05/04/2020
Lifespan göngubrettin eru einstaklega vel nýtt þessa dagana hjá starfsmönnum Neyðarlínunnar, Fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögrelugstjóra og Vaktstöðvar siglinga Landhelgisgæslunnar 👏👏
Gengið til góðs á meðan unnið er ✨ Frábært framtak hjá þeim að safna áheitum og styrkja VON sem er styrktarfélag gjörgæslunnar í Fossvogi.
LifeSpan
Á varðstofu Neyðarlínu hafa verkefnin aðeins breyst undanfarnar vikur. Við finnum óneitanlega fyrir hægari takti samfélagsins og að ferðamennirnir, sem áður voru uppspretta fjölda verkefna hjá okkur, eru farnir í bili.
Á meðan vissum verkefnum fækkar verða önnur snúnari og tímafrekari. Við finnum fyrir kvíðanum í samfélaginu og hversu hratt róðurinn þyngist í heilbrigðiskerfinu.
Við finnum þó líka fyrir von, samheldni og aukinni tilhlökkun fyrir komandi sumri (sem kemur örugglega eftir óveður helgarinnar )
Sem hluti af sóttvarnaráætlun Björgunarmiðstöðvarinnar var vaktafyrirkomulagi á varðstofunni okkar breytt, öll frí afturkölluð og nú göngum við fastar vaktir með Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Vaktstöð siglinga Landhelgisgæslunnar. Þetta hafði heilmikið rask í för með sér en myndaði líka sterkar og góðar einingar.
A-vakt NL, FMR og LHG hefur t.d ákveðið að ganga, hlaupa og hjóla hringinn í kringum landið á skrifstofugöngubrettunum okkar og með útihlaupum. Við óskum eftir áheitum sem munu fara óskipt til Vonar sem er styrktarfélag gjörgæslunnar í Fossvogi.
Áheit eru lögð inná reikning 0586-14-000609 á Kt 1305893409 (reikningurinn er í nafni Össu sem sést hér arka á göngubrettinu) Þess má geta að við erum núþegar komin 371 km :)