Virkni og Vellíðan í Kópavogi

Virkni og Vellíðan í Kópavogi Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.

Við erum þakklát fyrir samstarfið okkar við Háskólann í Reykjavík. Hér kemur frétt og myndir frá síðustu mælingum sem fr...
17/10/2025

Við erum þakklát fyrir samstarfið okkar við Háskólann í Reykjavík.

Hér kemur frétt og myndir frá síðustu mælingum sem fram fóru í september ☺️

Verkefni þróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík eru fjölbreytt en fyrr í haust sáu fyrst árs nemar um að framkvæma mælingar á eldri borgurum sem taka þátt í heilsueflingunni Virkni og vellíðan. Það verkefni miðar að Heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi og er...

Nú er komið að fræðslufyrirlestri hjá okkur í Virkni og Vellíðan en eitt af okkar helstu markmiðum að stuðla að auknu he...
17/09/2025

Nú er komið að fræðslufyrirlestri hjá okkur í Virkni og Vellíðan en eitt af okkar helstu markmiðum að stuðla að auknu heilsulæsi þátttakenda okkar og íbúa Kópavogsbæjar.

Á þessari önn ætlar hún Katrín Ýr doktor í Íþróttavísindum að koma til okkar og halda erindi um Svefn og mikilvægi hans. Katrín hefur komið til okkar áður , vorið 2022 og var þá mikil ánægja með fræðsluna. Hún hefur verið virk í rannsóknar- og fræðastarfi um svefn og áhrif hreyfingar á svefn.

Fræðslan verður haldin í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30.september og verða fyrirlestrarnir dæmi um viðburði sem Kópavogsbær býður upp á þá vikuna. BeActive Iceland

Í þetta skiptið ætlum við að bjóða upp á tvær tímasetningar á fræðslufyrirlesturinum. Þá geta þátttakendur og aðrir íbúar Kópavogs valið á hvaða tíma þeir vilja mæta á fyrirlesturinn. Fyrirlestrarnir munu fara fram í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi Gullsmára og Gjábakka.

- Gjábakki - Fimmtudaginn 25.september klukkan 13:00
- Gullsmári - Þriðjudaginn 30.september klukkan 12:30

Við vonumst til þess að sjá sem flesta og eins og áður þá eru þessir fyrirlestrar opnir öllum Kópavogsbúum 60 ára og eldri 🙂

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan :Þá er komið að síðustu sumargöngu Virkni og Vellíðan 2025. Miðvikudaginn ...
25/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan :

Þá er komið að síðustu sumargöngu Virkni og Vellíðan 2025. Miðvikudaginn 27.ágúst ætlum við að hittast hjá Hinu húsinu (Rafstöðvarvegur 7-9) í Elliðaárdalnum. Við ætlum að ganga þaðan svipaða leið og við gengum í júní nema í öfuga átt. Hringurinn er c.a. 6 kílómetra langur, mest á malbiki. Leiðin verður smá upp í móti í byrjun og endum svo niður í móti.

Hægt verður að stytta hringinn fyrir þá sem vilja fara styttri vegalengd, þá u.þ.b. 3 kílómetra.

Við leggjum af stað í göngu klukkan 10:30.
Allir velkomnir 😀

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan:Miðvikudaginn 20. ágúst ætlum við að hittast á Bílastæðinu hjá Gróttu vita...
18/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Miðvikudaginn 20. ágúst ætlum við að hittast á Bílastæðinu hjá Gróttu vita út á Seltjarnarnesi. Þar ætlum við að ganga um 4,5km hring utanum golfvöllinn. Gengið verður á fjölbreyttu undirlagi, bæði á malbiki og möl. Við leggjum afstað kl 10:30.
Hlakka til að sjá ykkur.

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan: Miðvikudaginn 13.ágúst ætlum við að hittast við Bílastæðið hjá Vífilstaða...
11/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Miðvikudaginn 13.ágúst ætlum við að hittast við Bílastæðið hjá Vífilstaðavatni. Þar ætlum við að ganga 2 hringi í kringum vatnið. Hringurinn er u.þ.b 2,5 km svo ganga dagsins verður um 5 km. Fólk hefur því val um það hvort það vilji ganga 1 eða 2 hringi 🙂

Ágætis veðurspá, við leggjum af stað í göngu klukkan 10:30 og hlökkum til að sjá ykkur.

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan: Að þessu sinni, miðvikudaginn 6.ágúst ætlum við að hittast við bílastæðið...
04/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Að þessu sinni, miðvikudaginn 6.ágúst ætlum við að hittast við bílastæðið hjá sundlauginni í Laugardalnum (Laugardalslauginni). Þaðan ætlum við að ganga um 3,5 - 4 km langan hring í laugardalnum og komum meðal annars við í Grasagarðinum og hjá Þvottalaugunum.

Gengið verður á fjölbreyttu undirlagi, bæði á malbiki og möl. Við leggjum af stað kl 10:30 og svo er tilvalið að fá sér pylsu í pylsuvagninum og skella sér í sund að göngu lokinni :)

Okkur hlakkar til að sjá ykkur 😃😃😃

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan: Miðvikudaginn 30.júlí ætlum við að ganga hringinn í kringum Rauðavatn sem...
28/07/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Miðvikudaginn 30.júlí ætlum við að ganga hringinn í kringum Rauðavatn sem eru rúmir 3 kílómetrar. Gönguleiðin er bæði á malbiki og malarstígum og verður lagt af stað klukkan 10:30. Við hittumst við bílastæðið hjá Rauðavatni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en það er ekki mjög stórt, og því gott ef fólk gæti sameinast í bíla. Það er þó einnig hægt að leggja á bílastæðinu við morgunblaðið (Hádegismóar 2) og ganga niður að bílastæðinu :)

Hlökkum til að sjá ykkur :)

Address

Fífan
Kópavogur

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Virkni og Vellíðan í Kópavogi posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Virkni og Vellíðan í Kópavogi:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram