27/10/2021
Klassískt nudd 70min:
Einnig kallað sænskt nudd. Markmið nuddsins er fyrst og fremst til að mýkja vöðva og ná fram slökun en hjálpar einnig líkamanum að losa sig við úrgangsefni með blóðrás og háræðum.
Sogæða nudd 80min:
Er framlvæmt með það í huga að örva og virkja sogæðakerfi líkamans. Róandi og þéttar strokur. Einstaklega afslappandi meðferð.
Einkenni vanvirks sogæðakerfis - þrútnir fingur, stirðleikir og verkir í liðum, slen og slappleiki, kláði í húð, bjúgur um líkamann og fleirra.
Svæða nudd 30-40 min:
Svæðanuddmeðferðin er afar árangursrík við að ná fram slökun, auka orkuflæði líkamans og hjálpa líkamanum að hjálpa sér. Nuddið er aðeins framkvæmt á fótum.
Íþrótta nudd 70 min:
Nudd með meiri ákafa. Íþróttanudd getur hjálpað til við að halda líkamanum í almennt betra ástandi, koma í veg fyrir meiðsli og endurheimta hreyfanleika vefjanna.