Heill Heimur

Heill Heimur Heill heimur býður upp á meðferð fyrir einstaklinga auk fyrirlestra og námskeiða á svið meðvirkni og núvitundar

Heill heimur býður upp á meðferð fyrir einstaklinga auk fyrirlestra og námskeiða á sviði meðvirkni og núvitundar. Sérstakar áherslur: Meðvirkni - orsakir og afleiðingar, birtingarmyndir í daglegu lífi, s.s. brotin sjálfsmynd, erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, spenna og erfiðleikar í samböndum og samskiptum. Ráðgjöfin byggir á:
Áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Meðvirkni þróast í uppvextinum í óheilbrigðum fjölskyldumynstrum. Þau verða m.a. til vegna andlegra eða líkamlegra veikinda foreldra eða barns, fíknar, stjórnleysis eða vangetu foreldra/uppalenda til að veita þá næringu sem til þarf svo barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða sjálfsmynd, fær um að eiga í heilbrigðum samböndum og samskiptum í lífi og starfi. Samkenndarnálgun (Comassionate Inquiery) er leið til sjálfsskoðunar, samkenndar og sáttar í eigin lífi. Samkenndarnálgun er aðferð sem leitast við að skoða rætur þeirra undirliggjandi og ómeðvituðu viðhorfa sem stjórna þínu lífi. Komast að rótum þeirra og skilja hvernig þau urðu til og af hverju í því augnamiði að sleppa takinu á þeim. Gyða Dröfn er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík. Gyða hefur lokið námi í meðvirknifræðum Piu Mellody, fræðum sem skoða áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center. Iðkun hugleiðslu veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á sjálfum okkar og lífi okkar.

Ástvaldur Zenki hefur lokið námi í Compassionate Inquiery (Samkenndarnálgun) sem er sýkóþerapísk leið sem hjálpar okkur að afhjúpa þá ómeðvituðu þætti sem stjórna hegðun okkar í daglegu lífi. Ástvaldur hefur lokið diplóma námi í Counselling Skills hjá Chris John, ​MSc, sálmeðferðarfræðingi. Hann hefur iðkað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans Jakusho Kwong Roshi síðan 1998 og er í dag kennari Zen á Íslandi. Til að panta tíma í meðvirknivinnu, panta fyrirlestur eða námskeið er hægt að senda póst á netfangið: heillheimur@heillheimur.is

Einnig boðið upp á fjarviðtöl.

🥰
16/12/2025

🥰

Waiting for someone else to give us permission might keep us waiting for a loooong time. 😮‍💨

The cost we pay for keeping-the-people-pleased is far too high.

And time is short.

Isn’t it time to change this?

❤️
Molly

Can’t wait to show you how!
Https://boundaried.com

🫶
14/12/2025

🫶

When trauma is unresolved, the nervous system stays on alert, and stress systems keep firing or become easily triggered.
It doesn’t always announce itself with flashbacks or panic attacks. Most of the time, it hides in plain sight.
Learn more about your symptoms and paths to recovery with the PTSD recovery book series: https://bit.ly/PTSDRecovery

Viltu :- læra að þekka og setja heilbrigð mörk?- eiga góð og uppbyggjandi samskipti- byggja upp heilbrigðari samböndNáms...
11/12/2025

Viltu :
- læra að þekka og setja heilbrigð mörk?
- eiga góð og uppbyggjandi samskipti
- byggja upp heilbrigðari sambönd

Námskeið um meðvirkni - hvernig hún hindrar okkur í lífi og starfi og kemur í veg fyrir að við getum átt heilbrigð samskipti og samband við okkur og aðra.

Hvenær: Þriðjudagur 14. janúar 2026
Hvar: Vallakór 4, Kópavogi
Verð: 18.000.-
Klukkan: 16:30-19.00
Kennari er Gyða Dröfn Tryggvadóttir

Gyða Dröfn starfar sem meðferðararaðili í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody og er kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og menntuð í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 25 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.
Skráning: https://forms.gle/2QP2VfMpgSkUWh1eA

😍
03/11/2025

😍

🌼
19/10/2025

🌼

09/10/2025

Örfá laus pláss á námskeiðið Seigla, streita, samskipti, meðvirkni sem verður á Hótel Grímsborgum 28.-31. október.
Hér deila þátttakendur sinni reynslu!

“Dýrmætt að skilja samspil streitu og samskipta á dýpri hátt og geta þannig kortlagt dýnamík í tengslum við m.a. meðvirk...
07/10/2025

“Dýrmætt að skilja samspil streitu og samskipta á dýpri hátt og geta þannig kortlagt dýnamík í tengslum við m.a. meðvirkni,” segir Hafdís Ólafsdóttir.
Næsta námskeið verður 28.-31. október á Hótel Grímsborgum
Örfá laus pláss - skráning:
https://forms.gle/TThq6wJx1hdgQyLm8

Skýr heilbrigð mörk breyta lífinu okkar 😍
01/10/2025

Skýr heilbrigð mörk breyta lífinu okkar 😍

Truth from Cloud and Townsend’s Boundaries:

Love doesn’t mean putting up with everything. You can care deeply about someone and still say, “I can’t allow that in my life anymore.”

That’s not cruelty—it’s clarity.

Boundaries aren’t walls to block people out. They’re gates that decide what’s safe to let in and what must stay out.

Safe people respect those gates.

Unsafe people push past them or knock them over.

If you’re carrying the weight of someone else’s destructive choices, it’s time to reset the boundary line.

True love is safe, and safety starts with limits.

Address

Vallakór 4
Kópavogur
201

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3546974545

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heill Heimur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heill Heimur:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Our Story

Gyða Dröfn Tryggvadóttir býður upp ráðgjöf auk fyrirlestra og námskeiða á sviði meðvirkni og núvitundar. Sérstakar áherslur: Meðvirkni - orsakir og afleiðingar, birtingarmynd í daglegu lífi, s.s. brotin sjálfsmynd, kvíði, streita, erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, spenna og erfiðleikar í samböndum og samskiptum ofl. Ráðgjöfin byggir á meðvirknimódeli Piu Mellody, sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar. Meðvirkni verður til í æsku og þróast vegna óheilbrigðra fjölskyldumynstra. Þau verða m.a. til vegna andlegra eða líkamlegra veikinda foreldra eða barns, fíknar, stjórnleysis eða vangetu foreldra/uppalenda til að veita þá næringu sem til þarf svo að barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða og góða sjálfsmynd, fær um að eiga í heilbrigðum samböndum og samskiptum við sína nánustu og aðra er á vegi hans verða. Módelið hefur verið í stöðugri þróun en um 40 ár eru síðan hjúkrunarfræðingurinn Pia Mellody hóf þessa vegferð, sem varð upphafið að módelinu, sem hefur verið notað æ síðan af fagfólki á The Meadows í Arizona. Gyða Dröfn er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík. Gyða hefur lokið námi í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem skoða áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil auk þess sem hún hefur lokið námi í meðferðardáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center. Iðkun hugleiðslu veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á sjálfum okkar og lífi okkar. Gyða Dröfn býður upp á fyrirlestra og námskeið um meðvirkni fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki - hvernig meðvirkni verður til, hvernig hún þróast og hindrar okkur í að eiga heilbrigð samskipti við okkur sjálf og aðra. Gyða Dröfn býður einnig upp á núvitundarnámskeiðið Lífið er núna fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Til að panta tíma í ráðgjöf, panta fyrirlestur eða námskeið er hægt að senda póst á netfangið: heillheimur@heillheimur.is eða hringja í síma 697 4545. Einnig boðið upp á Skype/Face Time viðtöl.