Virkni og Vellíðan í Kópavogi

Virkni og Vellíðan í Kópavogi Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.

🤸‍♀Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs heimsótti okkur á æfingu og tók þátt í æfingu með hópi 14 í Virkni og vell...
09/12/2025

🤸‍♀Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs heimsótti okkur á æfingu og tók þátt í æfingu með hópi 14 í Virkni og vellíðan.

Allir glaðir að geta loksins æft aftur í Fífunni 😀

Jólahlaðborð Virkni og Vellíðan 2025 var haldið í gær í fjórða sinn með glæsibrag. Í ár var metþátttaka á viðburðinn en ...
27/11/2025

Jólahlaðborð Virkni og Vellíðan 2025 var haldið í gær í fjórða sinn með glæsibrag. Í ár var metþátttaka á viðburðinn en um 270 gestir voru skráðir 🎄

Gestir kvöldsins höfðu orð á því hve einstaklega vel heppnaður viðburðurinn var – bæði maturinn, skemmtidagskráin og samveran. Í ár var hlaðborðið haldið á Gullhömrum enda hópurinn orðin stór og var þar nóg pláss fyrir alla.

Veislustjóri kvöldsins var engin önnur en Kolbrún Þóra úr hópi 1 í Virkni og Vellíðan, en hún stýrði veislunni af einstakri fagmennsku og sló algjörlega í gegn.

Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Ásdís bæjarstjóri ávarpaði hópinn í upphafi kvöldsins og hrósaði því frábæra starfi sem unnið er innan Virkni og Vellíðan. Við fengum til okkar ungt og efnilegt danspar frá Dansíþróttafélagi Kópavogs sem sýndu okkur listir sínar og línudanshópur Virkni og Vellíðan tók skemmtilegan línudans við lagið „Achy Breaky Heart“. Síðastur en sannarlega ekki sístur steig Jón Sig, oft nefndur 500kallinn, á svið og hélt uppi miklu fjöri langt fram á kvöld. Það var mikið hlegið, spjallað, sungið og dansað.

Við erum stolt af því frábæra samfélagi sem Virkni og Vellíðan hefur orðið.

Við látum hér fylgja nokkrar myndir frá viðburðinum en þær eru teknar af Örnu Petru ljósmyndara. Þær fanga vel gleðina og stemninguna sem einkenndi kvöldið. Nú þegar er öllum farið að hlakka til jólahlaðborðsins á næsta ári.☺️

Við erum þakklát fyrir samstarfið okkar við Háskólann í Reykjavík. Hér kemur frétt og myndir frá síðustu mælingum sem fr...
17/10/2025

Við erum þakklát fyrir samstarfið okkar við Háskólann í Reykjavík.

Hér kemur frétt og myndir frá síðustu mælingum sem fram fóru í september ☺️

Verkefni þróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík eru fjölbreytt en fyrr í haust sáu fyrst árs nemar um að framkvæma mælingar á eldri borgurum sem taka þátt í heilsueflingunni Virkni og vellíðan. Það verkefni miðar að Heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi og er...

Nú er komið að fræðslufyrirlestri hjá okkur í Virkni og Vellíðan en eitt af okkar helstu markmiðum að stuðla að auknu he...
17/09/2025

Nú er komið að fræðslufyrirlestri hjá okkur í Virkni og Vellíðan en eitt af okkar helstu markmiðum að stuðla að auknu heilsulæsi þátttakenda okkar og íbúa Kópavogsbæjar.

Á þessari önn ætlar hún Katrín Ýr doktor í Íþróttavísindum að koma til okkar og halda erindi um Svefn og mikilvægi hans. Katrín hefur komið til okkar áður , vorið 2022 og var þá mikil ánægja með fræðsluna. Hún hefur verið virk í rannsóknar- og fræðastarfi um svefn og áhrif hreyfingar á svefn.

Fræðslan verður haldin í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30.september og verða fyrirlestrarnir dæmi um viðburði sem Kópavogsbær býður upp á þá vikuna. BeActive Iceland

Í þetta skiptið ætlum við að bjóða upp á tvær tímasetningar á fræðslufyrirlesturinum. Þá geta þátttakendur og aðrir íbúar Kópavogs valið á hvaða tíma þeir vilja mæta á fyrirlesturinn. Fyrirlestrarnir munu fara fram í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi Gullsmára og Gjábakka.

- Gjábakki - Fimmtudaginn 25.september klukkan 13:00
- Gullsmári - Þriðjudaginn 30.september klukkan 12:30

Við vonumst til þess að sjá sem flesta og eins og áður þá eru þessir fyrirlestrar opnir öllum Kópavogsbúum 60 ára og eldri 🙂

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan :Þá er komið að síðustu sumargöngu Virkni og Vellíðan 2025. Miðvikudaginn ...
25/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan :

Þá er komið að síðustu sumargöngu Virkni og Vellíðan 2025. Miðvikudaginn 27.ágúst ætlum við að hittast hjá Hinu húsinu (Rafstöðvarvegur 7-9) í Elliðaárdalnum. Við ætlum að ganga þaðan svipaða leið og við gengum í júní nema í öfuga átt. Hringurinn er c.a. 6 kílómetra langur, mest á malbiki. Leiðin verður smá upp í móti í byrjun og endum svo niður í móti.

Hægt verður að stytta hringinn fyrir þá sem vilja fara styttri vegalengd, þá u.þ.b. 3 kílómetra.

Við leggjum af stað í göngu klukkan 10:30.
Allir velkomnir 😀

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan:Miðvikudaginn 20. ágúst ætlum við að hittast á Bílastæðinu hjá Gróttu vita...
18/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Miðvikudaginn 20. ágúst ætlum við að hittast á Bílastæðinu hjá Gróttu vita út á Seltjarnarnesi. Þar ætlum við að ganga um 4,5km hring utanum golfvöllinn. Gengið verður á fjölbreyttu undirlagi, bæði á malbiki og möl. Við leggjum afstað kl 10:30.
Hlakka til að sjá ykkur.

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan: Miðvikudaginn 13.ágúst ætlum við að hittast við Bílastæðið hjá Vífilstaða...
11/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Miðvikudaginn 13.ágúst ætlum við að hittast við Bílastæðið hjá Vífilstaðavatni. Þar ætlum við að ganga 2 hringi í kringum vatnið. Hringurinn er u.þ.b 2,5 km svo ganga dagsins verður um 5 km. Fólk hefur því val um það hvort það vilji ganga 1 eða 2 hringi 🙂

Ágætis veðurspá, við leggjum af stað í göngu klukkan 10:30 og hlökkum til að sjá ykkur.

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan: Að þessu sinni, miðvikudaginn 6.ágúst ætlum við að hittast við bílastæðið...
04/08/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Að þessu sinni, miðvikudaginn 6.ágúst ætlum við að hittast við bílastæðið hjá sundlauginni í Laugardalnum (Laugardalslauginni). Þaðan ætlum við að ganga um 3,5 - 4 km langan hring í laugardalnum og komum meðal annars við í Grasagarðinum og hjá Þvottalaugunum.

Gengið verður á fjölbreyttu undirlagi, bæði á malbiki og möl. Við leggjum af stað kl 10:30 og svo er tilvalið að fá sér pylsu í pylsuvagninum og skella sér í sund að göngu lokinni :)

Okkur hlakkar til að sjá ykkur 😃😃😃

Sumargöngur 2025Gönguhópur Virkni og Vellíðan: Miðvikudaginn 30.júlí ætlum við að ganga hringinn í kringum Rauðavatn sem...
28/07/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Miðvikudaginn 30.júlí ætlum við að ganga hringinn í kringum Rauðavatn sem eru rúmir 3 kílómetrar. Gönguleiðin er bæði á malbiki og malarstígum og verður lagt af stað klukkan 10:30. Við hittumst við bílastæðið hjá Rauðavatni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en það er ekki mjög stórt, og því gott ef fólk gæti sameinast í bíla. Það er þó einnig hægt að leggja á bílastæðinu við morgunblaðið (Hádegismóar 2) og ganga niður að bílastæðinu :)

Hlökkum til að sjá ykkur :)

Sumargöngur 2025:Gönguhópur Virkni og Vellíðan:Að þessu sinni verður gengið um Búrfellsgjá miðvikudaginn 23.júlí, auðvel...
20/07/2025

Sumargöngur 2025:
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Að þessu sinni verður gengið um Búrfellsgjá miðvikudaginn 23.júlí, auðveld ganga á malarstíg. Gangan fram og til baka er u.þ.b. 4,5 km. Nokkrar flatir eru í gjánni og ef veður leyfir er upplagt að tilla sér á eina slíka í bakaleiðinni og gæða sér á góðum kaffisopa eða kakói og einhverju gómsætu með. Gott að hafa meðferðis teppi eða eitthvað annað til að tilla sér á. Við hittumst á bílastæðinu við gjána og gangan hefst kl. 10.30 eins og venjulega. Leiðin að bílastæðinu sést á meðfylgjandi korti en vegur 410 liggur við Vífilstaðavatn og vegur 408 er inn í Heiðmörkina. Ekinn er vegur 408 að bílastæðinu sem er á hægri hönd, það eina á hægri hönd á þessari leið. (Sjá mynd hér fyrir neðan í commentum)

En um Búrfellsgjá segir á skilti í gjánni eftirfarandi: “Búrfellsgjá er 3,5 km löng hrauntröð sem liggur vestur úr Búrfelli. Hrauntröðin er farvegur glóandi kvikunnar sem kom upp í gosinu og fyllti kvikan tröðina upp á barma. Í lok eldvirkninnar tæmdist hrauntröðin. Talið er að hraun þetta hafi runnið fyrir um 7000 árum.”

Við leggjum af stað klukkan 10:30 og hlökkum til að sjá ykkur :)

Sumargöngur 2025 Gönguhópur Virkni og Vellíðan: Á miðvikudaginn þann16.júlí ætlum við að ganga 4.5 kílómetra hring í Hei...
14/07/2025

Sumargöngur 2025
Gönguhópur Virkni og Vellíðan:

Á miðvikudaginn þann16.júlí ætlum við að ganga 4.5 kílómetra hring í Heiðmörk. Gangan verður að mestu á malastíg og leggjum við af stað klukkan 10:30. Gangan hefst við bílastæðið við Vífilstaðahlíð. Þar sem bílastæðið er takmarkað væri frábært að þeir sem geta sameinist í bíla. Ef ekki er pláss á bílastæðinu við Vífilsstaðahlíð er líka bílastæði við Maríuhella en hann Ragnar ætlar að vera þar og fylgja þeim sem leggja þar að upphafsstað göngu. Á meðfylgjandi korti sýnir rauða strikið leiðina eftir gatnamótin við Vífilsstaðavatn og krossarnir bílastæðin.

Okkur hlakkar til að sjá ykkur 😀💪

Sumar-Júlí ÁSKORUN  💪☀️Þar sem hefðbundnar æfingar eru núna í sumarfríi þá langaði okkur til þess að útbúa skemmtilega á...
10/07/2025

Sumar-Júlí ÁSKORUN 💪☀️

Þar sem hefðbundnar æfingar eru núna í sumarfríi þá langaði okkur til þess að útbúa skemmtilega áskorun fyrir þátttakendur í Virkni og Vellíðan. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þeim tækla þessi verkefni og veita hvort öðru innblástur.

Við ákváðum því að deila þessu skemmtilega bingói hér með öllum og skorum á ykkur að hafa þetta blað/bingó til hliðsjónar í júlí enda nóg eftir af mánuðinum.

Fullkomið tækifæri til þess að gera júlímánuð virkann og skemmtilegan með þessu frábæra sumarbingói! 🎉

Markmiðið er að klára eins mörg verkefni og þið mögulega getið í bingóinu á ykkar eigin hraða. Það þarf ekki að klára allt í einu – verkefni eins og „50 hnébeygjur“ eða „200 tröppur“ má skipta niður á fleiri daga. Hvert skref skiptir máli! 🚶‍♀️🤸‍♂️

Við skorum á ykkur öll að taka þátt og prófa eitthvað nýtt. Kannski að hitta félagana á göngu í nýju umhverfi eða fara saman í golf eða frisbee! Þá er hægt að taka tvo glugga í einu🌿

Saman getum við gert júlí að virkum og vellíðanarfylltum mánuði! Þetta Bingó hvetur okkur til aukinnar hreyfingar og virkni 💪

Að lokum viljum við hvetja ykkur til þess að mæta í göngurnar okkar í sumar sem eru á dagskrá alla miðvikudaga klukkan 10:30. Göngurnar eru auglýstar hér.
Njótið sumarsins og verið dugleg að rækta líkama og sál!

Address

Fífan
Kópavogur

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Virkni og Vellíðan í Kópavogi posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Virkni og Vellíðan í Kópavogi:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram