Gamli spítalinn

Gamli spítalinn Fylgstu með endurbótum á Gamla spítalanum á Patreksfirði sem byggður var árið 1901. Timburhús teiknað af Sigurði Magnússyni héraðslækni og smið.

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð 🎄Við fengum þetta fallega líkan af húsinu af gjöf nú í desember. Ótrúlega flott...
23/12/2025

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð 🎄Við fengum þetta fallega líkan af húsinu af gjöf nú í desember. Ótrúlega flott og vönduð smíði hjá Birni Finnbogasyni 🥰

Gamli spítalinn kominn í jólafötin🎄
22/12/2025

Gamli spítalinn kominn í jólafötin🎄

Áfram halda framkvæmdir í kjallaranum og komið að því að klæða á milli bitanna í loftinu. Þegar hafa farið nokkuð margar...
06/12/2025

Áfram halda framkvæmdir í kjallaranum og komið að því að klæða á milli bitanna í loftinu. Þegar hafa farið nokkuð margar klukkustundir í loftið og enn fleiri fóru í að koma einangrun, listum og loftadúk á milli allra bitanna. Sumsstaðar var plássið fyrir rafmagn, einangrun og dúkinn af mjög skornum skammti. Það voru 20 rammar klæddir, svo handtökin voru mörg. Við fengum góða aðstoð frá Unnsteini vini okkar við að koma loftinu saman. Við erum ánægð með útkomuna og gaman að sjá gömlu bitana njóta sín og heildarmyndin á kjallaranum birtast.

Það hafa verið langir dagar í kjallaranum síðustu vikur og loksins eru fyrstu nýju gólfefnin komin í Gamla spítala. Við ...
23/11/2025

Það hafa verið langir dagar í kjallaranum síðustu vikur og loksins eru fyrstu nýju gólfefnin komin í Gamla spítala. Við vorum lengi að finna réttu flísarnar á kjallarann en það tókst seinni partinn í sumar að finna háglans Aosta Green marmara flísar 60x60. Svo tók við biðin að fá flísarnar frá Ítalíu og til landsins. Það þurfti svo að klára að sprauta bitana í loftinu og klára málningarvinnu áður en hægt var að flota gólfin og byrja að leggja. Stjáni vinur okkar kom svo í nokkra daga og aðstoðaði okkur við að koma flísunum niður. Við tók svo að fúa á milli flísanna, þrífa, kítta og klára málningarvinnuna. Við erum gríðarlega ánægð með útkomuna og það styttist í að hægt verði að klæða á milli bitanna og klára loftið, en meira af því síðar.

Þótt búið sé að opna næstum alla veggi í húsinu þá eru ennþá nokkrir staðir eftir og einn þeirra var við stigaopið úr ga...
13/10/2025

Þótt búið sé að opna næstum alla veggi í húsinu þá eru ennþá nokkrir staðir eftir og einn þeirra var við stigaopið úr gamla eldhúsinu og niður í kjallarann. Undir forskalningunni kom í ljós hluti af gamla panelnum í stigahúsinu ásamt gömlum rafmagnsrörum og dósum. Ýmislegt sem þessir gömlu veggir hafa að geyma og mikið væri nú gaman ef þeir gætu líka sagt frá ☺️

Tröppurnar upp í garðinn steyptar í dag 👏🏼
04/09/2025

Tröppurnar upp í garðinn steyptar í dag 👏🏼

Grasið allt að koma til 🤩
29/06/2025

Grasið allt að koma til 🤩

Fyrir nokkru síðan fengum við þessar skemmtilegu myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands þegar hún...
15/04/2025

Fyrir nokkru síðan fengum við þessar skemmtilegu myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands þegar hún heimsótti þau heiðurshjón Ingibjörgu Ingimars­dóttur og Stefán Skarphéðinsson, sýslumann í opinberri heimsókn sinni á Patreksfjörð í júní 1983. Í tilefni af 95 ára afmæli Vigdísar í dag, máttum við til með að deila þessum myndum með ykkur.

Snjódagur ❄️
15/12/2024

Snjódagur ❄️

Address

Aðalstræti 69
Patreksfjörður
450

Telephone

+3548400614

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gamli spítalinn posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Gamli spítalinn:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram