27/06/2019
RÆTUR SÁL- OG LÍKAMSMEÐFERÐ
Rætur er samstarf heildrænna meðferðaraðila sem starfa með það að markmiði að vinna með rót vanda hvers einstaklings. Með heildrænu meðferðarformi er horft á hvern einstakling út frá meðvitund um líkama, huga og tilfinningar, ásamt viðbrögðum og líðan í samskiptum. Meðferðirnar eru fyrirbyggjandi og einnig til að takast á við núverandi ástand líkama og sálar, t. d. streitu, áföll, kvíða, þunglyndi, kulnun, verki, vefjagigt, spennu í líkama og svefn.
Boðið verður upp á samtals- og líkamsmeðferðir, ásamt því að vera með námskeið og hópastarf.