12/11/2025
Glöð, leið, þakklát, ánægð, sorgmædd, reið, svekkt og hamingjusöm kella ❤️
Æfing síðustu daga, vikur og mánuði í að finna akkúrat það sem ég finn, fara inn í og gegnum það og halda svo áfram 🙏🏻
Elska eins og flestir mest að vera glöð, þakklát, ánægð og hamingjusöm en er að læra að meta hitt líka.
Ótrúlegt en satt að þá finn ég með þessari “litlu” æfingu hvað mér líður betur í líkamanum, kerfinu mínu og sálinni með því að leyfa þessum tilfinningum að koma, fara inn í þær og leyfa þeim svo að líða hjá ✨ tilfinningar sem munu alltaf koma öðru hvoru í lífinu hjá mér og flestum og erfitt að ætla alltaf að ýta þeim frá.
Bara ef einhver hér tengir við að leyfa sér ekki að vera svekkt, reið, leið eða sorgmædd að þá gæti það til dæmis haft áhrif á verki, taugakerfi, líðan á æfingum og almenna líðan ❤️