Nærandilíf

Nærandilíf NærandiLÍF býður upp á heilsueflandi námskeið og nudd. Góð heilsa er miklu meira en bara næring

Við gleymum oft að hlusta. Dagurinn heldur áfram, verkefnin hrúgast upp og líkaminn reynir að segja okkur eitthvað sem v...
18/11/2025

Við gleymum oft að hlusta. Dagurinn heldur áfram, verkefnin hrúgast upp og líkaminn reynir að segja okkur eitthvað sem við heyrum ekki alveg.

Þegar þú stoppar í andartakinu og setur athyglina inn á við þá byrjar eitthvað að breytast. Þú finnur betur fyrir þér. Þú finnur hvernig orkan er, hvað er spennt eða flækt. Hvað er það sem þú þarfnast ?

Líkami - hugur - hjarta 🫶

Þessi litla innri pása skapar rými. Rými til að bregðast meðvitað við, ekki í flýti. Rými til að draga úr streitu áður en hún festist í líkamanum. Rými til að hlusta á eigin sannleika.

Svo… ef þú myndir taka eina litla innri pásu akkúrat núna, anda inn og svo út… og sleppa aðeins takinu…
🧘‍♀️ Hvað myndir þú taka eftir núna? 🧘‍♀️

Það er í sjálfri hvíldinni sem endurnæringin byrjar 🫶 Að gefa eftir "allt sem þú þarft að gera"er hvíld. Komdu í nudd í ...
18/11/2025

Það er í sjálfri hvíldinni sem endurnæringin byrjar 🫶
Að gefa eftir "allt sem þú þarft að gera"er hvíld. Komdu í nudd í desember - Hlökkum til að taka á móti þér 💫
Bóka: https://noona.is/naerandi
Hægt að kaupa gjafabréf

Fyrirtæki þar sem okkar hugsjón er að sjá einstaklinginn vaxa á sinni heilsu vegferð. Okkar drifkraftur er að hver einstaklingur er einstakur.

Hvíldin er endurnýjun, í hvíldinni heyrum við hvað er að gerast hið innra. Hvíldin er allt sem er og allt sem verður.Hví...
24/09/2025

Hvíldin er endurnýjun, í hvíldinni heyrum við hvað er að gerast hið innra. Hvíldin er allt sem er og allt sem verður.
Hvíldin er að vera heima, sannleikurinn kemur heim í gegnum innri visku
hvílast hér og nú er nærandi
Andardrátturinn er andartakið, eina sem þú hefur

Taktu frá tíma í hvíld, vertu verandi fyrir þig

Komdu með í næstu göngu eða kíktu á næsta viðburð hjá Nærandi Líf
naerandilif.is eða fá upplýsingar: jana@gmail.com

🫶 Taugakerfið + melting🫶Ég sá loksins mynstrið: Meltingaróþægindi verða verri þegar ég er undir miklu álagi og streitu. ...
16/09/2025

🫶 Taugakerfið + melting🫶

Ég sá loksins mynstrið: Meltingaróþægindi verða verri þegar ég er undir miklu álagi og streitu. Ég hélt fyrst að það væri maturinn en svo fattaði ég að það var taugakerfið mitt sem var í stanslausu streituviðbragði. Þegar ég lærði að róa taugakerfið, fór meltingin mín líka að róast.

🍎 Róleg melting: betri næringarupptaka 🍎

🧘‍♀️ Ég er að læra að það þarf ekki að „vinna sér inn“ hvíld. Innripása er mér mikilvæg.Þegar ég stoppa, anda og leyfi m...
28/08/2025

🧘‍♀️ Ég er að læra að það þarf ekki að „vinna sér inn“ hvíld. Innripása er mér mikilvæg.

Þegar ég stoppa, anda og leyfi mér að vera, þá finn ég hvað líkaminn og hjartað verða mýkri. 💫 Ég upplifi kyrrðina innra með mér.
Það er ótrúlegt hvernig taugakerfið okkar svarar þegar við sýnum okkur hvíld, mildi og traust.

Ég er nóg – og þú líka 🫶 Eigðu góðan dag 🌻

Nærðu líkama og sál til betri heilsu💛
01/07/2025

Nærðu líkama og sál til betri heilsu💛

✨ Hugleiðing fyrir þigHvað gerir þú til að næra þig ?Stundum þurfum við að staldra við og heyra hvað líkaminn okkar er a...
26/06/2025

✨ Hugleiðing fyrir þig

Hvað gerir þú til að næra þig ?

Stundum þurfum við að staldra við og heyra hvað líkaminn okkar er að segja við okkur út frá einkennum sem hann sýnir okkur. Ef þú setur ákveðna meðvitund á að hægja á, skynja og heyra hvað er að gerast hið innra, þá nærðu að sjá ákveðin vanabundin mynstur sem þú gerir jafnvel ómeðvitað en þessi mynstur hafa ótrúlega áhrif á þig daglega. Hvíld styður þig við að heyra hvað það er sem þú þarfnast. 😘🫶.

🦋 Hvaða afsakanir ætlar þú að sleppa þessa helgina ? 🦋Ég hef verið þar sjálf, á þeim stað að ég vildi breytingar, en fan...
16/05/2025

🦋 Hvaða afsakanir ætlar þú að sleppa þessa helgina ? 🦋

Ég hef verið þar sjálf, á þeim stað að ég vildi breytingar, en fannst ég stundum ekki vita hvar ég ætti að byrja.

Suma daga gekk vel, ég fann fyrir orku, trú og meðvitund á eigið ástand. Þannig tók ég skref fram á við. Svo komu aðrir dagar þar sem ég dróst til baka eins og hvert annað rusl og fann fyrir gömlum mynstrum sem héldu mér niðri

Það er bara mannlegt að upplifa þetta. 🧍‍♀️ En að taka eftir því er vöxtur - án meðvitundar um eigið ástand, gerist lítið. Það er byrjunin. Að fara frá óttanum í að þora að mæta sjálfum sér í berskleika lífsins: Segja, já þarna þarf ég að staldra við og skoða, vega og meta. Sjá hvað er verið að sýna mér til þess að ég taki næsta skref

Það er það sem ég lærði er að þessi vegferð er ekki bein lína, hún sveiflast.
Jafnvægi snýst ekki um að ganga alltaf áfram – heldur að mæta sjálfri mér með skilningi, sama hvert skrefið stefnir.

Ég tók eftir því að þegar ég byrjaði að horfa á hugsanirnar mínar: eins og „ég get þetta ekki“, „ég hef ekki tíma“ " ég er vonlaus". Það voru þessi ákveðnu mynstur sem ég þurfti að mæta til þess að átta mig á hver ég væri.

Þetta voru afsakanir sem ég hafði lært að búa til, ósjálfrátt. Til að vernda mig frá því óþekkta, frá breytingu.

✅Ég er ekki þessar afsakanir.
✅Ég er ekki fortíðin mín
✅Ég er ekki röddin sem segir mér að ég sé ekki nóg.

Ég er manneskja í þróun, ég er hætt að berjast við sjálfan mig
Með hverju skrefi sem ég tek jafnvel þó það virðist lítið er ég að velja mig.
Þá varð auðveldara að stíga út úr þessum gömlu mynstrum – með meiri mildi.

🌱 Þegar ég sleppi tökunum á afsökunum – jafnvel bara einni leyfi ég mér að vera ég
Ég sé skýrar. Finn betur tilganginn minn.
Og tengist sjálfri mér á dýpri hátt. 🧘‍♀️

Address

Hamraborg 1 4 Hæð
Kópavogur
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Nærandilíf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Nærandilíf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Nærandi ég

Kristjana heiti ég. Það var árið 2004 sem ég sá auglýst Jógakennara nám. Ég hafði aldrei farið í jóga jóga áður . Jú ég fór í námið og fílaði það vel og útskrifaðist 2005. Árið 2012 fer ég ég í Heilsumeistaraskólann sem telst til Náttúrulækninga. Þar opnaðist nýr heimur fyrir mér. Þar lærði ég allt sem við kemur sjálfsrækt og hvað mikilvægt er að næra sig rétt til að halda góðri heilsu. Þar lærði ég allt um jurtir , ilmkjarnaolíur, næringafræði. Maí 2019 bætti ég við mig Jóga nidra námi og ágúst sama ár fór ég til Balí að ná mér í réttindi í nuddi. Þar var ég í hálft ár, dreif mig í nudd nám með alþjóðlegum réttindum.Ég lærði Balíneskt nudd, Swedish massages, sportnudd, Sogaæðanudd og ilmkjarnanudd. Hreint og hollt matarræði hefur átt hug minn allan og hef ég brallað ýmislegt undanfarin ár, ég legg mikla áherslu á að nota hreint hráefni og gera mest sjálf. Kornspírusafar, súrkál, hráfæði og hreint fæði hef ég verið að stússast í og líka hef ég lært súrdeigsgerð í Edinborg. Í gegnum þessum ár hef fléttað saman ástríðu í matargerð, sjálfsrækt, jóga og nuddi. Það er mér svo mikilvægt að miðla því sem ég kann vegna þess að ég sjálf hef staðið í þeim sporum að missa heilsuna og ná henni aftur.