22/10/2025
Við tölum oft um að breyta hegðun og mynstrum en gleymum stundum að þau eru ekki bara valin.
Þau spretta upp úr byggingu heilans – byggingu sem mótaðist snemma, oft í streitu eða óöryggi.
Þannig er það ekki tilviljun hvernig við bregðumst við, forðumst eða festumst. Heilinn lærði einhvern tíma hvernig hann ætti að vernda okkur. Það var ekki með rökhugsun heldur með viðbrögðum og tengingum sem mynduðust til að lifa af.
Fyrir hverja upplifun sem þú hafðir – sérstaklega snemma á lífsleiðinni – urðu til raunveruleg taugatengsl. Þessi tengsl urðu að mynstrum sem þú gætir enn verið föst/fastur í dag. En það er aldrei of seint að skapa ný.
Þegar við mætum okkur með öryggi, samkennd og meðvitund í stað gagnrýni og skammar byrjar heilinn að læra eitthvað nýtt. Það er þetta sem er heilun.
Ekki að gleyma fortíðinni heldur að kenna heilanum ný viðbrögð, ný tengsl, ný sannindi og nýja reynslu.
Glærurnar sýna staðreyndir um heilann sem geta gagnast fyrir þig ef þú ert að vinna úr fortíðinni, samböndum og/eða bara sjálfri/sjálfum þér.
⬇️ Deildu með einhverjum sem þú telur að þetta geti gagnast 💬
https://ufr.is/