Nærandilíf

Nærandilíf NærandiLÍF býður upp á heilsueflandi námskeið og nudd. Góð heilsa er miklu meira en bara næring

Hvíldin er endurnýjun, í hvíldinni heyrum við hvað er að gerast hið innra. Hvíldin er allt sem er og allt sem verður.Hví...
24/09/2025

Hvíldin er endurnýjun, í hvíldinni heyrum við hvað er að gerast hið innra. Hvíldin er allt sem er og allt sem verður.
Hvíldin er að vera heima, sannleikurinn kemur heim í gegnum innri visku
hvílast hér og nú er nærandi
Andardrátturinn er andartakið, eina sem þú hefur

Taktu frá tíma í hvíld, vertu verandi fyrir þig

Komdu með í næstu göngu eða kíktu á næsta viðburð hjá Nærandi Líf
naerandilif.is eða fá upplýsingar: jana@gmail.com

🫶 Taugakerfið + melting🫶Ég sá loksins mynstrið: Meltingaróþægindi verða verri þegar ég er undir miklu álagi og streitu. ...
16/09/2025

🫶 Taugakerfið + melting🫶

Ég sá loksins mynstrið: Meltingaróþægindi verða verri þegar ég er undir miklu álagi og streitu. Ég hélt fyrst að það væri maturinn en svo fattaði ég að það var taugakerfið mitt sem var í stanslausu streituviðbragði. Þegar ég lærði að róa taugakerfið, fór meltingin mín líka að róast.

🍎 Róleg melting: betri næringarupptaka 🍎

🧘‍♀️ Ég er að læra að það þarf ekki að „vinna sér inn“ hvíld. Innripása er mér mikilvæg.Þegar ég stoppa, anda og leyfi m...
28/08/2025

🧘‍♀️ Ég er að læra að það þarf ekki að „vinna sér inn“ hvíld. Innripása er mér mikilvæg.

Þegar ég stoppa, anda og leyfi mér að vera, þá finn ég hvað líkaminn og hjartað verða mýkri. 💫 Ég upplifi kyrrðina innra með mér.
Það er ótrúlegt hvernig taugakerfið okkar svarar þegar við sýnum okkur hvíld, mildi og traust.

Ég er nóg – og þú líka 🫶 Eigðu góðan dag 🌻

Address

Hamraborg 1 4 Hæð
Kópavogur
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Nærandilíf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Nærandilíf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Nærandi ég

Kristjana heiti ég. Það var árið 2004 sem ég sá auglýst Jógakennara nám. Ég hafði aldrei farið í jóga jóga áður . Jú ég fór í námið og fílaði það vel og útskrifaðist 2005. Árið 2012 fer ég ég í Heilsumeistaraskólann sem telst til Náttúrulækninga. Þar opnaðist nýr heimur fyrir mér. Þar lærði ég allt sem við kemur sjálfsrækt og hvað mikilvægt er að næra sig rétt til að halda góðri heilsu. Þar lærði ég allt um jurtir , ilmkjarnaolíur, næringafræði. Maí 2019 bætti ég við mig Jóga nidra námi og ágúst sama ár fór ég til Balí að ná mér í réttindi í nuddi. Þar var ég í hálft ár, dreif mig í nudd nám með alþjóðlegum réttindum.Ég lærði Balíneskt nudd, Swedish massages, sportnudd, Sogaæðanudd og ilmkjarnanudd. Hreint og hollt matarræði hefur átt hug minn allan og hef ég brallað ýmislegt undanfarin ár, ég legg mikla áherslu á að nota hreint hráefni og gera mest sjálf. Kornspírusafar, súrkál, hráfæði og hreint fæði hef ég verið að stússast í og líka hef ég lært súrdeigsgerð í Edinborg. Í gegnum þessum ár hef fléttað saman ástríðu í matargerð, sjálfsrækt, jóga og nuddi. Það er mér svo mikilvægt að miðla því sem ég kann vegna þess að ég sjálf hef staðið í þeim sporum að missa heilsuna og ná henni aftur.