18/11/2025
Við gleymum oft að hlusta. Dagurinn heldur áfram, verkefnin hrúgast upp og líkaminn reynir að segja okkur eitthvað sem við heyrum ekki alveg.
Þegar þú stoppar í andartakinu og setur athyglina inn á við þá byrjar eitthvað að breytast. Þú finnur betur fyrir þér. Þú finnur hvernig orkan er, hvað er spennt eða flækt. Hvað er það sem þú þarfnast ?
Líkami - hugur - hjarta 🫶
Þessi litla innri pása skapar rými. Rými til að bregðast meðvitað við, ekki í flýti. Rými til að draga úr streitu áður en hún festist í líkamanum. Rými til að hlusta á eigin sannleika.
Svo… ef þú myndir taka eina litla innri pásu akkúrat núna, anda inn og svo út… og sleppa aðeins takinu…
🧘♀️ Hvað myndir þú taka eftir núna? 🧘♀️