Þjálfun í vatni

Þjálfun í vatni Æfingar í vatni eru áhrifaríkar til að auka styrk, liðleika, jafnvægi fyrir öll sem vilja ef

Hér gefst fólki tækifæri til að skrá sig í æfingar í vatni undir leiðsögn íþrótta- og heilsufræðings og einkaþjálfara frá ÍHÍ, Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur. Hún hefur sérhæft sig í æfingum í vatni og styrktarþjálfun fyrir 45+. Hér má einnig sjá umsögn iðkenda um áhrifamátt æfinganna á gæði daglegs lífs. Nánari upplýsingar um æfingarnar má fá símleiðis, á netpósti, í einkaskilaboðum síðunnar eða með því að hitta þjálfara persónulega.

Þessi fallegi dagur 🫶🥁🥁🥁
07/11/2025

Þessi fallegi dagur 🫶🥁🥁🥁

Meistaranemar í íþrótta- og heilsufræði í HÍ, komu til að kanna áhrifin. SMELLUR 💪🥰 þetta fallega fólk 🙏
27/10/2025

Meistaranemar í íþrótta- og heilsufræði í HÍ, komu til að kanna áhrifin. SMELLUR 💪🥰 þetta fallega fólk 🙏

Það styttist í jólin, en það er hægt að hægja aðeins á tímanum með því að prófa eitthvað nýtt og það gæti verið að koma ...
22/10/2025

Það styttist í jólin, en það er hægt að hægja aðeins á tímanum með því að prófa eitthvað nýtt og það gæti verið að koma á þrekæfingar í vatni sem iðkaðar eru undir berum himni :) Það er átta vikna námskeið að byrja á mánudag (27.okt.-18. des.) í Sundlaug Kópavogs.
Kíkið inn

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

27/08/2025

Hér er önnur lauflétt, en nú fyrir axlir og háls:

Rúllaðu öxlunum upp, aftur og niður - þrýstu svo bringunni fram, líkt og þú skæl brosir með brjóstkassanum..... finnur þú rýmið ? Það eru axlirnar sem eru að taka álag af hálsinum :)

Því oftar sem þú iðkar einfaldar æfingar, líkt og þessa, sérstaklega í vatninu, því meiri léttleika finnur þú fyrir í þínum daglegum athöfnum t.d. halda á búðarpoka, lyfta tösku eða sitja að snæðing.

Þetta er m.a. þáttur í æfingum í vatni. Vegna þess að til að halda jafnvægi í djúpa enda laugarinnar (í flotbelti) þarf líkaminn að vera algerlega lóðréttur, axlir aftur, bakið beint, kviður spenntur og hálsinn langur :)

25/08/2025

JAFNVÆGIÐ ... Það er auðvelt að prófa það.... t.d. næst þegar þú stendur í annan fótinn, kanski við tannburstun í fyrramálið, færðu þá þungann á hinn fótinn og taktu eftir hvort mjöðmin sigi eða haldi sér jafnhárri hinni. Þetta stutta augnablik segir til um hversu vel mjöðmin styður þig. Þegar hún er sterk og stöðug svíkur jafnvægið ekki. Hvort sem þú gerir markvissar æfingar í vatni eða á gólfi, eða á göngu, eða upp stiga og þegar þú þarft að teygja þig upp.
Á haustnámskeiðinu byggjum við m.a. upp mjaðmastyrkinn skref fyrir skref og jafnvægið verður eitthvað sem þú getur treyst en ekki eitthvað til að "berjast" við :)

Að missa liðleika er að tapa einum mikilvægum þætti í lífsgæðum. Að stunda æfingar í vatni, laus við botninn,  gerir lík...
24/08/2025

Að missa liðleika er að tapa einum mikilvægum þætti í lífsgæðum. Að stunda æfingar í vatni, laus við botninn, gerir líkamanum kleift að fara úr göngusporunum og auka hreyfilengd og þar með kemur vaxandi liðleiki. Látið á það reyna í Sundlaug Kópavogs. Opið fyrir skráningu á haustnámskeiðin. Kíkið inná vatnsthrek.is og kynnið ykkur málið, m.a. rannsóknir um áhrif æfinga í vatni🫶

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

Address

Sundlaug Kópavogs, Vesturbær
Kópavogur
200

Opening Hours

Monday 15:00 - 18:00
Tuesday 09:30 - 18:00
Wednesday 09:30 - 18:00
Thursday 15:00 - 18:00
Friday 09:30 - 10:15

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þjálfun í vatni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Þjálfun í vatni:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Komdu í vatnið

Í Sundlaug Kópavogs gefst fólki tækifæri á að æfa þrek- og þol í vatni undir leiðsögn íþrótta- og heilsufræðings og einkaþjálfara frá ÍHÍ, Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur. Hún hefur sérhæft sig í æfingum í vatni og styrktarþjálfun fyrir 45+. Þjálfað er þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9.30 og öllum velkomið að taka þátt án kostnaðar. Á síðunni er hægt að lesa umsögn iðkenda um áhrif æfinganna. Síðan er val um fjóra einka-hópa þar sem iðkendafjöldi er takmarkaður. Þeir tímar eru ekki gjaldfrjálsir. Nánari upplýsingar um æfingarnar má fá símleiðis, á netpósti, í einkaskilaboðum síðunnar eða með því að hitta þjálfara persónulega. Meira um þjónustu Ræs ehf. á síðunni vatnsthrek.is