29/08/2023
FYRSTI LEIKUR Í ÚRSLITAKEPPNI!
Stelpurnar leika í úrslitakeppninni á fimmtudaginn næstkomandi hér á okkar heimavelli, SAMSUNGVELLI!
Við skulum fjölmenna á völlinn í bláu þegar nágrannar okkar í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar mæta í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 18:00
Svæðið opnar 17:00 með verðlaunahamborgurum á grillinu og dælurnar á Dúllubar verða upp á sitt allra besta! Tilvalin tímasetning til þess að taka kvöldmatinn hjá okkur og skella sér svo á fótboltaleik ⚽💪
Centralbros Tannsmíðastofa hefur ákveðið að bjóða á völlinn og fyrir það erum við einstaklega þakklát!
Í næstu viku halda stelpurnar svo til Hollands þar sem þær munu leika í Evrópukeppninni! - Meira um það síðar...
ALLIR Á VÖLLINN!
Við Erum Silfurskeiðin
SKÍNI STJARNAN 💙