Unnur - Art Therapy

Unnur - Art Therapy art therapy, art therapist, art educational therapy, memory drawing, research, Iceland Börn eiga oft auðveldara með að tjá sig með myndum en orðum.

Listmeðferð er sálræn meðferð þar sem myndsköpun er nýtt til tjáningar og úrvinnslu. Sköpunin er sjálfsprottin og frjáls og ekki er þörf á þekkingu eða færni í listsköpun. Einstaklingar á öllum aldri geta í mörgum tilvikum betur tjáð flóknar tilfinningar, hugsanir og minningar með myndmálinu fremur en talmálinu.
Í listmeðferðinni er unnið með vandann táknrænt og á áþreifanlegu plani í gegnum myndsköpunina en það gerir lausnina í mörgum tilvikum auðfundnari. Frumkvæði, sjálfstæði, sköpunargleði og sjálfstraust eykst þegar sköpunargáfan er virkjuð með listsköpuninni. Sambandið á milli þess sem meðferðina veitir og skjólstæðingsins er hornsteinn listmeðferðarinnar. Öruggur staður, regluleg meðferð í ákveðinn tíma, trúnaður, hlustun og viðhorf og viðmót listmeðferðarfræðingsins miðar að því að einstaklingurinn finni til öryggis. Þannig getur viðkomandi treyst meðferðaraðilanum fyrir tilfinningum sínum, hugsunum, reynslu, gleði, sigrum, ótta og hugarórum en það leiðir til bættrar líðanar, öruggari tengslamyndunar, félagsfærni, aukinnar sjálfsþekkingar og styrks. Fyrir hverja er listmeðferð? Tímapantanir eru með tölvupósti á unnur@unnurarttherapy.is og í síma 867 0277 .

16/12/2025
09/12/2025

✨ Would you like to be better connected? Try this simple trick: draw a line. ✏️
It doesn’t need to be pretty.
It doesn’t need to be art.
It just needs to be yours.
So today, take 10 seconds.
Grab a pen.
Draw a line.
Breathe.
If you try it, drop a photo of your line in the comments 💛

IS

✨ Viltu tengjast betur? Prófaðu þessa einföldu aðferð: dragðu línu. ✏️
Beina, bogna, krókótta - bara þá línu sem hönd þín vill teikna.
Hún þarf ekki að vera falleg.
Hún þarf ekki að vera list.
Hún þarf aðeins að vera þín.
Svo í dag, taktu 10 sekúndur.
Náðu í penna.
Dragðu línu.
Andaðu.
Ef þú prófar, þá væri gaman að sjá mynd af línunni þinni í athugasemdum 💛

07/12/2025

✨ Listmeðferð 1: Grunnnámskeiði, lauk í dag – nýtt námskeið í janúar ✨
Í dag kláraði ég að kenna einstaklega góðum hópi, listmeðferð í Símenntun Háskólans á Akureyri. Það er gefandi að sjá hversu mikill kraftur og tenging getur skapast í gegnum myndsköpun og samveru. Ég tek á móti nýjum hópi á nýju námskeiði í janúar! 🌿🎨
Langar þig að efla sköpunargáfu og sjálfsþekkingu? Vilt þú læra hvernig tilfinningar, hugsanir og reynsla birtast í myndmáli og hvernig listsköpun getur styrkt einstaklinga, aukið vellíðan og bætt námsfærni? Nýtt námskeið verður:
Föstudaginn 16. jan kl. 14–19
Laugardaginn 17. jan kl. 10–17
Föstudaginn 6. feb kl. 14–19
Laugardaginn 7. feb kl. 10–17
Nánari upplýsingar í fyrsta kommenti.

30/11/2025

✨Í dag lauk ánægjulegu viðbótargrunnnámskeiði í listmeðferð. Hópurinn var bæði áhugasamur og áhugaverður – gleðilegt er að fylgjast með hversu mikill áhugi er á listmeðferð og hve margir sækja námskeiðin.
Kennt var um grunnatriði listmeðferðar, minnisteikningu og spegilsamteikningu. Ræddar voru ýmsar hugmyndir, reynslu deilt og þátttaka var í skapandi vinnustofum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig listsköpun og samræða opnar dyr að sjálfsþekkingu, tengslum og dýpri skilningi á tilfinningum og hugsunum.
Takk kærlega öll sem tóku þátt – það var heiður að vinna með ykkur.
🌿✨
🎨 Nýtt námskeið hefst hjá Símenntun Háskólans á Akureyri í janúar. Frábært tækifæri fyrir áhugasama um listmeðferð.
👉 Sjá nánari upplýsingar og hlekk í fyrsta kommenti.

26/10/2025

Í dag hélt ég fyrirlestur og vinnustofu í Listasafni Árnesinga. Þátttakendur voru áhugasamir og áhugaverðir og það var ánægjulegt að segja þeim frá nýlegum rannsóknum mínum á minningarteikningu. Ég deildi niðurstöðum sem gefa til kynna að teikning styrkir minni verulega, sérstaklega hjá einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að muna skrifuð orð. Athyglisvert er að þau sem muna auðveldlega skrifuð orð virðast einnig almennt muna betur teikningar til langs tíma. Einnig var farið yfir að minnisteikning getur hjálpað börnum sem hafa orðið fyrir áföllum og veitt meðferðar- og náms úrræði til að efla vellíðan og nám. Áhugaverðar umræður spunnust meðal annars um hvernig hægt sé að fella listsköpun í auknu mæli inn í menntun.
EN:
Today I gave a lecture and workshop at the LÁ Art Museum in Iceland. There were interested and interesting participants, and I enjoyed informing them about my research on memory drawing. I shared my recent research, which indicated that drawing significantly boosts memory recall, especially for individuals who struggle with memorising written words. Interestingly, those who easily remember written words generally tend to retain drawings more effectively over time. It was also explored how memory drawing can help traumatised children, offering a creative, therapeutic and educational tool for facilitating well-being and learning. An interesting discussion took place about, for example, how to incorporate art-making into education.

🎨 Viðbótargrunnnámskeið í listmeðferð fyrir fyrrum þátttakendur 🎨Hefur þú sótt listmeðferðarnámskeið hjá Unni Óttarsdótt...
16/10/2025

🎨 Viðbótargrunnnámskeið í listmeðferð fyrir fyrrum þátttakendur 🎨
Hefur þú sótt listmeðferðarnámskeið hjá Unni Óttarsdóttur fyrir 2022? Þá er þetta nýja viðbótargrunnnámskeið sérsniðið að þér!

Við hittumst í Listmeðferð Unnar:
🗓 24. október kl. 13–18
🗓 29. nóvember kl. 10–17

Farið verður yfir atriði sem ekki var farið yfir á fyrri námskeiðum. Meðal annars munum við skoða:

✨ Hvernig listsköpun getur styrkt minni og námsfærni
🖊 Frekari vinna með samteikningu
📚 Nýjustu rannsóknir á þessum sviðum

Námskeiðið hentar öllum sem vilja læra meira um listmeðferð.

Sjá nánari upplýsingar í link í fyrsta kommenti.

Til að fá sendar frekari upplýsingar setjið netfang í komment.

👉 Skráning fer fram með tölvupósti á unnur@unnurarttherapy.is
Hlakka til að sjá þig aftur.
Unnur 💛

Í Listmeðferð Unnar er boðið er upp á listmeðferð og námslistmeðferð fyrir börn og fullorðna á stofu og í gengum fjarsamskipti.

🧠 🎨 Thanks to the many people who attended and participated in my interactive lecture at the American Art Therapy Associ...
13/10/2025

🧠 🎨 Thanks to the many people who attended and participated in my interactive lecture at the American Art Therapy Association AATA 2025 Conference in Portland, Oregon, USA. It was a lovely and cheerful crowd, which was uplifting and motivating. I shared new research which indicated that drawing significantly boosts memory recall, especially for individuals who struggle with memorising written words. Interestingly, those who easily remember written words generally tend to retain drawings more effectively over time. It was also explored how memory drawing can help traumatised children, offering a creative therapeutic and educational tool for facilitating well-being and learning.

The comments were really positive.
"I found your presentation to be so engaging, useful and inspiring as an art therapist who works with children with learning challenges (as part of my work) and a mom whose own child has some of these struggles. I look forward to learning more about the use of drawing to support learning and memory.”
Board-certified art therapist and a mother
“Thank you for a wonderful presentation“.
“I quote your work very often! Thank you“!
“This research is super important to me as someone with dyslexia. Thank you“!

I'm thankful for the people who helped at the presentation and also for the whole conference, including everyone who shared their knowledge in inspiring presentations, as well as the thought-provoking SIG discussions.

EN

🧠 🎨 Kærar þakkir til þeirra fjölmörgu sem mættu og tóku þátt á gagnvirkum fyrirlestri mínum á AATA ráðstefnunni 2025 í Portlandi, Origon, USA. Hópurinn var glaðlegur og hláturmildur sem var bæði hvetjandi og upplífgandi. Ég kynnti nýlegar rannsóknir sem gefa til kynna að teikning eykur verulega minni sérstaklega hjá einstaklingum sem eiga erfitt með að muna skrifað orð. Athyglisvert er að þau sem auðveldlega muna skrifuð orð virðast almennt muna teikningar betur þegar til lengri tíma er litið. Einnig var skoðað hvernig minnisteikning getur hjálpað börnum sem hafa orðið fyrir áföllum með því að veita þeim öruggt og skapandi umhverfi sem getur aukið þeirra velferð og eflt námsgetu.

Umsagnir vour afar jákvæðar:
„Kynningin þín var svo grípandi, gagnleg og innblástur fyrir mig – bæði sem listmeðferðarfræðing sem vinnur með börnum með námsörðugleika (sem hluti af starfi mínu), og sem móðir barns sem glímir við svipaðar áskoranir. Ég hlakka til að læra meira um hvernig teikning getur stutt við nám og minni.“
Löggiltur listmeðferðarfræðingur og móðir
„Takk fyrir frábæra kynningu.“
„Ég vitna mjög oft í verk þín! Þakka þér fyrir.“
„Þessar rannsóknir skipta mig miklu máli sem einstakling með lesblindu. Takk fyrir.“

Ég vil þakka þeim sem aðstoðuðu mig á fyrirlestrinum. Ráðstefnan var til fyrirmyndar í heild sinni þar sem margir deildu þekkingu sinni og tóku þátt í innihaldsríkum umræðum í sérstökum áhugahópum.

🎨💙

🎨✨ TOMORROW at AATA conference "Ascending to New Heights" I will introduce: Memory Drawing for Traumatized Children and ...
10/10/2025

🎨✨ TOMORROW at AATA conference "Ascending to New Heights" I will introduce: Memory Drawing for Traumatized Children and Individuals with Varying Word Memory Capacities.

📍 American Art Therapy Association (AATA) Conference, Portland
📅 October 10
👥 98 attendees and counting!

🔍 Join us for an interactive and research-backed presentation exploring how drawing enhances memory recall, not only for those who struggle with memorizing written words but also in the long run for individuals who typically excel in verbal memory.
This session will also address how memory drawing supports emotional processing—a powerful tool in therapeutic and educational work with traumatized children.

IS

🎨✨ Á MORGUN á AATA ráðstefnunni "Ascending to New Heights" mun ég tala um Minnisteikningu fyrir börn sem hafa orðið fyrir áföllum og fyrir einstaklinga með mis gott orðaminni.

📍 Félag listmeðferðarfræðinga í Ameríku (AATA), Portland
📅 10. október
👥 98 skráðir þátttakendur – og stöðugt bætist í hópinn.

🔍 Vertu með á gagnvirkri kynningu sem studd er af rannsóknum, þar sem við skoðum hvernig teikning getur aukið minnisgetu - ekki aðeins hjá þeim sem eiga erfitt með að muna skrifuð orð, heldur einnig til lengri tíma litið hjá þeim sem hafa gott orðaminni.
Í erindinu verður einnig fjallað um hvernig minnisteikning getur stutt við tilfinningaúrvinnslu sem öflugt tæki í meðferðar- og fræðslustarfi með börnum sem hafa upplifað áföll.

08/06/2025

Reynsla af samteikningu:
„Þetta var mjög gleðileg reynsla sem leiddi til djúprar tengingar við hinn aðilann".
„Ég upplifði eftirvæntingu og spennu í upphafi, síðan léttleika, gleði og tengingu meðan á satmeikningunni stóð. Var gaman!"
„Ég fann fyrir sterkri tengingu við hinn aðilann á meðan við teiknuðum saman. Það var mjög áhugavert fyrir mig að fara í gegnum allt þetta ferli með manneskju sem ég þekkti ekki og í þögn". Michaela Skouroliakou
„Ég naut þess mjög mikið, var forvitin og átti ekki von á að samteikningin hefði þessi áhrif á mig. Kom mér á óvart. Ég var með opin huga."

🖍️ Drawing as a Boost for Memory and Well-Being 🧠💫Drawing can have remarkable effects—both on memory and mental well-bei...
04/06/2025

🖍️ Drawing as a Boost for Memory and Well-Being 🧠💫
Drawing can have remarkable effects—both on memory and mental well-being.
In a recent study, participants remembered words up to five times better by drawing them instead of writing. This method may be especially powerful for individuals with specific learning difficulties.
The findings also indicate that those who already remember written words well can retain them even longer when drawing them instead. People who struggled to remember words could recall them generally 5 times better after drawing their meaning three weeks earlier, instead of writing them.
📚 New art therapy courses begin this fall at the Continuing Education Department of the University of Akureyri Háskólinn á Akureyri (SMHA), and interest is high with waiting lists already full.
📚 Additional new courses in the fall!
📩 More info: smha@smha.is
👉 Read the full article

Listmeðferð hefur á undanförnum árum vakið aukna athygli sem áhrifarík aðferð til að bæta líðan og efla nám. Ein af frumkvöðlum á þessu sviði er Dr. Unnur

Address

Síðumúli 34
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Unnur - Art Therapy posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Art Therapy Ottarsdottir studio began in 1991 as the passion project of art therapy pioneer Unnur Ottarsdottir. It is a place of healing and learning, where those who have suffered trauma can find ways to express themselves and cope through artistic expression.

Since its inception, Art Therapy Ottarsdottir has been a part of numerous studies and breakthroughs in the field of Art Therapy. In 2000, students from a secondary school in Iceland participated in a landmark study on the impact of drawing on memory, discovering that students who used art to draw words were far more likely to recall those words at a later date than students who had written them down. This study findings were published in 2018 in Art Therapy Online journal (ATOL).