26/10/2025
Í dag hélt ég fyrirlestur og vinnustofu í Listasafni Árnesinga. Þátttakendur voru áhugasamir og áhugaverðir og það var ánægjulegt að segja þeim frá nýlegum rannsóknum mínum á minningarteikningu. Ég deildi niðurstöðum sem gefa til kynna að teikning styrkir minni verulega, sérstaklega hjá einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að muna skrifuð orð. Athyglisvert er að þau sem muna auðveldlega skrifuð orð virðast einnig almennt muna betur teikningar til langs tíma. Einnig var farið yfir að minnisteikning getur hjálpað börnum sem hafa orðið fyrir áföllum og veitt meðferðar- og náms úrræði til að efla vellíðan og nám. Áhugaverðar umræður spunnust meðal annars um hvernig hægt sé að fella listsköpun í auknu mæli inn í menntun.
EN:
Today I gave a lecture and workshop at the LÁ Art Museum in Iceland. There were interested and interesting participants, and I enjoyed informing them about my research on memory drawing. I shared my recent research, which indicated that drawing significantly boosts memory recall, especially for individuals who struggle with memorising written words. Interestingly, those who easily remember written words generally tend to retain drawings more effectively over time. It was also explored how memory drawing can help traumatised children, offering a creative, therapeutic and educational tool for facilitating well-being and learning. An interesting discussion took place about, for example, how to incorporate art-making into education.