Hrafnista Reykjavík - Laugarás

Hrafnista Reykjavík - Laugarás Á þessari siðu birtum við fréttir úr starfi Hrafnistu Laugarási

Í gær fengum við yndislega tónleika þegar Aríel Pétursson, formaður sjómannadagsráðs kom ásamt börnum sínum Jökli og Esj...
19/12/2025

Í gær fengum við yndislega tónleika þegar Aríel Pétursson, formaður sjómannadagsráðs kom ásamt börnum sínum Jökli og Esju og Helgu móður sinni. Þau sungu fyrir okkur og léku á fiðlur, píanó og gítar, falleg og ljúf jólalög. Á eftir var boðið upp á smákökur, jólaglögg og ristaðar möndlur 🥰🎄

Við fengum í heimsókn góða gesti úr nágrenninu þegar barnakór Laugarneskirkju söng birtu inn í hug og hjarta Hrafnistufó...
17/12/2025

Við fengum í heimsókn góða gesti úr nágrenninu þegar barnakór Laugarneskirkju söng birtu inn í hug og hjarta Hrafnistufólks. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og sendum hlýjar jólakveðjur. 🎄

17/12/2025
Jólabókaflóðið heldur áfram að reka á fjörur okkar hér í Laugarásnum. Í dag fengum við góða heimsókn frá sagnfræðingnum ...
16/12/2025

Jólabókaflóðið heldur áfram að reka á fjörur okkar hér í Laugarásnum. Í dag fengum við góða heimsókn frá sagnfræðingnum Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Las hún fyrir okkur úr nýútkominni bók sinni Piparmeyjar - Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi. Sigríður laumaði líka að okkur uppskrift Thoru að heitu súkkulaði með eggjarauðum, sem er nú aldeilis tilvalið að njóta nú á aðventunni ☕️🍫📚

Nú nálgast þriðja aðventuhelgin óðfluga og þá var nú ösköp ljúft að fá Hjördísi Geirs hingað í hús til að syngja úrval a...
12/12/2025

Nú nálgast þriðja aðventuhelgin óðfluga og þá var nú ösköp ljúft að fá Hjördísi Geirs hingað í hús til að syngja úrval af dægur- og jólalögum. Vel var tekið undir bæði í söng og dansi og mikil jólagleði 🎅🌲☃️

Fríða Ísberg kom og las fyrir okkur úr nýútkominni bók sinni: Huldukonan. Margir voru spenntir að heyra meira og þökkum ...
11/12/2025

Fríða Ísberg kom og las fyrir okkur úr nýútkominni bók sinni: Huldukonan. Margir voru spenntir að heyra meira og þökkum við Fríðu kærlega fyrir lesturinn. 🎄

Hrafnistukötturinn lét það nú ekki trufla miðdagslúrinn sinn þó sungið væri af raust hinumegin við þilið. 😻🎅🌲
10/12/2025

Hrafnistukötturinn lét það nú ekki trufla miðdagslúrinn sinn þó sungið væri af raust hinumegin við þilið. 😻🎅🌲

Í gær héldum við upp á 88 ára afmæli Sjómannadagsráðs og boðið var upp á kótilettur í hádeginu. Á eftir fengum við Geir ...
28/11/2025

Í gær héldum við upp á 88 ára afmæli Sjómannadagsráðs og boðið var upp á kótilettur í hádeginu. Á eftir fengum við Geir Ólafsson, Kristján Jóhannsson og Þóri Baldursson í heimsókn sem sungu og léku fyrir fullu húsi við góðar undirtektir☺️

Gleðivísitalan rauk hressilega upp í Laugarásnum í dag þegar við fengum hana Auði Hörpu danskennara í heimsókn 💃
07/11/2025

Gleðivísitalan rauk hressilega upp í Laugarásnum í dag þegar við fengum hana Auði Hörpu danskennara í heimsókn 💃

Árshátíð heimilisfólks var haldin í síðustu viku og lukkaðist frábærlega. Veislustjóri kvöldsins var Örn Árnason sem ske...
07/11/2025

Árshátíð heimilisfólks var haldin í síðustu viku og lukkaðist frábærlega. Veislustjóri kvöldsins var Örn Árnason sem skemmti fólki með söng, ljóðum og bröndurum eins og honum einum er lagið. Aríel formaður sjómannadagsráðs vígði nýtt píanó ásamt Matthíasi Ægissyni sem lék á það fallega tóna. Veislumaturinn rann ljúft niður og að loknum eftirrétti tók hljómsveitin Silfursveiflan við og skemmti fólki í söng og dansi. Við þökkum öllum fyrir skemmtilegt kvöld 🥰

Bjarni Hall heimsótti okkur í Laugarásinn í dag, greip með sér gítarinn og söng úrval af gömlu og góðu íslensku dægurlög...
05/11/2025

Bjarni Hall heimsótti okkur í Laugarásinn í dag, greip með sér gítarinn og söng úrval af gömlu og góðu íslensku dægurlögunum. Í dag eru 7 vikur til aðfangadags og hreindýrið á Skálafelli er farið að huga að undirbúningi jólanna 🫎🌲🎁

Address

Brúnvegur 13
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnista Reykjavík - Laugarás posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hrafnista Reykjavík - Laugarás:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category