27/05/2021
Spjaldhryggurinn Ég hef tekið eftir að ég hnykki spjaldhrygginn mjög oft, sennilega ⅔ af kúnnum sem koma til mín, hvort sem þeir koma með mjóbaksverki eða ekki, því langaði mig að tala stuttlega um mikilvægi spjaldsins á heilsu þína.
Spjaldhryggurinn er samsettur af 5 sjálfstæðum beinum (stundum 4 eða 6) sem gróa saman þegar beinagrindin grær saman og vaxtarlínur lokast á unglingsárunum og er neðsti hluti hryggjarins, að undantöldu rófubeininu.
Spjaldið er einnig miðjuhlutinn af mjaðmagrindinni okkar með sitthvorum mjaðmaspöðunum beggja megin við og mætast á spjaldhryggs liðunum (sacroiliac joint) tveimur.
Út frá spjaldhryggnum koma svo 5 taugar sitthvoru megin sem fara niður í fótleggina okkar og stjórna þar vöðvum, liðböndum, húð, æðum osfrv. Ásamt sérstaklega mikilvægum taugum sem fara til síðasta hluta meltingarfæra okkar, kynfæra og þvagblöðru sem hluti af parasympatíska hluta sjálfvirka taugakerfisins (rest and digest).
Ef við horfum á stoðkerfið eins og byggingu er spjaldhryggurinn gríðarlega mikilvægur miðlægur og mikill undirstöðu grunnur bæði fyrir mjaðmagrind og restina af hryggnum, og tengir saman neðri útlimi við hrygginn. Út frá taugafræðilegu sjónarmiði spilar spjaldhryggurinn gríðarlega mikilvægu hlutverki í virkni taugakerfisins, einna helst parasympatíska kerfið. Því getur spjaldhryggurinn einn og sér haft áhrif á alla þessa þætti. Nokkur dæmi helstu vandamálin:
➡️Mjóbaks- og mjaðmagrindarverkir
➡️Vanvirkni í rassvöðvum
➡️Brjósklos/útbungun
➡️Mjaðmaskekkja og/eða stuttur fótleggur
➡️Verkir niður fótleggi og/eða fætur
➡️Hnéverkir/vandamál
➡️Sveigjur í hrygg
➡️Meltingartruflanir
Ég meðhöndla spjaldhrygg út frá Gonstead aðferðafræðinni sem hefur skilað mínum skjólstæðingum mjög jákvæðum árangri í flestum tilfellum.
Þú myndir ekki byggja hús á skökkum grunni er það?