Þjálfun í vatni

Þjálfun í vatni Æfingar í vatni eru áhrifaríkar til að auka styrk, liðleika, jafnvægi fyrir öll sem vilja ef

Hér gefst fólki tækifæri til að skrá sig í æfingar í vatni undir leiðsögn íþrótta- og heilsufræðings og einkaþjálfara frá ÍHÍ, Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur. Hún hefur sérhæft sig í æfingum í vatni og styrktarþjálfun fyrir 45+. Hér má einnig sjá umsögn iðkenda um áhrifamátt æfinganna á gæði daglegs lífs. Nánari upplýsingar um æfingarnar má fá símleiðis, á netpósti, í einkaskilaboðum síðunnar eða með því að hitta þjálfara persónulega.

Á RUV í morgun,, 7. jan., að ræða þjálfun í vatni, áhrif vatns á líkamanann ofl. :)
07/01/2026

Á RUV í morgun,, 7. jan., að ræða þjálfun í vatni, áhrif vatns á líkamanann ofl. :)

Nokkuð skæð flensa hefur verið að ganga yfir frá því í haust og hafa talsvert margir lent í henni. Við fengum nokkrar ábendingar frá hlustendum að þau hefðu verið dálítinn tíma að koma sér í gang aftur eftir flensuna því brugðum við á það ráð að hafa samband við Gun...

Við byrjum á mánudag, 5. janúar :)Kíkið inn og kynnið ykkur hvaða áhrif æfingar í vatni hafa !
03/01/2026

Við byrjum á mánudag, 5. janúar :)
Kíkið inn og kynnið ykkur hvaða áhrif æfingar í vatni hafa !

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

Auðvitað !!! Til hamingju íslendingar 😇
11/12/2025

Auðvitað !!! Til hamingju íslendingar 😇

Til hamingju Ísland! Íslensk sundlaugamenning hefur verið skráð á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Um stóran áfanga er að ræða en í skrásetningunni felst viðurkenning á menningarlegu gildi sundlaugamenningar. Í tilnefningunni var lögð áhersla á sundlaugar sem almenningsrými og almenningsgæði, þar sem fólk kemur saman til að synda, hreyfa sig, spjalla við félaga eða ókunnuga, njóta samfélags eða einveru, umlukið vatni. Sundlaugamenning á sér áhugaverða sögu og er hluti af hversdagsmenningu landsmanna, þar sem fólk mætist á baðfötum á jafningjagrundvelli.

Þjóðminjasafn Íslands vann að tilnefningunni ásamt ráðuneyti menningar og viðskipta í samstarfi við Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ. Að baki henni liggur mikil vinna sem ekki hefði orðið að veruleika nema með þátttöku og stuðningi frá fjölmörgum sveitarfélögum, einstaklingum og hópum sem þekkja og stunda sundlaugar landsins.

Þjóðminjasafn Íslands fagnar þessum merka áfanga m.a. með uppsetningu örsýningar í móttöku og á kaffihúsi safnsins. Á nýju ári mun safnið halda áfram að miðla sundlaugamenningu þjóðarinnar með margvíslegum hætti til gesta og gangandi.

„Að fara í sund er meira en lífsstíll, það er lífsbjörg. Sundlaugar eru lífæð mannlífs, þar sem fólk kemur saman og hittist, hvort sem það býr eitt eða með öðrum. Bretar fara á pöbbinn, íbúar Suður-Evrópu setjast á torg, en Íslendingar fara í sund. Sundlaugar eru mikilvægar fyrir lýðheilsu samfélagsins, fyrir fólk á öllum aldri. Að fara í sund léttir á verkjum og bætir andlega heilsu. Sund er heilsubætandi, hvort sem fólk fer í sund til að synda, fljóta, gera léttar æfingar eða bara vera úti í hvernig veðri sem er. Þar hittir maður fólk, sem minnkar einangrun. Í sundi sjáum við alls konar líkama, og það normalíserar fólk af alls konar stærðum og gerðum. Allir eru jafnir.“ - Sundgarpar á Akranesi, 19. febrúar 2024.

Ljósmynd: Sundlaugarnar í Laugardal, Laugardalslaug, mynd eftir Sigfús Eymundsson. Ártal óþekkt. Þjóðminjasafn Íslands, Lpr-638.

Já þolþjálfun í vatni gefur og gefur, byggir upp andlega og líkamlega og síðast en ekki síst gleðja æfingarnar, djúplega...
06/12/2025

Já þolþjálfun í vatni gefur og gefur, byggir upp andlega og líkamlega og síðast en ekki síst gleðja æfingarnar, djúplega !
Önninni lýkur 18. desember en við byrjum aftur 5. janúar á2026, á sömu tímum og á sama dásamlega staðnum: utandyra í Sundlaug Kópavogs.
Kannið málið á síðunni

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

Þessi fallegi dagur 🫶🥁🥁🥁
07/11/2025

Þessi fallegi dagur 🫶🥁🥁🥁

Meistaranemar í íþrótta- og heilsufræði í HÍ, komu til að kanna áhrifin. SMELLUR 💪🥰 þetta fallega fólk 🙏
27/10/2025

Meistaranemar í íþrótta- og heilsufræði í HÍ, komu til að kanna áhrifin. SMELLUR 💪🥰 þetta fallega fólk 🙏

Það styttist í jólin, en það er hægt að hægja aðeins á tímanum með því að prófa eitthvað nýtt og það gæti verið að koma ...
22/10/2025

Það styttist í jólin, en það er hægt að hægja aðeins á tímanum með því að prófa eitthvað nýtt og það gæti verið að koma á þrekæfingar í vatni sem iðkaðar eru undir berum himni :) Það er átta vikna námskeið að byrja á mánudag (27.okt.-18. des.) í Sundlaug Kópavogs.
Kíkið inn

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

27/08/2025

Hér er önnur lauflétt, en nú fyrir axlir og háls:

Rúllaðu öxlunum upp, aftur og niður - þrýstu svo bringunni fram, líkt og þú skæl brosir með brjóstkassanum..... finnur þú rýmið ? Það eru axlirnar sem eru að taka álag af hálsinum :)

Því oftar sem þú iðkar einfaldar æfingar, líkt og þessa, sérstaklega í vatninu, því meiri léttleika finnur þú fyrir í þínum daglegum athöfnum t.d. halda á búðarpoka, lyfta tösku eða sitja að snæðing.

Þetta er m.a. þáttur í æfingum í vatni. Vegna þess að til að halda jafnvægi í djúpa enda laugarinnar (í flotbelti) þarf líkaminn að vera algerlega lóðréttur, axlir aftur, bakið beint, kviður spenntur og hálsinn langur :)

25/08/2025

JAFNVÆGIÐ ... Það er auðvelt að prófa það.... t.d. næst þegar þú stendur í annan fótinn, kanski við tannburstun í fyrramálið, færðu þá þungann á hinn fótinn og taktu eftir hvort mjöðmin sigi eða haldi sér jafnhárri hinni. Þetta stutta augnablik segir til um hversu vel mjöðmin styður þig. Þegar hún er sterk og stöðug svíkur jafnvægið ekki. Hvort sem þú gerir markvissar æfingar í vatni eða á gólfi, eða á göngu, eða upp stiga og þegar þú þarft að teygja þig upp.
Á haustnámskeiðinu byggjum við m.a. upp mjaðmastyrkinn skref fyrir skref og jafnvægið verður eitthvað sem þú getur treyst en ekki eitthvað til að "berjast" við :)

Að missa liðleika er að tapa einum mikilvægum þætti í lífsgæðum. Að stunda æfingar í vatni, laus við botninn,  gerir lík...
24/08/2025

Að missa liðleika er að tapa einum mikilvægum þætti í lífsgæðum. Að stunda æfingar í vatni, laus við botninn, gerir líkamanum kleift að fara úr göngusporunum og auka hreyfilengd og þar með kemur vaxandi liðleiki. Látið á það reyna í Sundlaug Kópavogs. Opið fyrir skráningu á haustnámskeiðin. Kíkið inná vatnsthrek.is og kynnið ykkur málið, m.a. rannsóknir um áhrif æfinga í vatni🫶

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

Bakverkir, lítill liðleiki og almennt heilsufar græða á æfingum í vatni. Lesið þessa flottu rannsókn 🙌https://newatlas.c...
02/07/2025

Bakverkir, lítill liðleiki og almennt heilsufar græða á æfingum í vatni. Lesið þessa flottu rannsókn 🙌

https://newatlas.com/chronic-pain/aquatic-therapy-low-back-pain-strength-well-being/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR5nhhmvY6n-VuBr-ZsImSG7gofj5YNjtt4IXwPxtA9OzitgN8auJkBbsDuAFg_aem__dgYXz2iKEsHKBw6cpG-4w

Water-based exercise not only improved muscle strength in people with chronic low back pain, but it also improved quality of life, according to a new study. Aquatic therapy could be a viable alternative for those who fear moving or exercising due to pain.

Við erum í sumarfríi út ágúst.Byrjum aftur 1.september.
01/07/2025

Við erum í sumarfríi út ágúst.
Byrjum aftur 1.september.

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

Address

Sundlaug Kópavogs, Vesturbær
Kópavogur
200

Opening Hours

Monday 15:00 - 18:00
Tuesday 09:30 - 18:00
Wednesday 09:30 - 18:00
Thursday 15:00 - 18:00
Friday 09:30 - 10:15

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þjálfun í vatni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Þjálfun í vatni:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Komdu í vatnið

Í Sundlaug Kópavogs gefst fólki tækifæri á að æfa þrek- og þol í vatni undir leiðsögn íþrótta- og heilsufræðings og einkaþjálfara frá ÍHÍ, Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur. Hún hefur sérhæft sig í æfingum í vatni og styrktarþjálfun fyrir 45+. Þjálfað er þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9.30 og öllum velkomið að taka þátt án kostnaðar. Á síðunni er hægt að lesa umsögn iðkenda um áhrif æfinganna. Síðan er val um fjóra einka-hópa þar sem iðkendafjöldi er takmarkaður. Þeir tímar eru ekki gjaldfrjálsir. Nánari upplýsingar um æfingarnar má fá símleiðis, á netpósti, í einkaskilaboðum síðunnar eða með því að hitta þjálfara persónulega. Meira um þjónustu Ræs ehf. á síðunni vatnsthrek.is