Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf

Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf Elísabet er menntuð fjölskylduráðgjafi, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

Afbrýðisemi er mannleg tilfinning.En hún birtist ekki alltaf á sama hátt.Í fyrri póstum hef ég fjallað um afbrýðisemi se...
22/12/2025

Afbrýðisemi er mannleg tilfinning.
En hún birtist ekki alltaf á sama hátt.

Í fyrri póstum hef ég fjallað um afbrýðisemi sem eðlilega tilfinningu –
og hvernig hægt er að vinna með hana á heilbrigðan hátt.

Í þessum pósti staldra ég við muninn á heilbrigðri og óheilbrigðri afbrýðisemi.

Munurinn snýst ekki um hvort þú finnir fyrir afbrýðisemi –
heldur hvernig hún birtist,
hvernig þú bregst við henni
og hvaða áhrif hún hefur á öryggi og tengsl.

Að greina þessi merki getur hjálpað þér að:
• skilja eigin viðbrögð betur
• standa með mörkunum þínum
• rækta tengsl sem byggja á trausti frekar en ótta

Kannastu við mun á heilbrigðri og óheilbrigðri afbrýðisemi –
eða hefur þetta kannski verið óljóst fyrir þér?

💚 Meðvitund er fyrsta skrefið að breytingu.

⬇️ Deildu með einhverjum sem þú telur að þetta geti gagnast 💬
sjálfsvinna virðing ígrundun
fjölskylda ráðgjöf námskeið foreldrar barneignir parameðferð tengslamyndun mamma pabbi foreldrahlutverkið meðganga barneignir parameðferð tengslamyndun foreldralífið parasambandið sambandið kærleikur umhyggja samkennd lífsstefna heimilisfriður
https://ufr.is/

Í síðasta pósti talaði ég um afbrýðisemi sem eðlilega og mannlega tilfinningu 🤍Tilfinningu sem flest okkar upplifum – ja...
14/12/2025

Í síðasta pósti talaði ég um afbrýðisemi sem eðlilega og mannlega tilfinningu 🤍
Tilfinningu sem flest okkar upplifum – jafnvel þótt við viljum helst ekki viðurkenna það.

Í þessum pósti langar mig að deila með þér 7 hagnýtum ráðum sem geta hjálpað þér að vinna með afbrýðisemi á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt í daglegu lífi.

Afbrýðisemi þarf ekki að stjórna þér eða sambandinu þínu.
Með meiri skilningi, samtali og sjálfsvinnu getur hún orðið tækifæri til vaxtar, meiri nándar og öryggis ✨

⬇️ Deildu með einhverjum sem þú telur að þetta geti gagnast 💬



https://ufr.is/

Afbrýðisemi er ekki veikleiki, heldur tilfinning sem flest okkar upplifa á einhverjum tímapunkti — skilaboð um þörf fyri...
13/12/2025

Afbrýðisemi er ekki veikleiki, heldur tilfinning sem flest okkar upplifa á einhverjum tímapunkti — skilaboð um þörf fyrir öryggi, tengingu og skilning.

En af hverju kemur hún upp?
Og hvað er hún í raun að segja okkur?

Í þessum pósti fer ég yfir helstu ástæður afbrýðisemi, hvernig hún birtist og hvers vegna hún getur orðið sérstaklega sterk í nánum tengslum.

Með auknum skilningi verður auðveldara að vinna með tilfinninguna í stað þess að berjast við hana.
Þegar við stöldrum við og hlustum — í stað þess að dæma — opnast rými fyrir dýpri sjálfsvitund og heilbrigðari sambönd.

⬇️ Deildu með einhverjum sem þú telur að þetta geti gagnast 💬


https://ufr.is/

Dagleg nánd – litlu augnablikin sem skipta máliVið viljum öll upplifa hlýju, öryggi og tengingu í sambandinu — en í amst...
01/12/2025

Dagleg nánd – litlu augnablikin sem skipta máli

Við viljum öll upplifa hlýju, öryggi og tengingu í sambandinu — en í amstri dagsins er ótrúlega auðvelt að missa hvor annað aðeins úr fókus. Það gerist oft alveg ómeðvitað.

Það þýðir ekki að ástin hafi minnkað.
Oftar snýst þetta einfaldlega um skort á rými, tíma og meðvitaðri nærveru.

Þess vegna skiptir dagleg nánd meira máli en flestir gera sér grein fyrir:

💜 Augnsamband sem fangar augnablikið
💙 Hlý og einlæg orð
💚 Snerting sem segir: „Ég er hér.“
💛 Samtöl sem tengja – ekki bara skipuleggja og leysa verkefni
❤️ Litlar gjörðir sem létta undir eða gleðja

Þegar við búum til pláss fyrir örlitla „við–tíma“, jafnvel bara 5 mínútur á dag, mýkjum við fjarlægðina og styrkjum tengslin — án þess að þurfa stórar rómantískar gjörðir (þó þær hafi líka sitt gildi).

Sambandið byggist á ákvörðunum sem við tökum — og veljum aftur, aftur og aftur.
Smá hlýja getur haft ótrúlega stór áhrif. ✨

⬇️ Deildu með þeim sem þú telur að þetta geti gagnast 💬


https://ufr.is/

Ástin sem mótast í æsku lifir áfram í líkamanum, hjartanu og minningunum okkar.Hún fylgir okkur inn í samböndin sem við ...
27/11/2025

Ástin sem mótast í æsku lifir áfram í líkamanum, hjartanu og minningunum okkar.
Hún fylgir okkur inn í samböndin sem við myndum — og mótar hvernig við elskum, þiggjum ást og verjum okkur.

Þegar við sjáum upprunann skýrar, sjáum við líka mynstrin okkar.
Og þar byrjar endurheimtin.
⬇️ Deildu með einhverjum sem þú telur að þetta geti gagnast 💬


https://ufr.is/

Við tölum oft um að breyta hegðun og mynstrum en gleymum stundum að þau eru ekki bara valin.Þau spretta upp úr byggingu ...
22/10/2025

Við tölum oft um að breyta hegðun og mynstrum en gleymum stundum að þau eru ekki bara valin.
Þau spretta upp úr byggingu heilans – byggingu sem mótaðist snemma, oft í streitu eða óöryggi.

Þannig er það ekki tilviljun hvernig við bregðumst við, forðumst eða festumst. Heilinn lærði einhvern tíma hvernig hann ætti að vernda okkur. Það var ekki með rökhugsun heldur með viðbrögðum og tengingum sem mynduðust til að lifa af.

Fyrir hverja upplifun sem þú hafðir – sérstaklega snemma á lífsleiðinni – urðu til raunveruleg taugatengsl. Þessi tengsl urðu að mynstrum sem þú gætir enn verið föst/fastur í dag. En það er aldrei of seint að skapa ný.

Þegar við mætum okkur með öryggi, samkennd og meðvitund í stað gagnrýni og skammar byrjar heilinn að læra eitthvað nýtt. Það er þetta sem er heilun.
Ekki að gleyma fortíðinni heldur að kenna heilanum ný viðbrögð, ný tengsl, ný sannindi og nýja reynslu.

Glærurnar sýna staðreyndir um heilann sem geta gagnast fyrir þig ef þú ert að vinna úr fortíðinni, samböndum og/eða bara sjálfri/sjálfum þér.

⬇️ Deildu með einhverjum sem þú telur að þetta geti gagnast 💬



https://ufr.is/

✨ Heilbrigð sambönd ✨Heilbrigt samband snýst ekki um fullkomnun – heldur um að byggja upp traust, virðingu og öryggi í d...
08/09/2025

✨ Heilbrigð sambönd ✨

Heilbrigt samband snýst ekki um fullkomnun – heldur um að byggja upp traust, virðingu og öryggi í daglegu lífi. 🌱

Í þessum 10 glærum ferðu í gegnum atriði sem sýna hvernig sambönd geta nærð, styrkt og skapað rými fyrir báða aðila:
💙 Öryggi og fyrirsjáanleiki
💛 Rými fyrir allar tilfinningar
💚 Gagnkvæm stjórn á tilfinningum
💜 Virðing fyrir mörkum
🧡 Heiðarleiki og gagnsæi
🤝 Mætast eftir ágreining
🌸 Jafnvægi milli nándar og rýmis
👀 Að sjá og skilja
☀️ Ferðalagið – ekki fullkomnun

👉 Mundu: þú þarft ekki að gera allt í einu. Smá skref í átt að trausti, hlýju og virðingu geta gert sambandið þitt bæði nærandi og öruggt.

Hvaða atriði langar þig að styrkja í þínu sambandi? 💭
ö

https://ufr.is/

Óheilbrigð mörk 🚫 eða heilbrigð mörk ✅ í samskiptum fullorðinna?Munurinn getur ráðið úrslitum fyrir sambandið ✨👉 Óheilbr...
03/09/2025

Óheilbrigð mörk 🚫 eða heilbrigð mörk ✅ í samskiptum fullorðinna?

Munurinn getur ráðið úrslitum fyrir sambandið ✨

👉 Óheilbrigð mörk byggja oft á hótunum, skilyrðum eða stjórnun. Þau skapa ótta og fjarlægð – og grafa undan trausti til lengri tíma.

💛 Heilbrigð mörk byggja á virðingu, skýrleika og því að báðar raddir fái pláss. Þau eru brú sem gerir tengsl möguleg – ekki veggur sem heldur fólki aðskildu.

Í parsambandi birtast mörkin í því hvernig við tölum saman, hlustum, skiljum og leysum úr málum.
Smá orð geta gert gæfumuninn:
✔️ „Ég þarf tíma til að róa mig niður, svo við getum rætt þetta betur.“
✔️ „Það er mikilvægt fyrir mig að við hlustum á hvort annað áður en við ákveðum næstu skref.“

💡 Þegar við veljum heilbrigð mörk, veljum við að byggja brú í stað þess að rífa hana niður. Það skapar traust, öryggi og meiri nánd í samskiptum.
ö

https://ufr.is/

„Ertu stundum í vafa um hvort þú sért að setja mörk ✅ eða beita hótunum 🚫?Það getur verið ruglingslegt – sérstaklega ef ...
01/09/2025

„Ertu stundum í vafa um hvort þú sért að setja mörk ✅ eða beita hótunum 🚫?
Það getur verið ruglingslegt – sérstaklega ef við sjálf ólumst upp við hótanir og refsingar. Þá höfðum við engin úrræði sem börn – við urðum að hlýða, jafnvel á kostnað eigin þarfa og tilfinninga.

En sem foreldrar í dag viljum við gera hlutina öðruvísi 💛
Munurinn liggur í því hvort við viðurkennum og mætum tilfinningum barnsins, eða hvort við afneitum þeim og skiljum það eftir eitt – líkamlega eða tilfinningalega.

👉 Í þessum glærum sýni ég dæmi úr daglegu lífi – hvernig hótanir geta grafað undan tengslum, en eðlilegar afleiðingar geta skapað öryggi og styrkt sambandið.

✨ Swipe til að sjá nánar!

💬 Hvort finnst þér auðveldara að grípa til – hótana eða að setja mörk?

ö

https://ufr.is/

„Erum við of ólík til að eiga gott samband?“Ég hitti oft pör sem spyrja mig að þessu eða hafa áhyggjur af því að vera „o...
21/07/2025

„Erum við of ólík til að eiga gott samband?“
Ég hitti oft pör sem spyrja mig að þessu eða hafa áhyggjur af því að vera „of ólík“. Sum óttast jafnvel að ef þau deila ekki sömu gildum, þá sé sambandið dæmt til að mistakast.
En svona er það ekki. Ólíkindi þurfa ekki að vera vandamál – þau geta jafnvel orðið að gjöf. Það sem skiptir máli er hvernig þið talið saman, sýnið forvitni og vinnið með ólíkindin.
✔️ Það skiptir minna máli hvort þið eruð ólík í persónuleika, áhugamálum eða lífsstíl…
❗…en sameiginlegur skilningur á lykilgildum styrkir sambandið, eins og:
• Uppeldi barna
• Peningamál
• Nánd og kynlíf
• Hlutverk fjölskyldu og vina
• Hvernig þið leysið úr ágreiningi
• Hvernig þið sýnið ást og umhyggju
Ef gildi ykkar eru ekki alveg í takt núna, þá þýðir það ekki að allt sé tapað. Oft er það skortur á opnum samskiptum, forvitni og trausti sem veldur spennu – og það er eitthvað sem hægt er að vinna með. Þegar við nálgumst hvort annað með virðingu og forvitni geta ólíkindin jafnvel styrkt sambandið og gefið því dýpt.
Hvað finnst þér? Hvaða gildi finnst þér skipta mestu máli í sambandi? Deildu í athugasemdunum – mig langar að heyra hvað þú hugsar!

❤️ Og ef þetta er áskorun í ykkar sambandi, munið: það er hægt að vinna með þetta. Pararáðgjöf getur hjálpað ykkur að eiga þessi samtöl á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að láta ólíkindin styrkja frekar en veikja sambandið. ö

https://ufr.is/

💔 Ertu sparsöm eða sparsamur á að sýna ást?Við viljum öll vera elskuð, en samt höldum við oft aftur af okkur – af ótta v...
16/07/2025

💔 Ertu sparsöm eða sparsamur á að sýna ást?
Við viljum öll vera elskuð, en samt höldum við oft aftur af okkur – af ótta við höfnun eða sársauka. Við lokum á tilfinningar okkar, þorum ekki að opna okkur og fjarlægjumst hvort annað… þó við þráum ekkert meira en að finnast við vera elskuð.

👉 Í þessum glærum skoðum við:
✔️ hvers vegna við lokum á tilfinningar,
✔️ hvernig gömul varnarviðbrögð geta fjarlægt okkur,
✔️ og hvað við getum sjálf gert til að tengjast betur og leyfa ástinni að flæða.

✨ Ástin vex þegar við opnum okkur – ekki þegar við erum í vörn.
Hvað ertu tilbúin/n að leggja af mörkum í sambandið?

Hvað heldur þér stundum frá því að opna þig tilfinningalega í sambandinu?


https://ufr.is/

Address

HLÍÐARFÓTUR 17
Reykjavík
102

Telephone

+3546976487

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram