Matti Kírópraktor

Matti Kírópraktor Gonstead kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands.

Nú getum við boðið þjónustu okkar í Reykjanesbæ eftir páska!
01/04/2025

Nú getum við boðið þjónustu okkar í Reykjanesbæ eftir páska!

Alveg síðan ég byrjaði að læra kírópraktík hafði ég hugsað mér að reka og eiga mína eigin stofu. Það gerðist loksins, ef...
04/01/2024

Alveg síðan ég byrjaði að læra kírópraktík hafði ég hugsað mér að reka og eiga mína eigin stofu. Það gerðist loksins, eftir 4.5 ár í vinnu, núna 1. janúar. Ég er orðinn eigandi af Kírópraktorstofa Íslands. með kollega mínum Helga. Við stefnum á að halda áfram að þróa okkar frábæru þjónustu sem við höfum boðið uppá fyrir okkar skjólstæðinga hér í Sporthúsinu og hjálpa Íslendingum að líða betur í eigin líkama með hágæða kírópraktík fyrir unga sem aldna. Mjög spennandi tímar framundan :D

Endilega skellið í Like á síðunni okkar á bæði Facebook og Instagram, við stefnum á að fræða landann um kírópraktík og heilsu á komandi árum.

„Það er sérstakt að vera að detta í fimmtugt á árinu og vera með autt blað fyrir framan sig,“ segir Magni Bernhardsson kírópraktor.

Ekki er til betri jólagjöf en þessi 👆Fæst í afgreiðslu  eða í síma 527-2277 📞
01/12/2022

Ekki er til betri jólagjöf en þessi 👆
Fæst í afgreiðslu eða í síma 527-2277 📞

Eyddi helginni í Valencia á mínu fyrsta Gonstead námskeiði í 3.5 ár ásamt góðvinkonu og kollega  . Viðfangsefnið var aða...
22/11/2022

Eyddi helginni í Valencia á mínu fyrsta Gonstead námskeiði í 3.5 ár ásamt góðvinkonu og kollega . Viðfangsefnið var aðallega hálshnykkingar ásamt meðhöndlun á kjálka. Mikið um skemmtun, tækni og lærdóm.
Í Gonstead kerfinu er endalaust hægt að sökkva sér dýpra, verða nákvæmari hnykkjari, betri í að finna taugatruflunina og lesa í einkenni. Vinnan heldur áfram 🙌

DORSI FLEXION 🦵Þetta er hreyfing sem á sér stað við ökklaliðinn þar sem ristin fer upp í átt að sköflungnum og er ein af...
08/02/2022

DORSI FLEXION 🦵Þetta er hreyfing sem á sér stað við ökklaliðinn þar sem ristin fer upp í átt að sköflungnum og er ein af mikilvægustu hreyfingum líkamans að mínu mati. Þegar dorsi flexion hreyfigetan skerðist nær hnéð ekki að renna fram fyrir tærnar án þess að hællinn lyftist of snemma, og það getur haft gríðarleg áhrif á hreyfikerfið okkar. T.d (ath listinn er ekki tæmandi):
🔹Ökklaverkir/stífleiki
🔹Stífir kálfar
🔹Stífir mjaðmabeygjarar (hip flexors)
🔹Vanvirkni í rassvöðvum
🔹Hnéverkir (sérstaklega innanvert hné)
🔹Ilsig
🔹Hallux valgus (stóra táin byrjar að snúast út á við)
🔹Mjaðma og bakverkir (þess má til gamans geta að allir þessir hlutir að ofan geta einnig leitt til bakverkja)
🔹Þessir hlutir geta svo einnig gerst á hinni hlið líkamans ef DF er skert einu megin
Þegar þú tapar hreyfigetu á einu svæði, þá þarf líkaminn að bæta upp fyrir það annarsstaðar (köllum það að compensate-a) og setur óeðlilegt álag á þann vöðvahóp, þar sem eitt leiðir að öðru.
Ekki hunsa gömlu ökklameiðslin sem gerðust fyrir 2 árum. Kláraðu dæmið áður en það kemur í bakið á þér 👊

Ert þú með innlegg??
05/01/2022

Ert þú með innlegg??

There is nothing in the design of the foots arch that is designed to bear weight.

The foot is made to accept bodyweight on the heel, forefoot and toes.

Arch support in shoes and orthotics forces you to bear weight on the arch.

Why would you make the foot do something it’s not made to do?

Síðasti vinnudagur 2021. Verð að viðurkenna, ég hef verið arfaslakur á samfélagsmiðlunum á þessu ári miðað við árið áður...
30/12/2021

Síðasti vinnudagur 2021. Verð að viðurkenna, ég hef verið arfaslakur á samfélagsmiðlunum á þessu ári miðað við árið áður. Hef kosið að eyða mínum frítíma í að sökkva mér dýpra ofan í kírópraktík kanínuholuna í staðinn því það gerir þig að betri kírópraktor, sem er auðvitað markmiðið 🤓
En mig langar að þakka öllum þeim sem leituðu sér hjálpar til mín á árinu, er mjög þakklátur fyrir það.
Þetta ár hefur verið mjög lærdómsríkt, annasamt og krefjandi, sem er alveg eins og ég vill hafa það.
Vona að næsta ár færi ykkur góða heilsu, gleði, og hamingju, ef ekki, þá er ég hér til að hjálpa 👐

👐👐👐
30/11/2021

👐👐👐

Það er gaman þegar gengur vel 🙏⚽️
07/10/2021

Það er gaman þegar gengur vel 🙏⚽️

Við þökkum Breiðablik fyrir frábært samstarf á liðnu tímabili og óskum stelpunum góðs gengis í komandi leikjum.

🤔🤔🤔
28/08/2021

🤔🤔🤔

Looks legit.

Podiatrists will be dropping their needles and scalpels all over the floor to recommend this shoe.

Spjaldhryggurinn Ég hef tekið eftir að ég hnykki spjaldhrygginn mjög oft, sennilega ⅔ af kúnnum sem koma til mín, h...
27/05/2021

Spjaldhryggurinn Ég hef tekið eftir að ég hnykki spjaldhrygginn mjög oft, sennilega ⅔ af kúnnum sem koma til mín, hvort sem þeir koma með mjóbaksverki eða ekki, því langaði mig að tala stuttlega um mikilvægi spjaldsins á heilsu þína.
Spjaldhryggurinn er samsettur af 5 sjálfstæðum beinum (stundum 4 eða 6) sem gróa saman þegar beinagrindin grær saman og vaxtarlínur lokast á unglingsárunum og er neðsti hluti hryggjarins, að undantöldu rófubeininu.
Spjaldið er einnig miðjuhlutinn af mjaðmagrindinni okkar með sitthvorum mjaðmaspöðunum beggja megin við og mætast á spjaldhryggs liðunum (sacroiliac joint) tveimur.
Út frá spjaldhryggnum koma svo 5 taugar sitthvoru megin sem fara niður í fótleggina okkar og stjórna þar vöðvum, liðböndum, húð, æðum osfrv. Ásamt sérstaklega mikilvægum taugum sem fara til síðasta hluta meltingarfæra okkar, kynfæra og þvagblöðru sem hluti af parasympatíska hluta sjálfvirka taugakerfisins (rest and digest).
Ef við horfum á stoðkerfið eins og byggingu er spjaldhryggurinn gríðarlega mikilvægur miðlægur og mikill undirstöðu grunnur bæði fyrir mjaðmagrind og restina af hryggnum, og tengir saman neðri útlimi við hrygginn. Út frá taugafræðilegu sjónarmiði spilar spjaldhryggurinn gríðarlega mikilvægu hlutverki í virkni taugakerfisins, einna helst parasympatíska kerfið. Því getur spjaldhryggurinn einn og sér haft áhrif á alla þessa þætti. Nokkur dæmi helstu vandamálin:
➡️Mjóbaks- og mjaðmagrindarverkir
➡️Vanvirkni í rassvöðvum
➡️Brjósklos/útbungun
➡️Mjaðmaskekkja og/eða stuttur fótleggur
➡️Verkir niður fótleggi og/eða fætur
➡️Hnéverkir/vandamál
➡️Sveigjur í hrygg
➡️Meltingartruflanir
Ég meðhöndla spjaldhrygg út frá Gonstead aðferðafræðinni sem hefur skilað mínum skjólstæðingum mjög jákvæðum árangri í flestum tilfellum.
Þú myndir ekki byggja hús á skökkum grunni er það?

18/03/2021

Hvet alla til að leggja við hlustir á þessum frábæra þætti um hryggsúluna og bakverki 👌

Address

Dalsmári 9-11
Kópavogur

Opening Hours

Monday 07:00 - 17:30
Tuesday 07:00 - 17:30
Wednesday 07:00 - 17:30
Thursday 07:00 - 17:30
Friday 07:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Matti Kírópraktor posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Matti Kírópraktor:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category