Reykjalundur endurhæfing ehf

Reykjalundur endurhæfing ehf Stærsta endurhæfingarmiðstöð á Íslandi
270 Mosfellsbær, 00354 585-2000
reykjalundur@reykjalundur.is

Reykjalundur birtir allar athugasemdir og spurningar ef efnið tengist starfsemi Reykjalundar og er sett fram á málefnalegan hátt. Hver sá sem skrifar ummæli á síðu Reykjalundar gerir það á eigin ábyrgð. Reykjalundur áskilur sér rétt til þess að fjarlægja efni og/eða höfund efnis af síðunni ef:
• einstaklingar eru nafngreindir
• hægt er að rekja efnið auðveldlega til einstaklings eða hópa
• efnið er meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi
• ásakanir um refsiverða háttsemi eru sett fram
• hvatt er til afbrota
Bent er á ábendingarhnapp á heimasíðu Reykjalundar þar sem tekið er við öllum ábendingum, athugasemdum, spurningum og að sjálfsögðu hrósi líka. Vinsamlegast athugið að ekki er fylgst með þessari síðu eða innleggjum sem sett eru á hana allan sólarhringinn en reynt er að bregðast við athugasemdum eins fljótt og auðið er.

Föstudagmolar forstjóra 14.11.2025Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi, Vel heppnaður Vísindadagur Reykjalundar.Vísinda...
14/11/2025

Föstudagmolar forstjóra 14.11.2025

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,

Vel heppnaður Vísindadagur Reykjalundar.
Vísindadagur Reykjalundar var haldinn í 22. skipti í gær. 11 vísindaerindi tengd starfseminni okkar voru á dagskrá. Þessi fjöldi erinda ber sannarlega vott um blómlegt starf í vísindum og rannsóknum á Reykjalundi. Fjölmenni tók þátt í deginum og sérstök umfjöllun verður fljótlega á miðlum Reykjalundar um vísindadaginn ásamt myndasyrpu. Mig langar þó að nota þetta tækifæri og þakka öllum fyrirlesurum fyrir sín framlög og öllum sem tóku þátt í deginum með okkur.
Sérstaklega við ég þakka Mörtu Guðjónsdóttur rannsóknastjóra fyrir sitt einstaka framlag í þessu öllu en hún hefur stýrt deginum öll þessi 22 ár. Einnig vil ég þakka kærlega vísindaráðinu okkar, þeim Kristínu E. Hólmgeirsdóttur sjúkraþjálfara og formanni vísindaráðsins, Guðrúnu Nínu Óskarsdóttur lækni og Jónínu Sigurgeirsdóttur hjúkrunarfræðingi fyrir undirbúning og skipulag dagsins í samvinnu við Mörtu. Hjördís, Fannar, eldhúsið, dómnefnd og aðrir sem komu deginum eiga líka hjartans þakkir skildar en margir þurfa að koma að málum til að gera svona umfangsmikinn dag jafn glæsilegan og raun ber vitni. Myndin með molunum er einmitt frá vísindadeginum í gær.

Netöryggi heilbrigðisstofnana.
Í vikunni sótti ég mjög áhugavert málþing um netöryggi, stafræna heilsu og ýmis mál tengd þessu málaflokki út frá sjónarhorni heilbrigðisstofnana. Um leið og tölvur og tækni eru orðin mikilvægur og nauðsynlegur hluti af daglegri starfsemi heilbrigðisstofnana eykst líka hættan á misnotkun gagna, gangalekum og að mikilvægar upplýsingar lendi í röngum höndum. Þessi mál eru raunveruleg vá í starfsumhverfi íslenskrar heilbrigðisþjónstu og þeirri staðreynd verðum við að aðlagast. Til dæmis var fræðsla um ferli og umfang “gagnagíslatöku” sem er raunverleiki í okkar samfélagi. Einnig var mikið fjallað um aðferðir óprúttina aðila við að komast yfir gögn innan heilbrigðisstofnana þar sem oft er höfðað til trúgirni einstakra starfsmanna. Tíðni slíkra glæpa hefur aukið verulega á Norðurlöndum á síðustu árum. Ábyrgð stjórnenda í heilbrigðisþjónustu er líka að aukast með nýjum tilskipunum sem taka gildi á næst ári.
Ég vil því hvetja okkur öll til að huga vel að umgengni um tölvu- og tækjabúnað og öll rafræn göng. Við munum vera með frekari vitundarvakningu í þessum málaflokki á næstunni enda um stórt mál að ræða í okkar tilveru.
Sem dæmi um þetta er ég nú farinn að fylgja fyrirmælum Fannars okkar og farinn að senda alla fjöldapósta (eins og þennan) án þess að hægt sé að sjá netföng viðtakenda.

Reykjalundur í fjölmiðlum.
Reykjalundur er töluvert í fjölmiðlum þessa dagana. Þar ber líklega hæst umfjöllun Morgunblaðsins. Í gær, dag og morgun birtir blaðið greinar og viðtöl tengd starfseminni og sögunni okkar enda er 80 ára afmællisárið að kárast. SÍBS blaðið er svo að koma út á næstu dögum og er það að þessu sinni tileinkað starfseminni.

Njótið helgarinnar!
Bestu kveðjur,
Pétur

SvengdarvitundÍ undirbúningi jólanna getur álagið orðið mikið og tíminn naumur. Þá gleymist oft að hlusta á líkama okkar...
13/11/2025

Svengdarvitund
Í undirbúningi jólanna getur álagið orðið mikið og tíminn naumur. Þá gleymist oft að hlusta á líkama okkar og eigin þarfir. Í Fróðleysu var Gunnar Örn Ingólfsson, sálfræðingur, með fræðslu um svengdarvitund.
Svengdarvitund er aðferð til að þjálfa meðvitund á merkjum líkamans um svengd og seddu. Þessi nálgun hjálpar okkur að byggja upp heilbrigðara samband við mat og matarvenjur – ekki síst á annasömum tímum eins og fyrir jól.
Gunnar Örn segir að margir geti haft gagn af slíkri þjálfun, bæði þeir sem vilja bæta tengsl sín við mat og þeir sem einfaldlega vilja efla meðvitund og sjálfsumhyggju.
Og kannski má spyrja: Er virðing að borða mat á tíu mínútum eftir að hafa nostrað við matseld í meira en klukkutíma?
Kannski felst virðingin í því að gefa okkur tíma – og njóta þess sem við höfum skapað.

Reykjalundur á tímamótum. Sveinn Guðmundsson formaður SÍBS skrifar grein í Skoðun á Vísi. Greinina má lesa hér.
11/11/2025

Reykjalundur á tímamótum. Sveinn Guðmundsson formaður SÍBS skrifar grein í Skoðun á Vísi. Greinina má lesa hér.

Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu.

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,Þá er þessi vika að klárast og hér koma föstudagsmolar vikunnar. Í dag er Dr. Mart...
07/11/2025

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,

Þá er þessi vika að klárast og hér koma föstudagsmolar vikunnar. Í dag er Dr. Marta Guðjónsdóttir rannsóknastjóri okkar gestahöfundur og ræðir um gervigreind, langvinn einkenni covid og ekki síst Vísindadag Reykjalundar sem er í næstu viku. Hvet ykkur til að lesa og vonandi geta sem allra flestir tekið eitthvað þátt í vísindadeginum sjálfum. Auk dagskrár Vísindagssins sem fylgir með, er einnig mynd frá Vísindadeginum okkar í fyrra. Á henni eru frá vinstri Sóley Guðrún Þráinsdóttir fráfarandi formaður vísindaráðs, Marta rannsóknastjóri og Kristín Hómgeirsdóttir sjúkraþjálfari sem hefur verið formaður vísindaráðsins okkar þetta árið.

Sjáumst á Vísindadeginum í næstu viku.
Njótið helgarinnar!
Bestu kveðjur,
Pétur

*****

Föstudagsmolar 7. nóvember 2025 – Frá rannsóknastjóra.

Gervigreind.

„Tíminn líður hratt á gervihnatta öld“ sungu fyrstu íslensku þátttakendurnir í Eurovision um árið. Nú eru allir hættir að hugsa um gervihnetti en eru því uppteknari af gervigreind sem sífellt verður aðgengilegri. En gervigreindin hefur margar hliðar. Rétt notuð er hún er afar nytsamlegt verkfæri en skuggahliðin er misnotkun á getu hennar, til dæmis við myndafölsun. Ég er ein af fjölmörgum aðdáendum David Attenboroughs og náttúrulífsmynda hans. Hann opnaði heima sem ég hefði aldrei séð eða kynnst annars. En nú hefur gervigreindin gert það að verkum að man getur aldrei verið viss hvort myndir eða myndskeið af undrum náttúrunnar séu raunveruleg eða „allt í plati“. Eitthvað virðist þó vera byrjað að setja því mörk hvað hægt sé að falsa. Ég bað ChatGPT um að breyta mynd af mér þannig að ég væri í „splitt“ eins og fimleikastjarna. En það fannst tólinu greinilega fulllangt gengið og sagði að það „…bryti í bága við stefnu þeirra í myndvinnslu“. Ég skil það vel (ég er sú stirðasta í bænum) og er í hjarta mínu glöð að eitthvað sé farið að sporna við þessu. Það sem ég hef nefnt hér á undan er tiltölulega saklaust en það eru ekki allar falsanir þannig.

Heilsan okkar – langvinn einkenni covid.

Á dögunum var fundur í fundarröðinni Heilsan okkar sem Háskóli Íslands og Landspítalinn standa sameiginlega að. Að þessu sinni var viðfangsefnið langvinn einkenni Covid og var markmið fundarins að veita heildstæða yfirsýn frá mörgum sjónarhornum. Reykjalundur lagði til eitt sjónarhornið þar sem Karl Kristjánsson læknir kynnti niðurstöður rannsóknar á árangri endurhæfingar hjá 115 einstaklingum með langvinn einkenni Covid. Reykjalundarfólk þekkir vel að skoða hlutina frá mörgum sjónarhornum því í þeim hópi er fagfólk með mjög fjölbreytta fagþekkingu. Við erum stolt af framlagi okkar til þekkingar á þessu mikilvæga viðfangsefni en okkar rannsókn sýnir að vel ígrunduð endurhæfing þar sem fagmennska er í fyrirrúmi bætir líðan og færni fólks með langvinn einkenni covid. Við vonum að með tímanum verði hægt að finna fjölbreyttar leiðir til að bæta stöðu þess stóra hóps fólks sem hefur lent í klónum á Covid, byggðar á vísindalegum rannsóknum og þekkingu.

Vísindadagur Reykjalundar.

Við eldri kynslóðin munum visku og reynslu mannsins sem var búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár (Spaugstofan). Vísindadagurinn er ekki búinn að vera alveg svo lengi en nálgast það óðfluga. Nú er hann haldinn í 22. sinn og með mjög veglega dagskrá (sjá meðfylgjandi). Þar munu rannsakendur kynna niðurstöður sínar í stuttum erindum og er viðfangsefnið afar fjölbreytt að vanda. Verðlaun verða veitt fyrir besta erindið og Gunnar og hans fólk í eldhúsinu munu reiða fram léttar veitingar. Þeir sem ætla að koma á vísindadaginn í eigin persónu í Samkomusalinn á Reykjalundi eru beðnir að skrá sig hér: https://forms.office.com/e/6kXEJtuqX4?origin=lprLink. En svo verður einnig boðið upp á streymi fyrir þá sem eiga ekki heimangengt og verður slóðin sett á Facebook síðu Reykjalundar. Góðar stundir og munið að horfa til himins reglulega.

Dr. Marta Guðjónsdóttir,
rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

Föstudagsmolar forstjóra 31. október 2025.Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,Hrekkjavökugleði – Þakkir til starfsmann...
31/10/2025

Föstudagsmolar forstjóra 31. október 2025.

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,

Hrekkjavökugleði – Þakkir til starfsmannafélagsins og ykkar allra!
Ég vil byrja á að þakka ykkur kærlega fyrir síðast á Hrekkjavökkuhátíðinni í gær. Fyrir þá sem ekki vita var í gærkvöldi, félagsheimilið Hlégarður hér í Mosfellsbænum undirlagt hrekkjavökugleði starfsmannafélagsins okkar. Alveg geggjaðir búningar í öllum hornum og mikil stemning. Hópurinn var hristur saman með hláturjóga-leikjum og eftir matinn fengum við alveg hreint ljómandi tónlistaratriði. Myndin með molunum er einmitt frá Hrekkavökuhátíðinni í gær og sýnir starfsfólk Miðgarðsteymis stilla sér upp í myndatöku. Það er ómetanlegt fyrir alla góða vinnustaði að vera með flott og öflugt starfsmannafélag.
Ég vil því nota þetta tækifæri og senda stjórn starfsmannafélagsins okkar kærar þakkir fyrir frábært framtak og auðvitað öllum hinum snillingunum sem mættu til leiks - algerlega bestu þakkir fyrir þátttökuna og gleðina.
Við þetta má svo alveg bæta að eins og stundum áður tóku iðjuþálfar okkar hrekkjavökuna skrefinu lengra en við hin flest og voru í glæsilegum búningum allan gærdaginn hér á Reykjalundi auk þess að skreyta starfssvæðið sitt í stíl við tilefnið. Þetta heitir að setja sannarlega skemmtilegan svip á Reykjalundarlífið.

Óveður og ófærð.
Annars má segja að þessi vika hafi einkennst af snjókomu og ófærð. Sannarlega fyrsti hvellur þessa vetrar sem kom á þriðjudaginn - og eins og alltaf hægist verulega á umferð þegar snjórinn byrjar að láta sjá sig í upphafi vetrar. Þrátt fyrir fannfergi er mikilvægt að halda þjónustunni úti eins og mögulegt er, þar sem margir sjúklingar okkar hafa beðið lengi eftir að fá að komast til okkar, eru komnir utan af landi og fleira. Það er því ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur tekist við að halda nánast alveg dampi í starfseminni. Það er ekki sjálfgefið og vil ég nota þetta tækifæri og þakka ykkur kærlega fyrir.
Við erum svo öll vakandi í hlákunni sem verður í dag, það má búast við mikilli hálku.

Instagram reikingur Reykjalundar aftur í gang.
Fyrir um ári síðan opnuðum við hér á Reykjalundi Instagram reikning með popm og prakt. Þetta var gert í kjölfar stefnumótunarvinnu sem fór fram haustið 2023 og þar kom skýrt fram mikilvægi þess að starfsemin væri sýnileg á samfélagsmiðlum, ekki síst Instagram. Markmiðið með reikningnum er að gefa jákvæða og skemmtilega innsýn í Reykjalundarlífið og gefa sýnishorn úr daglegu lífi hjá okkur. Ætlunin er að „grammið“ sé svo að ganga á milli eininga og deilda hér á Reykjalundi, viku og viku í senn.
Reikningurinn hefur aðeins veirð í dvala nú í haust en í næstu viku blásum við lífi í þetta aftur og sendum út vikuskiptingu umsjónaraðila. Vonandi eru sem allra flestir til í að vera með okkur í þessu.
Endilega fylgið okkur á Instagram: reykjalundur.endurhaefing

Njótið helgarinnar!

Bestu kveðjur,
Pétur

Þverfagleg eða fjölfagleg þjónusta – hver er munurinn?Á dögunum hélt Rúnar Helgi Andrason fræðsluerindi hér á Reykjalund...
30/10/2025

Þverfagleg eða fjölfagleg þjónusta – hver er munurinn?

Á dögunum hélt Rúnar Helgi Andrason fræðsluerindi hér á Reykjalundi undir yfirskriftinni „Þverfagleg eða fjölfagleg þjónusta – hver er munurinn?“

Í erindinu fjallaði Rúnar Helgi um einkenni og áhrif þessara tveggja nálgana á samstarf fagstétta innan heilbrigðisþjónustu, hvernig þau birtast í heilbrigðisþjónustu og hvaða áhrif samvinna ólíkra fagstétta hefur á árangur meðferðar og þjónustu við einstaklinga í endurhæfingu.

Erindið vakti umræðu og áhuga meðal starfsmanna, enda mikilvægt að starfsfólk hafi sameiginlegan skilning á samvinnu og samhæfingu þjónustu innan teyma.

Við þökkum Rúnari kærlega fyrir fróðlegt og hvetjandi erindi.

Almenn þjónusta Reykjalundar hættir kl 14 í dag!Lögreglan var að gefa út tilkynningu um að vegna áframhaldandi snjókomu ...
28/10/2025

Almenn þjónusta Reykjalundar hættir kl 14 í dag!

Lögreglan var að gefa út tilkynningu um að vegna áframhaldandi snjókomu á höfuðborgarsvæðinu er fólk eindregið hvatt til að halda sig heima og vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi í umdæminu, en hún mun breytast í appelsínugula viðvörun kl. 17, en áfram er spáð mikilli snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni. Fólk sem fór að heiman í morgun er beðið um að huga að heimferð sem allra, allra fyrst (mjög gott ef fólk er komið til síns heima fyrir kl. 15) því færðin og veðrið á bara eftir að versna eftir því sem líður á daginn.

Vegna þessa hefur verið ákveðið að þjónusta dagdeilda og göngudeilda á Reykjalundi mun hætta frá og með kl 14 í dag. Heilsurækt Reykjalundar verður einnig lokuð í dag.

Þessa skemmtilegu vetrarmynd tók ljósmyndarinn Raggi Óla.

Svana Helen er nýr formaður stjórnar Reykjalundar endurhæfingar ehf. og Kristján Þór nýr stjórnarmaður.Aðalfundur Reykja...
27/10/2025

Svana Helen er nýr formaður stjórnar Reykjalundar endurhæfingar ehf. og Kristján Þór nýr stjórnarmaður.

Aðalfundur Reykjalundar endurhæfingar ehf. fór fram nýlega. Honum var frestað síðasta vor að óviðráðanlegum orsökum.

Svana Helen Björnsdóttir var kjörinn nýr formaður stjórnar Reykjalundar endurhæfingar ehf. Svana Helen er með PhD gráðu í kerfisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur síðustu ár starfað sem aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera formaður Verkfræðingafélags Íslands (til loka apríl sl.) og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi frá árinu 2022. Svana Helen hefur um áratuga skeið rekið hugbúnaðarfyrirtæki sem meðal annars þjónustaði heilbrigðisstofnanir. Hún er sérfræðingur í áhættugreiningu, vottunum og stjórnunarkerfum sem byggja á ISO-stöðlum. Svana hefur setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana um árabil. Hún hefur átt sæti í vísinda- og tækniráði, í háskólaráði HR, var formaður Samtaka iðnaðarins og þá er ýmislegt ótalið.

Aldís Stefánsdóttir sem verið hefur fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn síðustu tvö ár óskað eftir að fá að hætta í stjórn. Fulltrúi Mosfellsbæjar í stað Aldísar er Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis hjá Mosfellsbæ. Kristján Þór er með PhD í Íþrótta- og lýðheilsufræðum frá HÍ. Hann hefur starfað sem forseti heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasvið HA, verið sveitastjóri Norðurþings, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis auk þess að hafa verið Lektor/aðjúnkt við Háskóla Íslands um árabil þar sem hann þróaði og flutti fyrirlestra um heilsueflingu, faraldsfræði hreyfingar o.þ.h. Kristján Þór hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum sem flest eru tengd starfsemi sveitarfélaga.

Auk Svönu Helenar og Kristjáns Þór eiga áfram sæti í stjórninni þau Gunnar Ármannsson og Arna Harðardóttir.

Aldísi er þökkuð góð störf í þágu Reykjalundar og Svana Helen og Kristján Þór boðin hjartanlega velkomin á Reykjalund.

Address

Reykjalundur
Mosfellsbær
270

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:30
Tuesday 08:00 - 16:30
Wednesday 08:00 - 16:30
Thursday 08:00 - 16:30
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545852000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Reykjalundur endurhæfing ehf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Reykjalundur endurhæfing ehf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram