna með tíma af djúpri slökun þar sem við heimsækjum gyðju í huganum, gyðju sem hálpar okkur að ná betri yfirsýn yfir allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Gefðu þér 40 mínútur af góðu næði í fríinu, leggstu þægilega með teppi yfir þig og kannski heyrnatól á höfðinu og leyfðu þér að slaka vel á.
Ég minni svo á að í janúar hefst námskeið þar sem má læra að leiða svona, og aðra svipaða, tíma af jóga nídra. Þú finnur allar upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Amarayoga.
Þangað til á nýju ári,
Namaste 🥰🙏
Jóga nídra tími þar sem við vinnum með krafta Bagalamukhi, gulu gyðjunnar, sem hjálpar okkur við að ná skýrari yfirsýn yfir það sem við erum að eiga við.