Verkjalausnir

Verkjalausnir Sjúkraþjálfun, Verkjameðferðir, Liðlosun, Nálastungur ofl.

16/07/2025
23/07/2024

Geir þórhallsson er að leysa Eika af í sumarfríi. Svo heldur hann bara áfram og áfram og áfram..
Ég mæli með honum. Sterkur bangsi
5631500

Sjúkraþjálfun, Verkjameðferðir, Liðlosun, Nálastungur ofl.

08/07/2024

Geir Þórhallsson sjúkraþjálfari er nýr í hópinn okkar hjá Verkjalausnum. Hann hefur störf miðvikudaginn 17.júlí. Við bjóðum hann velkominn.
Geir er með 20 ára starfsreynslu og hefur starfað í Belgíu í yfir áratug og er nú fluttur heim til Íslands.
bókið tíma í síma 5631500
eða sendið tölvupóst á afgreidsla@verkjalausnir.is

Áhugasvið: Bakverkir, íþróttameiðsl, hné, ökli, fyrir og eftir aðgerð þjálfun, Manual Therapy, kinesio tape, nálastungur, hjólreiðar, sund, Star Wars, LOTR ofl.

Sjúkraþjálfun, Verkjameðferðir, Liðlosun, Nálastungur ofl.

01/05/2024

Verkjalausnir er lokað í dag 1.maí. opnum aftur á morgun.
Sjúkraþjálfarar standa saman í kjarabaráttu við sjúkratryggingar Íslands. Samningar okkar eru ekki í höfn ,og það er einlægur vilji okkar að viðkvæmastu hópum landsins verði hlíft til hins ýtrasta. Stöndum öll saman með sjúkraþjálfurum í kjarabaráttunni.

Höggbylgjur, Höggbylgjur, HöggbylgjurVið vorum að kaupa nýjar höggbylgjur. Þetta er nýtt tæki á stofunni og þær eru mjög...
22/04/2024

Höggbylgjur, Höggbylgjur, Höggbylgjur

Við vorum að kaupa nýjar höggbylgjur. Þetta er nýtt tæki á stofunni og þær eru mjög góðar á sinar og liðbönd þar sem blóðflæði er oft á tíðum ekki nægilegt til að líkamin jafni sig eins og hann ætti að gera. olnbogi(tennisolnbogi), hamstring, hásin er oftast svæðin sem eru að valda vandræðum hjá þeim sem finna að verkir eru ekki að lagast.
Kíktu á okkur.
þú getur komið beint án beiðnis í 6 skipti
s:5631500 og afgreidsla@verkjalausnir.is

https://www.visir.is/g/20242549645d/vilja-ein-falda-folki-ad-komast-til-sjukra-thjalfaraVið styðjum formann okkar. Einfö...
29/03/2024

https://www.visir.is/g/20242549645d/vilja-ein-falda-folki-ad-komast-til-sjukra-thjalfara

Við styðjum formann okkar. Einföldum kerfið og spörum ríkinu stórar fjárhæðir.

Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrig....

23/03/2024

Nú styttist í að næsta námskeið byrji hjá mér í Yoga Shala: Á þriðjudaginn eftir páska (2. apríl). Skráning fer fram með því að senda mér email á hofi@verkjalausnir.is 🧘‍♀️💚

Hólmfríður er mjög einstakur sjúkraþjálfari og við erum svo heppinn að hún starfi á stofunni okkar í Verkjalausnir. Hólm...
23/03/2024

Hólmfríður er mjög einstakur sjúkraþjálfari og við erum svo heppinn að hún starfi á stofunni okkar í Verkjalausnir. Hólmfríður mun bjóða upp á hópþjálfun í heitum sal( sjá auglýngu hér fyrir neðan). Þetta námskeið hefur hjálpað fjölda fólks til að ná tökum á verkjum þeirra og heilsuleysi..

Munið það, að því meira sem við tökum sjálf ábyrgð á okkar eigin vandamálum, líkamlegum sem og andlegum, því mun líklegra er að árangur verði betri.

sjá auglýsingu hér fyrir neðan
skráning á hofi@verkjalausnir.is

Nú styttist í að næsta námskeið byrji hjá mér í Yoga Shala: Á þriðjudaginn eftir páska (2. apríl). Skráning fer fram með því að senda mér email á hofi@verkjalausnir.is 🧘‍♀️💚

krónískir verkirframhaldþeir sem þjást af krónískum verkjum þurfa að nota alla þá bjargráði sem eru í boði bæði innan se...
10/03/2024

krónískir verkir
framhald

þeir sem þjást af krónískum verkjum þurfa að nota alla þá bjargráði sem eru í boði bæði innan sem utan heilbrigðiskerfisins. Eins og ég hef sagt áður þá eru mikið af fríum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Youtube er ágætt platform þar sem þar eru upplýsingar í lengra og styttra formi. þá filtera ég út það sem mér finnst ekki skynsamlegt að muni virka. Svo vil ég endurtaka það að það sé nauðsynlegt að hafa stuðning frá góðum heimilislækni/taugalækni/geðlækni/sálfræðingi. Þá helst að njóta aðstoðar hjá öllum þessum stéttum, þó óraunhæft sé að fá tíma strax fyrir utan kostnað sjúklings sem íslensk heilbrigðiskerfi býður því miður upp á. þá eru einnig sjúkraþjálfarar sem þekkja til krónískra verkja sem gott er að leita til. Þá og gott að spurja vini og ættingja eftir meðmælum með einhverjum fagaðila sem gera góða hluti. Munið að hjá öllum þessum stéttum þá er mikilvægt að þið fáið strax eða fljótlega tilfinningu að meðferðaraðilinn nái til þín og þú hafir trú að hann muni geta náð árangri með þig.

Ef að talið er að lyf séu rétta leiðin til að létta á verkjum sem yfirleitt er rauninn þá er gott að nota þann tíma þegar maður er betri af verkjum/þjáningu, að gera eitthvað mannbætandi. Að nota auka orkuna sína til þess að gera eitthvað sem nærir sálina og/eða líkamann. það getur verið göngutúr, fara í bío, eða bara hreinlega að hlusta á sögu og jafnvel heyra sögur af þeim sem hafa náð sér að fullu, hvað þeir gerðu og hvernig þeir hugsuðu. Fyrir þá sem eru verstir og rúmfastir er best að hlusta á batasögur þeirra sem hafa náð sér af orkuleysinu t.d fyrir long covid, og hvernig þeir gerðu það.

Þeir sem eru með mikla rökhyggju og eru jafnvel trúlausir er gott að fræða sig um heimspeki og velta fyrir sér tilgangi lífsins og læra af gömlu og nýju meisturunum í þeim málum. Einn slíkur sem er í uppáhaldi hjá mér heitir Bernardo Kastrup (googlið hann og hlustið á hann ef áhugi er fyrir hendi)
ég er með fjölmörg ráð fyrir fólk í líkamlegum vandræðum og mun skrifa hér það sem mér finnst aðkallandi að skrifa um að hverju sinni....

kveðja Eiríkur Árnason
sjúkraþjálfari hjá Verkjalausnir, MBA viðskiptafræðingur

Mynd: Bernardo Kastrup
heimspekingur

Address

Víkurhvarf 1
Kópavogur
203

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:00
Tuesday 08:30 - 16:00
Wednesday 08:30 - 16:00
Thursday 08:30 - 16:00
Friday 08:30 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Verkjalausnir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Verkjalausnir:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram