Reykjalundur endurhæfing ehf

Reykjalundur endurhæfing ehf Stærsta endurhæfingarmiðstöð á Íslandi
270 Mosfellsbær, 00354 585-2000
reykjalundur@reykjalundur.is

Reykjalundur birtir allar athugasemdir og spurningar ef efnið tengist starfsemi Reykjalundar og er sett fram á málefnalegan hátt. Hver sá sem skrifar ummæli á síðu Reykjalundar gerir það á eigin ábyrgð. Reykjalundur áskilur sér rétt til þess að fjarlægja efni og/eða höfund efnis af síðunni ef:
• einstaklingar eru nafngreindir
• hægt er að rekja efnið auðveldlega til einstaklings eða hópa
• efnið er meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi
• ásakanir um refsiverða háttsemi eru sett fram
• hvatt er til afbrota
Bent er á ábendingarhnapp á heimasíðu Reykjalundar þar sem tekið er við öllum ábendingum, athugasemdum, spurningum og að sjálfsögðu hrósi líka. Vinsamlegast athugið að ekki er fylgst með þessari síðu eða innleggjum sem sett eru á hana allan sólarhringinn en reynt er að bregðast við athugasemdum eins fljótt og auðið er.

22/12/2025
Reykjalundur fagnaði 80 ár afmæli og útgáfu bókar með notalegri samveru í HlégarðiÞriðjudagskvöldið 16. desember 2025 va...
18/12/2025

Reykjalundur fagnaði 80 ár afmæli og útgáfu bókar með notalegri samveru í Hlégarði

Þriðjudagskvöldið 16. desember 2025 var Hlégarður í Mosfellsbæ fylltur hlýju og hátíðlegu andrúmslofti þegar Reykjalundur fagnaði 80 ára afmæli sínu og útkomu nýrrar bókar um sögu og starfsemi staðarins. Tilefnið var einstakt og markaði mikilvægan áfanga í sögu Reykjalundar, sem í átta áratugi hefur gegnt lykilhlutverki í endurhæfingu og þjónustu við fólk víðs vegar að af landinu.

Svana Helen Björnsdóttir, starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar, setti hátíðina með ávarpi þar sem hún fór yfir mikilvægi stofnunarinnar fyrir íslenskt samfélag, bæði fyrr og nú. Í ávarpi Svönu kom einnig fram björt framtíðarsýn. Í kjölfarið sagði Bjarki Bjarnason, riststjóri bókarinnar, Reykjalundur endurhæfing í 80 ár, frá bókinni. Fjallar bókin um sögu Reykjalundar, starfsemina og þær miklu breytingar sem orðið hafa í gegnum árin.

Á meðan dagskrá stóð yfir birtust myndir úr starfi og sögu Reykjalundar á skjá og vöktu myndirnar bæði minningar og áhuga gesta. Boðið var upp á léttar veitingar og notalega samveru þar sem gestir nutu þess að spjalla saman í hlýlegu umhverfi.

Bókin var til sölu á staðnum og vakti mikla athygli meðal gesta, enda er hún bæði fróðleg heimild og dýrmætur minjagripur fyrir alla sem tengjast Reykjalundi eða hafa áhuga á sögu hans. Bókin er og verður áfram til sölu í móttöku Reykjalundar, skrifstofu SÍBS og helstu bókaverslunum.

Kvöldið í Hlégarði varð þannig litrík og eftirminnileg hátíð til heiðurs Reykjalundi og því mikilvæga hlutverki sem stofnunin hefur gegnt á Íslandi í samfellt 80 ár.

Ljósmyndari: Árni Rúnarsson

Afmælisheimsókn á Bessastaði Í tilefni 80 ára afmælis Reykjalundar heimsóttu fulltrúar Reykjalundar og SÍBS Bessastaði þ...
18/12/2025

Afmælisheimsókn á Bessastaði
Í tilefni 80 ára afmælis Reykjalundar heimsóttu fulltrúar Reykjalundar og SÍBS Bessastaði þann 16. desember 2025. Svana Helen Björnsdóttir, starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar, afhenti forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, eintak úr fyrstu útgáfu bókarinnar Reykjalundur – Endurhæfing í 80 ár. Jafnframt afhenti Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, forseta viðurkenningarskjal og heiðursmerki SÍBS úr gulli, sem þakklætisvott fyrir velvilja og hlýhug til Reykjalundar.

Forseti tók hlýlega á móti gestunum og lýsti yfir miklum áhuga á að heimsækja Reykjalund á næsta ári til að kynna sér starfsemina nánar. Hún rifjaði jafnframt upp að á æskuárum hefði hún tekið þátt í sölu happdrættismiða SÍBS, sem hefur um áratugaskeið stutt starfsemi Reykjalundar og bæri því sérstakan hlýhug til staðarins og starfsins sem þar fer fram.

Heimsóknin var ánægjulegt tilefni til að fagna 80 ára afmæli Reykjalundar og því mikilvæga endurhæfingarstarfi sem þar hefur verið unnið í þágu einstaklinga og samfélagsins alls.

Traustur grunnur, ný tæki­færi.Reykjalundur hefur lengi verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi, byggður á sterkum gildu...
17/12/2025

Traustur grunnur, ný tæki­færi.
Reykjalundur hefur lengi verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi, byggður á sterkum gildum, fagmennsku og mannlegri nálgun. Svana Helen Björnsdóttir skrifar grein á Vísi hvernig traustur grunnur í starfseminni opnar ný tækifæri til að efla þjónustu, styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja áframhaldandi þróun endurhæfingar til hagsbóta fyrir einstaklinga og samfélagið allt.

Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs.

Reykja­lundur – lífs­bjargandi þjónusta í 80 árReykjalundur hefur í átta áratugi verið lykilstofnun í endurhæfingu og he...
12/12/2025

Reykja­lundur – lífs­bjargandi þjónusta í 80 ár
Reykjalundur hefur í átta áratugi verið lykilstofnun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Í grein eftir Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson á vísi.is fjallar hann um mikilvægi starfseminnar, hvernig hún hefur þróast í takt við þarfir samfélagsins og hvernig hún hefur bjargað lífi og bætt lífsgæði fjölda einstaklinga. Reykjalunur sendi sérstakar þakkir til Magnúsar fyrir að varpa ljósi á mikilvægi starfseminnar og sögu Reykjalundar.

Ég er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að treysta á endurhæfingarþjónustu Reykjalundar. Ég er líka einn af þeim sem kom þangað í veikleika, óvissu og ótta, en gekk út aftur sterkari – bæði andlega og líkamlega.

Í viðtali á Vísi við Svönu Helen Björnsdóttur er fjallað um hvernig þverfagleg nálgun og reynsla Reykjalundar í endurhæf...
10/12/2025

Í viðtali á Vísi við Svönu Helen Björnsdóttur er fjallað um hvernig þverfagleg nálgun og reynsla Reykjalundar í endurhæfingu getur gagnast til þess að enduheimta einstaklinga aftur út í lífið.

Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál.

Þakklæti til Oddfellow-stúku nr. 20, BaldurReykjalundur vill færa Oddfellow-stúku nr. 20, Baldri, sínar innilegustu þakk...
05/12/2025

Þakklæti til Oddfellow-stúku nr. 20, Baldur

Reykjalundur vill færa Oddfellow-stúku nr. 20, Baldri, sínar innilegustu þakkir fyrir höfðinglega gjöf til Hollvinasamtaka Reykjalundar
Pétur Magnússon fyrrum forstjóri Reykjalundar var með erindi fyrir stúkuna um Reykjalund og jólaösina. Það er siður að ef fyrirlesari er ekki Oddfellowi má hann ánafna peningagjöf til líknarsamtaka. Pétur ánefndi gjöfina til Hollvinasamtaka Reykjalundar
Slíkur hlýhugur og stuðningur er afar mikils metinn og styrkir mikilvægt starf samtakanna við að efla og styðja við starfsemi Reykjalundar.
Við kunnum afar vel að meta þann hlýhug og stuðning sem gjöfin ber með sér og er okkur mikil hvatning í áframhaldandi starfi.

Hjartans þakkir til allra stúkubræðra í Baldri fyrir velvild og samhug.

Er endurhæfing happdrætti?Í morgun birtist meðfylgjandi grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur á Vísi þar sem hún fjalla u...
03/12/2025

Er endurhæfing happdrætti?

Í morgun birtist meðfylgjandi grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur á Vísi þar sem hún fjalla um húsnæðismál Reykjalundar.

Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna. Húsnæðið er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt.

Nú er komið að ríkinu og stjórnvöldum að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis hér á Reykjalundi verði að veruleika.

Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt.

Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda.

Hvetjum ykkur til að lesa greinina,

Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga.

Reykjalundur - Endurhæfing í 80 ár.Þessi viðamikla bók er til sölu í móttöku Reykjalundar.
02/12/2025

Reykjalundur - Endurhæfing í 80 ár.
Þessi viðamikla bók er til sölu í móttöku Reykjalundar.

Stórskemmtileg og eiguleg bók með sögum og myndum sem ekki hafa áður birst. Auðvelt er að grípa niður í einstaka atburði eða tímabil og rammagreinar gera bókina einkar aðgengilega. Tilvalin gjafabók til stuðnings SÍBS og Reykjalundi.

Rúv heimsækir ReykjalundFulltrúar frá Rúv komu í heimsókn á Reykjalund í vikunni til að undirbúa söfnunarþátt sem sýndur...
28/11/2025

Rúv heimsækir Reykjalund

Fulltrúar frá Rúv komu í heimsókn á Reykjalund í vikunni til að undirbúa söfnunarþátt sem sýndur verður í haust á Ríkissjónvarpinu. Hollvinasamtök Reykjalundar ákváðu að hrinda af stað þessari söfnun ásamt Reykjalundi og SÍBS. Markmið þáttarins er að styrkja mikilvægt endurhæfingarstarf Reykjalundar og kynna áhorfendum það fjölbreytta og öfluga starf sem þar fer fram dag hvern.

Heimsóknin hófst á kynningu hjá forstjóra Reykjalundar sem fór yfir sögu stofnunarinnar, helstu áherslur í starfi og framtíðarsýn. Þar kom fram hversu víðtæka þjónustu Reykjalundur veitir og hvernig endurhæfing í hæsta gæðaflokki skiptir sköpum fyrir þá fjölda einstaklinga sem sækja sér þjónustu hingað á hverju ári.

Að kynningunni lokinni var gengið um Reykjalund þar sem dagskrágerðarfólk Rúv fengu tækifæri til að skoða starfsemina nánar, hitta starfsfólk og kynnast þeirri aðstöðu sem notuð er í meðferð og þverfaglegri endurhæfingu.

Heimsóknin tókst afar vel og rík von er um að söfnunarþátturinn í haust verði til þess að efla vitund og stuðning almennings við það mikilvæga samfélagsstarf sem Reykjalundur stendur fyrir.

Nóvemberblað SÍBS - Reykjalundur 80 árNýtt tölublað SÍBS er komið á netið, að þessu sinni tileinkað 80 ára afmæli Reykja...
27/11/2025

Nóvemberblað SÍBS - Reykjalundur 80 ár

Nýtt tölublað SÍBS er komið á netið, að þessu sinni tileinkað 80 ára afmæli Reykjalundar. Blaðið er nú aðgengilegt til lestrar og býður upp á fróðlega umfjöllun, sögur og myndir frá þessum merku tímamótum.

Reykjalundur 80 ár Sækja blaðið Efnisyfirlit Reykjalundur í 80 ára Mjór er mikils vísir Þörfin fyrir endurhæfingu aldrei verið meiri en núna Reykjalundur í 80 ár - Stiklur úr sögunni

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar VEins og segir í frétt Morgunblaðsins frá 24. nóvember hefur Pétur Magnússon sag...
26/11/2025

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar V

Eins og segir í frétt Morgunblaðsins frá 24. nóvember hefur Pétur Magnússon sagt starfi sínu lausu sem forstjóri Reykjalundar.
Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna forstjóraembættinu þar til nýr forstjóri er ráðinn.

Reykjalundur þakkar Pétri fyrir hans störf og framlag til Reykjalundar og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Pétur Magnússon hefur sagt starfi sínu lausu sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok sín.

Address

Reykjalundur
Mosfellsbær
270

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:30
Tuesday 08:00 - 16:30
Wednesday 08:00 - 16:30
Thursday 08:00 - 16:30
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545852000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Reykjalundur endurhæfing ehf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Reykjalundur endurhæfing ehf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram