21/10/2022
Ertu ekki að ná fókus og vinnuflæði?
Prófaðu þetta 👉 Settu þig bókstaflega í “skammarskrókinn”.
Í staðinn fyrir að hanga fyrir framan tölvuna, vera frústreraður yfir því að ekkert sé að gerast, flýja í símann og skrolla í gegnum drasl og byggja upp meira samviskubit yfir því að ekkert er að gerast.
Hafðu annað sæti annarstaðar í rýminu og tilltu þér þar (skammarkrókinn) í fallega stöðu, slakaðu á og EKKI taka símann með þér.
Eftir smástund á þér eftir að leiðast svo mikið, hausinn fer smátt og smátt í gang og vil fara að gera eitthvað! Hann vill komast úr skammarkróknum 😀
Án grins áttu eftir að rjúka aftur í vinnuflæðið og eiga góðan dag. Endurtakist að vild og þörfum 🔄