Hrafnista Reykjavík - Laugarás

Hrafnista Reykjavík - Laugarás Á þessari siðu birtum við fréttir úr starfi Hrafnistu Laugarási

Gleðivísitalan rauk hressilega upp í Laugarásnum í dag þegar við fengum hana Auði Hörpu danskennara í heimsókn 💃
07/11/2025

Gleðivísitalan rauk hressilega upp í Laugarásnum í dag þegar við fengum hana Auði Hörpu danskennara í heimsókn 💃

Árshátíð heimilisfólks var haldin í síðustu viku og lukkaðist frábærlega. Veislustjóri kvöldsins var Örn Árnason sem ske...
07/11/2025

Árshátíð heimilisfólks var haldin í síðustu viku og lukkaðist frábærlega. Veislustjóri kvöldsins var Örn Árnason sem skemmti fólki með söng, ljóðum og bröndurum eins og honum einum er lagið. Aríel formaður sjómannadagsráðs vígði nýtt píanó ásamt Matthíasi Ægissyni sem lék á það fallega tóna. Veislumaturinn rann ljúft niður og að loknum eftirrétti tók hljómsveitin Silfursveiflan við og skemmti fólki í söng og dansi. Við þökkum öllum fyrir skemmtilegt kvöld 🥰

Bjarni Hall heimsótti okkur í Laugarásinn í dag, greip með sér gítarinn og söng úrval af gömlu og góðu íslensku dægurlög...
05/11/2025

Bjarni Hall heimsótti okkur í Laugarásinn í dag, greip með sér gítarinn og söng úrval af gömlu og góðu íslensku dægurlögunum. Í dag eru 7 vikur til aðfangadags og hreindýrið á Skálafelli er farið að huga að undirbúningi jólanna 🫎🌲🎁

Í gær var tekið þátt í bleika deginum þar sem bæði starfs- og heimilisfólk klæddu sig upp í bleikt og/eða báru bleiku sl...
23/10/2025

Í gær var tekið þátt í bleika deginum þar sem bæði starfs- og heimilisfólk klæddu sig upp í bleikt og/eða báru bleiku slaufuna 🩷 Bjarni Hall hélt uppi fjörinu í Skálafelli með skemmtilega söngstund ☺️

Hér var helgin sungin í hús þegar þeir Þröstur Harðarson og Steindór Steinþórsson kíktu í heimsókn í Laugarásinn og léku...
17/10/2025

Hér var helgin sungin í hús þegar þeir Þröstur Harðarson og Steindór Steinþórsson kíktu í heimsókn í Laugarásinn og léku blöndu af íslenskum og erlendum dægurlögum. Það var bæði sungið og dansað og þeir félagar voru klappaðir upp í lokin og bættu þá við nokkrum lögum. Góða helgi 🥰

Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang orti Steinn.  - Og hér var fjölmennt í sívinsælu söngstundinni hennar Hörpu. 🍁🍂🧡
15/10/2025

Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang orti Steinn. - Og hér var fjölmennt í sívinsælu söngstundinni hennar Hörpu. 🍁🍂🧡

Það vantaði ekki stuðið í Hjördísi Geirs í föstudags söngstundinni. Góða helgi 😻❤️
10/10/2025

Það vantaði ekki stuðið í Hjördísi Geirs í föstudags söngstundinni. Góða helgi 😻❤️

September leið hratt með skemmtilegum viðburðum. Þá var meðal annars slegið upp réttaballi þar sem þeir Þórarinn Örn, Ma...
08/10/2025

September leið hratt með skemmtilegum viðburðum. Þá var meðal annars slegið upp réttaballi þar sem þeir Þórarinn Örn, Matthías og Gunnar léku fjörug og skemmtileg sveitaballalög. Boðið var upp á heitt kakó með rjóma og kleinur á meðan stigin voru nokkur létt spor.
Við héldum einnig Októberfest að Þýskum sið þar sem boðið var upp á léttöl og saltkringlur í söngstund með Jonnu. Eftir hádegi kom Auður Harpa til okkar með hressandi stóladansleikfimi og fjör.

Hjördís Geirs hélt uppi föstudagsfjörinu eins og henni einni er lagið og hér var sungið frá morgni fram á síðdegi. Njóti...
29/08/2025

Hjördís Geirs hélt uppi föstudagsfjörinu eins og henni einni er lagið og hér var sungið frá morgni fram á síðdegi. Njótið helgarinnar

Á laugardaginn fengum við þær Bryndísi Guðjónsdóttur söngkonu og Evu Þyrí Hilmarsdóttur píanóleikara í heimsókn og héldu...
25/08/2025

Á laugardaginn fengum við þær Bryndísi Guðjónsdóttur söngkonu og Evu Þyrí Hilmarsdóttur píanóleikara í heimsókn og héldu þær skemmtilega tónleika í Skálafelli í tilefni af Menningarnótt. Matthías Ægisson hitaði upp fyrir þær og nutu bæði heimilisfólk og gestir þess að hlýða á fallegan söng og píanóleik.

Gleðin var svo sannarlega við völd hér í Laugarásnum sl. föstudag þar sem fjölbreytileikanum var fagnað í tilefni af Hin...
15/08/2025

Gleðin var svo sannarlega við völd hér í Laugarásnum sl. föstudag þar sem fjölbreytileikanum var fagnað í tilefni af Hinsegin dögum. Okkar eini sanni Össi mætti með gítarinn og hélt uppi fjörinu með söngstund. Á þessum litríka degi voru einnig veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í hjólakeppni Hrafnistu en heimilifólk í Laugarásnum gerði sér lítið fyrir og hjólaði hringinn í kringum landið í sumar með því að safna kílómetrum á þrekhjólum. Hringvegurinn telur um 1321 km. en hjólakapparnir hér lögðu undir sig 1366 km. Nú þarf bara að draga fram heimskortið og skipuleggja hjólatúr um Evrópu fyrir næsta sumar :)

Það var sannkölluð úthátíðarstemmning hér í Laugarásnum um verslunarmannahelgina. Skálafell var skreytt í þjóðhátíðarstí...
13/08/2025

Það var sannkölluð úthátíðarstemmning hér í Laugarásnum um verslunarmannahelgina. Skálafell var skreytt í þjóðhátíðarstíl og Oddur Carl trúbador kom og stýrði brekkusöng af miklum myndarbrag. Veðrið var nú líka með þeim hætti að það var best að ferðast bara innanhúss þessa verslunarmannahelgina :)

Address

Brúnvegur 13
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnista Reykjavík - Laugarás posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hrafnista Reykjavík - Laugarás:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category