Líf og sál sálfræði- og ráðgjafaþjónusta

Líf og sál sálfræði- og ráðgjafaþjónusta Ráðgjöf og fræðsla fyrir vinnustaði og félagasamtök. Almenn sálfræðiþjónusta til einstaklinga.

Hjá Líf og sál starfa 7 sálfræðingar, sáttamiðlari, skrifstofustjóri og móttökuritari.

Er fíflum farið að fjölga í kringum mig?
19/11/2025

Er fíflum farið að fjölga í kringum mig?

Þar með lauk okkar vinnustofuþrennu um faglega úttekt á vinnustöðum 🤝Í dag fórum við í Masterclass vinnustofuna, þar var...
03/11/2025

Þar með lauk okkar vinnustofuþrennu um faglega úttekt á vinnustöðum 🤝
Í dag fórum við í Masterclass vinnustofuna, þar var farið enn dýpra í aðferðafræði og nálgun á EKKO-málum. Þátttakendur deildu reynslusögum og fengu dýrmæta endurgjöf frá þeim reynsluboltum Ståle og Kari.
Takk fyrir frábæra þátttöku ✨

Í gær og fyrradag fór fram vinnustofan “Hvað svo?” þar sem Ståle og félagar lögðu áherslu á réttu skrefin að lokinni útt...
01/11/2025

Í gær og fyrradag fór fram vinnustofan “Hvað svo?” þar sem Ståle og félagar lögðu áherslu á réttu skrefin að lokinni úttekt eða annars konar erfiðleikum í samskiptum á vinnustöðum. Það var frábært, hópurinn æðislegur og umræðurnar mjög þarfar og uppbyggilegar. 

Á mánudaginn höldum við áfram með Masterclass-vinnustofuna, framhaldsnámskeið sem dýpkar skilning og þjálfun í faglegri úttekt.

Í dag lauk vinnustofunni í faglegri úttekt á EKKO málum sem fór fram á hótel Marriott í Reykjanesbæ.Við hjá Líf og sál á...
29/10/2025

Í dag lauk vinnustofunni í faglegri úttekt á EKKO málum sem fór fram á hótel Marriott í Reykjanesbæ.

Við hjá Líf og sál áttum þrjá einstaklega góða daga í frábærum hópi þar sem við fórum í gegnum margvísleg og áhugaverð viðfangsefni tengd faglegri úttekt, bæði í fræðilegu samhengi og í raunverulegum aðstæðum.

Þvílíkur kraftur og fagmennska sem einkennir ykkur sem tókuð þátt, það er sannarlega innblástur að fá að vinna með fólki sem hefur jafnmikinn áhuga á gæðum, fagmennsku og heilbrigðu starfsumhverfi.

Takk kærlega fyrir frábæra þátttöku, opnar og líflegar umræður, og góða stemningu! Við skemmtum okkur konunglega og vonum að þið hafið gert slíkt hið sama.

Við erum hvergi nærri hætt! Á morgun hefst ,,Hvað svo?” Þar sem farið er yfir hvað gerist á vinnustaðnum eftir úttekt, hvernig við stuðlum að því að hlúa að starfsfólki og starfsumhverfinu í kjölfar erfiðra starsfmannamála.

Vinnustofur í faglegri úttekt - örfá sæti laus!Í næstu viku hefst röð vinnustofa hjá Líf og sál þar sem fagfólk í mannau...
23/10/2025

Vinnustofur í faglegri úttekt - örfá sæti laus!
Í næstu viku hefst röð vinnustofa hjá Líf og sál þar sem fagfólk í mannauðsmálum fær tækifæri til að dýpka þekkingu sína á aðferðafræðinni staðreyndarannsókn, sem er byggð á traustum, gagnreyndum vinnubrögðum sem nýtast þegar upp koma flókin eða erfið starfsmannamál.

📍 Fyrsta vinnustofan, „Vinnustofa í faglegri úttekt“, fer fram 27.–29. október á Marriott hótelinu í Keflavík og það eru örfá sæti laus! Þetta er grunnnámskeiðið sem opnar leið að framhaldsnámskeiðinu ,,Masterclass í faglegri úttekt”.

Fyrir allt mannauðsfólk og aðra stjórnendur verður einnig haldin vinnustofan ,,Hvað svo?” sem fjallar um réttu skrefin að lokinni úttekt eða öðrum erfiðum starfsmannamálum.

Ef þú starfar við mannauðsmál, úttektir eða stjórnun vinnustaða – þá er þetta þitt tækifæri.

Skráning og nánari upplýsingar hér: https://lifogsal.is/thjonusta/vinnustofur/

Á Mannauðsdaginn var birt frábær grein um Líf & sál í Mannauðsblaðinu, þar sem rætt er um yfirstandandi verkefni okkar, ...
09/10/2025

Á Mannauðsdaginn var birt frábær grein um Líf & sál í Mannauðsblaðinu, þar sem rætt er um yfirstandandi verkefni okkar, áherslur á sálrænt öryggi á vinnustöðum og framtíðar vinnustofur í EKKO-málum.

Greinin dregur fram hvernig aðferðir eins og staðreyndarrannsóknir geta styrkt mannauðsstarf og hjálpað stjórnendum að bregðast við flóknum málum á traustan og faglegan hátt. Við deilum einnig okkar sýn á mikilvægi þess að byggja upp vinnustaði þar sem traust, öryggi og fagmennska eru í forgrunni.

Lesa greinina hér: https://lifogsal.is/frettir/lif-og-sal-i-mannaudsbladinu/

Takk fyrir frábæran Mannauðsdag! Það var virkilega gaman að sjá hversu margir komu við á básnum okkar til að eiga lífleg...
06/10/2025

Takk fyrir frábæran Mannauðsdag!
Það var virkilega gaman að sjá hversu margir komu við á básnum okkar til að eiga lífleg og uppbyggileg samtöl um mannauðsmál, sálrænt öryggi á vinnustöðum og svo margt fleira.

Við hlökkum þegar til næsta Mannauðs­dags, og þess að halda áfram að styðja fagfólk í mannauði í því mikilvæga starfi sem það vinnur alla daga.

Mannauðsdagurinn er á morgun! Við hjá Líf og sál verðum með bás í Norðurljósum, á sama stað og síðustu ár. Hlökkum til a...
02/10/2025

Mannauðsdagurinn er á morgun!
Við hjá Líf og sál verðum með bás í Norðurljósum, á sama stað og síðustu ár. Hlökkum til að sjá ykkur þar!

Ståle Einarsen, í samstarfi við Líf og sál, mun halda þrjár vinnustofur í EKKO málum í haust. Ståle er einn fremsti sérf...
16/09/2025

Ståle Einarsen, í samstarfi við Líf og sál, mun halda þrjár vinnustofur í EKKO málum í haust. Ståle er einn fremsti sérfræðingur samtímans í úttektum og rannsóknum á einelti, áreitni og flóknum starfsmannamálum. Fyrri vinnustofur hafa notið mikilla vinsælda og færri komist að en vildu!

Nánari upplýsingar og skráning má finna hér: https://lifogsal.is/thjonusta/vinnustofur/

Síðasta föstudag hélt Líf og sál árlegan starfsdag.Slíkur dagur gefur okkur tækifæri til að staldra við, stilla saman st...
10/09/2025

Síðasta föstudag hélt Líf og sál árlegan starfsdag.

Slíkur dagur gefur okkur tækifæri til að staldra við, stilla saman strengi og leggja línurnar fyrir veturinn. Þar sem við styðjum daglega aðra í að byggja upp öfluga vinnustaðamenningu, er ekki síður mikilvægt að við gerum slíkt hið sama hjá okkur sjálfum. Við fórum í hugarflug um stefnumótun næstu fimm ára, ræddum vinnustaðaþróun og deildum hugmyndum sem munu styrkja okkur í framtíðinni. Í lok dags gengum við frá honum enn samheldnari og með skýrari sýn á framtíðina.

Vigdís mætti á Bylgjuna í morgun til að spjalla um sálfélagslegt öryggi á vinnustöðum
18/08/2025

Vigdís mætti á Bylgjuna í morgun til að spjalla um sálfélagslegt öryggi á vinnustöðum

Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, ræddi við okkur um sálfélagslegt öryggi.

Address

Suðurlandsbraut 24
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:30
Tuesday 08:30 - 16:30
Wednesday 08:30 - 16:30
Thursday 08:30 - 16:30
Friday 08:30 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Líf og sál sálfræði- og ráðgjafaþjónusta posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Líf og sál sálfræði- og ráðgjafaþjónusta:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category