19/12/2025
Í gær fengum við yndislega tónleika þegar Aríel Pétursson, formaður sjómannadagsráðs kom ásamt börnum sínum Jökli og Esju og Helgu móður sinni. Þau sungu fyrir okkur og léku á fiðlur, píanó og gítar, falleg og ljúf jólalög. Á eftir var boðið upp á smákökur, jólaglögg og ristaðar möndlur 🥰🎄