19/11/2025
Indíana Lind Gylfadóttir sjúkraþjálfari hóf nýlega störf hjá Kjarna.
Indíana er með meistaragráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Um árabil hefur hún starfað sem þjálfari í ólympískum lyftingum og CrossFit og er sjálf landsliðskona í ólympískum lyftingum.
Helstu áhugasvið Indíönu innan sjúkraþjálfunar eru almenn stoðkerfisvandamál og íþróttameiðsli, endurhæfing eftir bæklunaraðgerðir, heilahristingur og höfuðáverkar.
Við bjóðum Indíönu innilega velkomna í hópinn og bendum á að hægt er að bóka tíma hjá henni í síma ☎️556-0888 eða á 📧afgreidsla@kjarniheilsa.is