Hvernig byrjaði þetta allt?
Árið er 2015 og Olivia og Mat eru ásamt vinum og ættingjum að pakka í töskur, þau eru á leiðinni til Íslands að gifta sig. Á Íslandi eru brúðkaupsskipuleggjendurnir þeirra, Pink Iceland að leggja lokahönd á allt skipulag og bíða spennt eftir hjónunum. Í gegnum ferlið hafa myndast sterk og persónuleg tengsl. Tengslin við Pink Iceland styrkjast og vináttan blómstrar eftir að Olivia og Mat snúa til síns heima, nýgift og glöð.
Árið er 2020. Pink Iceland, ferðaskrifstofa í Covid, gengur ekki sérstaklega vel, eiginlega skelfilega, og tekjufall meira en 95% en stundum í neyðinni og niðursveiflunum skapast tækifæri. Tækifærið í þetta sinn tengist Oliviu & Mat og þeirra ástríðu í lífinu: CBD (hlekkur á hvað er cbd)
O&M hafa starfað lengi í Bandaríkjunum í tengslum við CBD og eru sannarlega sérfræðingar um þetta undraefni. Þau elska Ísland og Íslendinga og þeirra hugsjón var að hér væri hægt að fá hágæða CBD vörur og þjónustu. Þau vildu starfa með góðu fólki með gott orðspor og því báðu þau um hönd Pink Iceland teymisins í fyrirtækjarekstri og stofnuðu þau öll saman fyrirtækið Æsir Heilsa ehf. Nýsköpunarhjörtun slógu enn hraðar við tilhugsunina um að opna búð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur tileinkaða CBD vörum og gera þær sýnilegar og aðgengilegar. Vegna sinnar sérþekkingar á CBD og áhrifum þess kusu Olivia og Mat að sérhanna nýja vörulínu. Nýja vörulínan telur nú 10 vörur, hver annarri dásamlegri og hefur hlotið einróma lof þeirra sem hafa gert sér ferð og fjárfest.
Árið er 2021, febrúar nánar tiltekið og Pink Iceland fagnar 10 ára afmæli. Það er ljúfsárt að fagna slíkum áfanga í ástandi eins og hefur skapast vegna Covid en þá er mikilvægt að vera með ástríðuverkefni eins og Æsi. Það er ljóðrænt að í sömu viku og Pink Iceland er 10 ára opnar Æsir verslun á Hverfisgötu 39. Við erum stolt af vörunum okkar og búðinni okkar, við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og þætti vænt um að heyra hvernig ykkur líkar.
///
Hvað er CBD? Hvað er CBD
CBD (Cannabidiol) er lítil sameind sem finnst víðsvegar í náttúrunni en er þó algengust í plöntum eins og kannabisplöntunni, hör, sólhatti og kava pipar. CBD er talið hafa góð áhrif á húðina og almennt jafnvægi í líkamanum og hefur verið notað í lækningaskyni í þúsundir ára. What is CBD
CBD or cannabidiol is a small molecule found in nature; most commonly in plants such as cannabis, flax, echinacea, and kava. This ancient powerhouse has only recently been under the
microscope of science and health experts like what they see. Hvernig virkar það
CBD hefur róandi og bólgueyðandi áhrif á húðina og dregur úr roða. CBD er einnig talið hafa góð áhrif á svefn og kvíða auk þess efnið stuðlar að almennu jafnvægi í húð og líkama. Húðvörur sem innihalda CBD hafa í grunninn sömu virkni og aðrar svipaðar vörur en við bætast ofangreindir náttúrlegir eiginleikar þessarar mögnuðu olíu. CBD interacts with receptors in all kinds of cells, promoting healthy balance or “homeostasis.”
Many people integrate CBD into their healthcare routine to support their cellular and molecular well-being. Some of the many benefits our users experience include, but are not limited to: a sense of calm for focus; relief from everyday stresses; help in recovery from exercise-induced and intracellular inflammation, and support for sound sleep cycles. Eru einhverjar aukaverkanir af notkun CBD? Ekki er tilefni til að vara við neinum aukaverkunum í húðvörunum okkar. Við bendum þó á að CBD olían okkar mjög hrein og öflug og því rétt að byrja að nota hana í smáum skömmtum til að sjá hvaða áhrif hún hefur á húðina. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af því að CBD gæti haft áhrif á lyf sem þú ert að taka eða ert ófrísk bendum við þér á að hafa samband við lækninn þinn til að fá álit þeirra. Are there any side effects? CBD is generally well tolerated and considered safe. As with any other ingredient, there is a chance that it could cause adverse reactions for some people, and/ or could interact with certain medications. If you have concerns, consult your physician before use if you are pregnant, nursing, have or suspect a medical condition or are taking any medications.